Mótmæla harðlega brottvísun Momo Hayashi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2019 14:00 Momo Hayashi hefur búið á Íslandi í fjögur ár en nú hefur henni verið gert að fara úr landi. Stjórn Íslenska viðskiptaráðsins í Japan, sem hefur aðsetur í Tókýó, mótmælir harðlega brottvísun verslunareigandans Momo Hayashi og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að veita henni dvalarleyfi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá viðskiptaráðinu. Fréttastofa hefur greint frá því að Momo hafi verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi en hún hefur búið hér í fjögur ár.Vinnuveitandi hennar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði einnig í fréttum Bylgjunnar að leiðbeiningaskyldu stjórnvalda sé rík og brot á skyldunni geti varðað ógildingu.Íslenska viðskiptaráðið í Japan hefur aðsetur í Tókýó. Það gagnrýnir stjórnvöld fyrir að ætla að vísa Momo Hayashi úr landi en hún hefur búið á Íslandi í fjögur ár.„Momo hefur búið á Íslandi í fjögur ár, stundað nám í íslensku við Háskóla Íslands í þrjú ár, starfað fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og sem frumkvöðull nýverið opnað verslun í miðbænum. Henni hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi, ferðaþjónustufyrirtækinu sem hún starfar hjá neitað um atvinnuleyfi henni til handa, vísað á að auglýsa starfið á Evrópska efnahagssvæðinu, og Momo gert að yfirgefa landið innan 30 daga. Ekki er viðurkennt að Momo hafi neina sérþekkingu, sem ekki sé hægt að uppfylla af einhverjum á íslenskum eða evrópskum vinnumarkaði,“ segir í yfirlýsingu Íslenska viðskiptaráðsins í Japan. Þar segir að þetta sé furðuleg afstaða af hálfu stjórnvalda: „Íslendingar sem óska eftir að starfa eða stofna fyrirtæki í Japan eiga þangað greiða leið og ekki bara það, heldur hafa japönsk stjórnvöld og einstaklingar (t.d. Watanabe og Sasakawa) í áratugi, stutt íslenska námsmenn rausnarlega í gegnum sjóði og stofnanir, m.a. í þeim tilgangi að þeir í framhaldinu leggi japönsku atvinnulífi lið. Japan er næst stærsta viðskiptaríki Íslands utan Evrópu, japönskum ferðamönnum sem koma til Íslands fer fjölgandi og tengslin milli landanna styrkjast ár frá ári. Má þar nefna nýlegan tvísköttunarsamning, samning sem heimilar ungu fólki að vinna í tiltekinn tíma í löndunum („Working holiday agreement“) og undirbúningur fyrir mögulegar viðræður um fríverslunarsamning og samning um flugleyfi er hafinn. Rifja má upp að Japan var fyrsta landið innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem studdi Ísland eftir bankahrunið 2008. Íslensk stjórnvöld ættu því að kappkosta að Japanir séu jafn velkomnir til Íslands og Íslendingar til Japans. Ef breyta þarf reglum eða vinnulagi eiga þau að hlutast til um slíkt.“ Félagsmál Innflytjendamál Japan Tengdar fréttir Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. 12. júlí 2019 12:30 Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. 11. júlí 2019 19:15 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Stjórn Íslenska viðskiptaráðsins í Japan, sem hefur aðsetur í Tókýó, mótmælir harðlega brottvísun verslunareigandans Momo Hayashi og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að veita henni dvalarleyfi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá viðskiptaráðinu. Fréttastofa hefur greint frá því að Momo hafi verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi en hún hefur búið hér í fjögur ár.Vinnuveitandi hennar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði einnig í fréttum Bylgjunnar að leiðbeiningaskyldu stjórnvalda sé rík og brot á skyldunni geti varðað ógildingu.Íslenska viðskiptaráðið í Japan hefur aðsetur í Tókýó. Það gagnrýnir stjórnvöld fyrir að ætla að vísa Momo Hayashi úr landi en hún hefur búið á Íslandi í fjögur ár.„Momo hefur búið á Íslandi í fjögur ár, stundað nám í íslensku við Háskóla Íslands í þrjú ár, starfað fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og sem frumkvöðull nýverið opnað verslun í miðbænum. Henni hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi, ferðaþjónustufyrirtækinu sem hún starfar hjá neitað um atvinnuleyfi henni til handa, vísað á að auglýsa starfið á Evrópska efnahagssvæðinu, og Momo gert að yfirgefa landið innan 30 daga. Ekki er viðurkennt að Momo hafi neina sérþekkingu, sem ekki sé hægt að uppfylla af einhverjum á íslenskum eða evrópskum vinnumarkaði,“ segir í yfirlýsingu Íslenska viðskiptaráðsins í Japan. Þar segir að þetta sé furðuleg afstaða af hálfu stjórnvalda: „Íslendingar sem óska eftir að starfa eða stofna fyrirtæki í Japan eiga þangað greiða leið og ekki bara það, heldur hafa japönsk stjórnvöld og einstaklingar (t.d. Watanabe og Sasakawa) í áratugi, stutt íslenska námsmenn rausnarlega í gegnum sjóði og stofnanir, m.a. í þeim tilgangi að þeir í framhaldinu leggi japönsku atvinnulífi lið. Japan er næst stærsta viðskiptaríki Íslands utan Evrópu, japönskum ferðamönnum sem koma til Íslands fer fjölgandi og tengslin milli landanna styrkjast ár frá ári. Má þar nefna nýlegan tvísköttunarsamning, samning sem heimilar ungu fólki að vinna í tiltekinn tíma í löndunum („Working holiday agreement“) og undirbúningur fyrir mögulegar viðræður um fríverslunarsamning og samning um flugleyfi er hafinn. Rifja má upp að Japan var fyrsta landið innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem studdi Ísland eftir bankahrunið 2008. Íslensk stjórnvöld ættu því að kappkosta að Japanir séu jafn velkomnir til Íslands og Íslendingar til Japans. Ef breyta þarf reglum eða vinnulagi eiga þau að hlutast til um slíkt.“
Félagsmál Innflytjendamál Japan Tengdar fréttir Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. 12. júlí 2019 12:30 Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. 11. júlí 2019 19:15 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. 12. júlí 2019 12:30
Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. 11. júlí 2019 19:15