Franski markahrókurinn Antoine Griezmann gekk í raðir spænska stórveldisins Barcelona um helgina en hann kemur til Katalóniurisans eftir að hafa stimplað sig inn sem einn allra besti sóknarmaður heims með Atletico Madrid á undanförnum árum.
Griezmann var kynntur til leiks við hátíðlega athöfn á Nývangi í gær og kom þar í ljós að hann mun klæðast treyju númer 17 hjá Barcelona.
Þessi 28 ára gamli Frakki hefur verið í treyju númer sjö hjá Atletico og einnig hjá franska landsliðinu. Voru orðrómar á kreiki þess efnis að hann myndi hirða sjöuna af Philippe Coutinho hjá Barca þar sem talið er að sá brasilíski gæti verið á förum.
Hefur Coutinho verið orðaður við endurkomu til Liverpool en hann hefur einnig verið orðaður við Manchester United.
Griezmann fær ekki sjöuna hjá Barcelona

Tengdar fréttir

Griezmann: Viðbrögð Atletico leiðinleg
Antoine Griezmann segir það leiðinlegt hvernig Atletico Madrid hafi brugðist við félagsskiptum hans yfir til Barcelona.

Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona
Barcelona hefur gengið frá kaupunum á Antoine Griezmann frá Atlético Madrid. Barcelona kaupir upp samning Griezmann við Atlético Madrid.