Óttast að erlendir hópferðabílstjórar fái lægri laun en íslenskir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. júlí 2019 10:38 Fréttablaðið/Jóhanna Vinnumálastofnun hefur fengið fjölda ábendinga um að erlend ferðaþjónustufyrirtæki starfi hér á landi án tilskilinna leyfa. Forstjóri stofnunarinnar óttast að hópferðabílstjórar sem aka um landið á vegum erlendra fyrirtækja fái lægri laun en íslenskir bílstjórar. Hún vill fá lögreglu á staðinn þegar grunur um brotastarfsemi kemur upp. Samtök aðila í ferðaþjónustu, SAF, skiluðu stjórnvöldum tillögum sínum í vor um aðgerðir til að koma í veg fyrir að erlend fyrirtæki kæmu hingað til lands án tilskilinna leyfa. Fram kom að ef stjórnvöld gripu ekki í taumana strax til að efla eftirlit með brotastarfsemi erlendra fyrirtækja hér á landi væri líklegt að mörg íslensk ferðaþjónustufyrirtæki myndu neyðast til að flytja starfsemi sína úr landi. Vinnumálastofnun fundaði með SAF í vor og í framhaldinu var ákveðið að fólk í ferðaþjónustu yrði hvatt til að senda stofnuninni ábendingar. Forstjórinn segist hafa fengið talsvert af slíkum ábendingum. „Það eru leiðsögumennirnir og hópferðabílarnir, þessar ábendingar snúa að þessu tvennu aðallega,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Það er langmest frá Suðurlandi enda er mesta umferðin þar.“Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vinnumálastofnun sér einnig um slíkt eftirlit og hefur orðið vör við brotastarfsemi. Unnur segir hins vegar að herða þurfi aðgerðir þegar slíkt kemur upp. „Það sem við myndum vilja sjá er að það væri hægt að grípa til einhverra aðgerða strax á staðnum með aðstoð lögreglu eða hvernig sem það yrði útfært, að það væri hreinlega hægt að stöðva þessa starfsemi á staðnum. Ég held að það væri árangursríkast,“ segir Unnur. Hún óttast að of mikið sé um að þeir sem aka hópferðabílum frá erlendum fyrirtækjum sé á mun lægri kjörum en íslenskir bílstjórar sem er ólöglegt. „Við óttumst það að kannski þeir sem eru að aka til dæmis hópferðabifreiðum og fá greitt heima hjá sér, við óttumst að þeir séu á öðrum kjörum en íslenskir hópferðabílstjórar,“ segir Unnur. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Vinnumálastofnun hefur fengið fjölda ábendinga um að erlend ferðaþjónustufyrirtæki starfi hér á landi án tilskilinna leyfa. Forstjóri stofnunarinnar óttast að hópferðabílstjórar sem aka um landið á vegum erlendra fyrirtækja fái lægri laun en íslenskir bílstjórar. Hún vill fá lögreglu á staðinn þegar grunur um brotastarfsemi kemur upp. Samtök aðila í ferðaþjónustu, SAF, skiluðu stjórnvöldum tillögum sínum í vor um aðgerðir til að koma í veg fyrir að erlend fyrirtæki kæmu hingað til lands án tilskilinna leyfa. Fram kom að ef stjórnvöld gripu ekki í taumana strax til að efla eftirlit með brotastarfsemi erlendra fyrirtækja hér á landi væri líklegt að mörg íslensk ferðaþjónustufyrirtæki myndu neyðast til að flytja starfsemi sína úr landi. Vinnumálastofnun fundaði með SAF í vor og í framhaldinu var ákveðið að fólk í ferðaþjónustu yrði hvatt til að senda stofnuninni ábendingar. Forstjórinn segist hafa fengið talsvert af slíkum ábendingum. „Það eru leiðsögumennirnir og hópferðabílarnir, þessar ábendingar snúa að þessu tvennu aðallega,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Það er langmest frá Suðurlandi enda er mesta umferðin þar.“Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vinnumálastofnun sér einnig um slíkt eftirlit og hefur orðið vör við brotastarfsemi. Unnur segir hins vegar að herða þurfi aðgerðir þegar slíkt kemur upp. „Það sem við myndum vilja sjá er að það væri hægt að grípa til einhverra aðgerða strax á staðnum með aðstoð lögreglu eða hvernig sem það yrði útfært, að það væri hreinlega hægt að stöðva þessa starfsemi á staðnum. Ég held að það væri árangursríkast,“ segir Unnur. Hún óttast að of mikið sé um að þeir sem aka hópferðabílum frá erlendum fyrirtækjum sé á mun lægri kjörum en íslenskir bílstjórar sem er ólöglegt. „Við óttumst það að kannski þeir sem eru að aka til dæmis hópferðabifreiðum og fá greitt heima hjá sér, við óttumst að þeir séu á öðrum kjörum en íslenskir hópferðabílstjórar,“ segir Unnur.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira