Hryðjuverkasamtökin Al Shaabab hafa gengist við morðunum. Fjórir liðsmenn þeirra sprengdu fyrst bílsprengju við hótelið og réðust svo til inngöngu í það. Allir fjórir féllu í átökum við öryggissveitir.
Fundur stjórnmálamanna úr héraðinu stóð yfir á hótelinu þegar árásarmennirnir létu til skarar skríða. Á vef BBC er haft eftir sjónarvottum að gríðarleg sprenging hafi heyrst áður en mennirnir réðust inn á hótelið, þar sem mikil skelfing hafi gripið um sig.
Á meðal hinna látnu er fréttakonan Hodan Nalayeh og eiginmaður hennar, Farid. Hodan stofnaði fréttamiðilinn Integration TV og fjallaði þar um daglegt líf í Sómalíu. Hodan flutti til Kanada með fjölskyldu sinni þegar hún var sex ára og varð þar einn forkólfa í samfélagi Sómala í landinu. Hún settist nýlega aftur að í Sómalíu með eiginmanni sínum og börnum.
Blaðamaðurinn Farhan Jimale minntist Hodan á Twitter-reikningi sínum eftir árásina. Þá lést sómalski blaðamaðurinn Mohamed Omar Sahal einnig á árásinni.
I'm saddened by the death of my dear friend the Somali Canadian journalist, Hodan Nalayeh, who was among those killed in today's attack in #Kismaayo. She was a bright star & a beautiful soul that represented the best of her people & homeland #Somalia at all times. RIP sister. pic.twitter.com/DGkEcTPED4
— Farhan Jimale (@farhanjimale) July 12, 2019