Hverfult jökullón í Kverkfjöllum horfið aftur Kjartan Kjartansson skrifar 12. júlí 2019 13:45 Svona var umhorfs þar sem Galtárlón var áður 6. júlí. Botn lónsins og hverirnir sem áður voru undir vatni blöstu við. Tómas Guðbjartsson Hverir sem áður lágu undir vatni eru nú undir beru lofti eftir að Galtárlón í Efri-Hveradal í Kverkfjöllum tæmdist í vetur eða vor. Lónið var eitt þeirra vatna sem hæsta standa á Íslandi en það tæmdist einnig fyrir rúmum tuttugu árum. Galtárlón var ólíkt öðrum þekktum jökullónum eins og Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi og þeim sem hafa myndast undanfarin ár við sporð jökla sem hopa vegna hnattrænnar hlýnunar. Lón eins og Jökulsárlón hafa myndast úr bráðnunarvatni í djúpum geilum sem jöklar hafa sorfið í landslagið og skilið eftir sig þegar þeir hopuðu. Bráðnunarvatn af völdum jarðhita myndaði aftur á móti Galtárlón. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlifræðingur, fór um svæðið 8. júní og þá var lónið horfið. Eftir stóðu leir-, vatns- og gufuhverir á lónsbotninum. Fyrstu upplýsingar um Galtárlón eru frá um 1940 og segir Magnús Tumi misjafnt hversu hátt vatnið hafi staðið í því síðan. Þegar frá er talið vatn í sigkatli Bárðarbungu sé Galtárlón og önnur lón á svæðinu hæstu vötn á Íslandi, um 1.700 metrum yfir sjávarmáli. Ljóst sé að lónið hafi horfið áður. Þannig hafi það ekki verið til staðar frá 1998 til 2005. „Þannig að þessi hegðun að það tæmist er eitthvað sem við höfum séð áður,“ segir hann.Galtárlón ísilagt í byrjun júlí í fyrra.Hermann Þór SnorrasonEkki er vitað til þess að jökulhlaup verði úr Galtárlóni og segir Magnús Tumi að þó að svo væri sæjust varla þess merki í stórri jökulá eins og Jökulsá á Fjöllum. „Vatnið lekur með fram fjallshlíðinni og finnur sér þar útrás. Svo gerist það einstaka sinnum að þessi rás nær alveg niður á botn lónsins og þá tæmist það,“ segir hann. Allar líkur séu á því að lónið fyllist aftur á einhverjum tímapunkti. Rásin sem tæmir vatnið geti haldist opin í einhver ár en lokist síðan og vatn byrji þá aftur að safnast í lónið. Hvarf lónsins segir Magnús Tumi dæmi um þann síbreytileika sem hafi verið ástæða þess að Vatnajökulsþjóðgarður sé nú kominn á heimsminjaskrá UNESCO. Tilkynnt var um skráninguna í síðustu viku. „Þetta er dæmi um þá lifandi náttúru sem þar er,“ segir hann.Galtárlón í fullum skrúða undir norðurrönd Vatnajökuls síðasta sumar.Hermann Þór Snorrason Fljótsdalshérað Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Drottning íslenskra fjalla nú hluti af Vatnajökulsþjóðgarði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, undirritaði í dag reglugerð sem stækkar Vatnajökulsþjóðgarð um 560 ferkílómetra. 29. júní 2019 13:15 Skráning Vatnajökulsþjóðgarðs sögð stórt skref í náttúruvernd Vatnajökulsþjóðgarður er þriðji staðurinn á Íslandi sem kemst á heimsminjaskrá UNESCO en þar eru fyrir Þingvellir og Surtsey. 5. júlí 2019 19:30 Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Hverir sem áður lágu undir vatni eru nú undir beru lofti eftir að Galtárlón í Efri-Hveradal í Kverkfjöllum tæmdist í vetur eða vor. Lónið var eitt þeirra vatna sem hæsta standa á Íslandi en það tæmdist einnig fyrir rúmum tuttugu árum. Galtárlón var ólíkt öðrum þekktum jökullónum eins og Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi og þeim sem hafa myndast undanfarin ár við sporð jökla sem hopa vegna hnattrænnar hlýnunar. Lón eins og Jökulsárlón hafa myndast úr bráðnunarvatni í djúpum geilum sem jöklar hafa sorfið í landslagið og skilið eftir sig þegar þeir hopuðu. Bráðnunarvatn af völdum jarðhita myndaði aftur á móti Galtárlón. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlifræðingur, fór um svæðið 8. júní og þá var lónið horfið. Eftir stóðu leir-, vatns- og gufuhverir á lónsbotninum. Fyrstu upplýsingar um Galtárlón eru frá um 1940 og segir Magnús Tumi misjafnt hversu hátt vatnið hafi staðið í því síðan. Þegar frá er talið vatn í sigkatli Bárðarbungu sé Galtárlón og önnur lón á svæðinu hæstu vötn á Íslandi, um 1.700 metrum yfir sjávarmáli. Ljóst sé að lónið hafi horfið áður. Þannig hafi það ekki verið til staðar frá 1998 til 2005. „Þannig að þessi hegðun að það tæmist er eitthvað sem við höfum séð áður,“ segir hann.Galtárlón ísilagt í byrjun júlí í fyrra.Hermann Þór SnorrasonEkki er vitað til þess að jökulhlaup verði úr Galtárlóni og segir Magnús Tumi að þó að svo væri sæjust varla þess merki í stórri jökulá eins og Jökulsá á Fjöllum. „Vatnið lekur með fram fjallshlíðinni og finnur sér þar útrás. Svo gerist það einstaka sinnum að þessi rás nær alveg niður á botn lónsins og þá tæmist það,“ segir hann. Allar líkur séu á því að lónið fyllist aftur á einhverjum tímapunkti. Rásin sem tæmir vatnið geti haldist opin í einhver ár en lokist síðan og vatn byrji þá aftur að safnast í lónið. Hvarf lónsins segir Magnús Tumi dæmi um þann síbreytileika sem hafi verið ástæða þess að Vatnajökulsþjóðgarður sé nú kominn á heimsminjaskrá UNESCO. Tilkynnt var um skráninguna í síðustu viku. „Þetta er dæmi um þá lifandi náttúru sem þar er,“ segir hann.Galtárlón í fullum skrúða undir norðurrönd Vatnajökuls síðasta sumar.Hermann Þór Snorrason
Fljótsdalshérað Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Drottning íslenskra fjalla nú hluti af Vatnajökulsþjóðgarði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, undirritaði í dag reglugerð sem stækkar Vatnajökulsþjóðgarð um 560 ferkílómetra. 29. júní 2019 13:15 Skráning Vatnajökulsþjóðgarðs sögð stórt skref í náttúruvernd Vatnajökulsþjóðgarður er þriðji staðurinn á Íslandi sem kemst á heimsminjaskrá UNESCO en þar eru fyrir Þingvellir og Surtsey. 5. júlí 2019 19:30 Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Drottning íslenskra fjalla nú hluti af Vatnajökulsþjóðgarði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, undirritaði í dag reglugerð sem stækkar Vatnajökulsþjóðgarð um 560 ferkílómetra. 29. júní 2019 13:15
Skráning Vatnajökulsþjóðgarðs sögð stórt skref í náttúruvernd Vatnajökulsþjóðgarður er þriðji staðurinn á Íslandi sem kemst á heimsminjaskrá UNESCO en þar eru fyrir Þingvellir og Surtsey. 5. júlí 2019 19:30
Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00