Bandarískt barn lagt inn á spítala með líklega E. coli-sýkingu frá Efstadal II Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 12:17 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Baldur Bandarískt barn var lagt inn á sjúkrahús vegna gruns um að það hafi fengið E. coli-sýkingu eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II í Bláskógabyggð. Sýkingin hefur ekki fengist staðfest en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir barnið „ansi grunsamlegt“. Þetta kom fram í máli Þórólfs í þættinum Vikulokunum á Rás 1. Alls hafa sautján börn greinst með E. coli sýkinguna á Íslandi síðustu vikur. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa komið að Efstadal II, sem er vinsæll ferðamannastaður. Fjölmargir ferðamenn heimsækja bæinn og hefur sóttvarnalæknir m.a. látið heilbrigðisstofnanir erlendis vita af sýkingunni, svo og haft samband við ferðaþjónustufyrirtæki sem komi skilaboðunum áleiðis til farþega sinna.Sjá einnig: Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Þórólfur sagði í Vikulokunum að fleiri hefðu ekki greinst hér á landi síðan í gær, þegar tilkynnt var um sautjánda smitið. „Það eru reyndar fleiri sem bíða eftir rannsóknarniðurstöðum sem verðaekki gerðar fyrr en eftir helgina þannig að vafalaust bætast einhverjir við eftir helgi.“Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Efstadal, enda er þar margt að sjá og gera.Vísir/mhhÞá hafi Landlæknisembættið verið látið vita af mögulegum sýkingum í útlöndum, líkt og Þórólfur kom inn á í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Vaknað hafi grunur um tvö slík tilfelli erlendis. Annar einstaklingurinn var rannsakaður og ekki með sýkinguna en hins vegar sé líklegt að bandarískt barn hafi smitast. „Þá höfum við verið að fá fregnir af einstaklingum erlendis frá sem hafa verið á þessum sömu stöðum, það er að segja Efstadal [II], og veikst erlendis. Ég fékk síðast í gær tölvupóst frá Ameríku þar sem að barn var lagt inn á spítala með sömu sýkingu,“ sagði Þórólfur. Þórólfur sagði í gær að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til að sporna við fleiri smitum virðist bera árangur. Þannig var allri ísframleiðslu að Efstadal II hætt og samgangur við nautgripi og kálfa stoppaður, en þekkt er að E. coli-bakterían finnst í nautgripum og þá sérstaklega kálfum. Ekkert barn hafi greinst með sýkinguna sem var að Efstadal II eftir 4. júlí. E.coli á Efstadal II Tengdar fréttir Fjögur börn greinst með E. coli í dag Börnin sem greindust í dag munu fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins. 11. júlí 2019 16:06 Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26 Eitt barn greindist með E. coli í dag Barnið verður í eftirliti á Barnaspítala Hringsins. 12. júlí 2019 15:27 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Bandarískt barn var lagt inn á sjúkrahús vegna gruns um að það hafi fengið E. coli-sýkingu eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II í Bláskógabyggð. Sýkingin hefur ekki fengist staðfest en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir barnið „ansi grunsamlegt“. Þetta kom fram í máli Þórólfs í þættinum Vikulokunum á Rás 1. Alls hafa sautján börn greinst með E. coli sýkinguna á Íslandi síðustu vikur. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa komið að Efstadal II, sem er vinsæll ferðamannastaður. Fjölmargir ferðamenn heimsækja bæinn og hefur sóttvarnalæknir m.a. látið heilbrigðisstofnanir erlendis vita af sýkingunni, svo og haft samband við ferðaþjónustufyrirtæki sem komi skilaboðunum áleiðis til farþega sinna.Sjá einnig: Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Þórólfur sagði í Vikulokunum að fleiri hefðu ekki greinst hér á landi síðan í gær, þegar tilkynnt var um sautjánda smitið. „Það eru reyndar fleiri sem bíða eftir rannsóknarniðurstöðum sem verðaekki gerðar fyrr en eftir helgina þannig að vafalaust bætast einhverjir við eftir helgi.“Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Efstadal, enda er þar margt að sjá og gera.Vísir/mhhÞá hafi Landlæknisembættið verið látið vita af mögulegum sýkingum í útlöndum, líkt og Þórólfur kom inn á í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Vaknað hafi grunur um tvö slík tilfelli erlendis. Annar einstaklingurinn var rannsakaður og ekki með sýkinguna en hins vegar sé líklegt að bandarískt barn hafi smitast. „Þá höfum við verið að fá fregnir af einstaklingum erlendis frá sem hafa verið á þessum sömu stöðum, það er að segja Efstadal [II], og veikst erlendis. Ég fékk síðast í gær tölvupóst frá Ameríku þar sem að barn var lagt inn á spítala með sömu sýkingu,“ sagði Þórólfur. Þórólfur sagði í gær að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til að sporna við fleiri smitum virðist bera árangur. Þannig var allri ísframleiðslu að Efstadal II hætt og samgangur við nautgripi og kálfa stoppaður, en þekkt er að E. coli-bakterían finnst í nautgripum og þá sérstaklega kálfum. Ekkert barn hafi greinst með sýkinguna sem var að Efstadal II eftir 4. júlí.
E.coli á Efstadal II Tengdar fréttir Fjögur börn greinst með E. coli í dag Börnin sem greindust í dag munu fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins. 11. júlí 2019 16:06 Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26 Eitt barn greindist með E. coli í dag Barnið verður í eftirliti á Barnaspítala Hringsins. 12. júlí 2019 15:27 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Fjögur börn greinst með E. coli í dag Börnin sem greindust í dag munu fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins. 11. júlí 2019 16:06
Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26
Eitt barn greindist með E. coli í dag Barnið verður í eftirliti á Barnaspítala Hringsins. 12. júlí 2019 15:27