Flóð hafa hrakið milljónir frá heimilum sínum í Suður-Asíu Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2019 10:45 Þorspbúar í Assam-ríki á Indlandi róa í leit að skjóli. Vísir/EPA Fleiri en hundrað manns hafa látist og fjórar milljónir hafa þurft að flýja heimili sín í miklum flóðum á Indlandi, í Nepal og Bangladess. Búist er við því að þeim látnu og þeim sem þurfa að yfirgefa heimili sín eigi eftir að fjölga eftir því sem monsúnrigningar halda áfram í heimshlutanum. Árstíðabundnu monsúnrigningarnar eru nýhafnar og er gert ráð fyrir að þær eigi aðeins eftir að færast í aukana á næstu vikum. Að minnsta kosti 800 manns fórust í flóðum í monsúnrigningunum árið 2017. Flestir hafa þurft að flýja Assam- og Bihar-ríki á Indlandi. Í Assam hafa um 4,3 milljónir manna flúið heimili sín undanfarna tíu daga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Norðan landamæranna í Nepal hafa 64 farist og 31 er saknað. Margir þeirra látnu fórust í aurskriðum sem hrifu með sér hús. Í Bangladess hafa um 190.000 manns neyðst til að yfirgefa heimili sín. Sumarmonsúnrigningar standa yfirleitt frá því í júní og fram í september í Asíu. Þegar sumarið byrjar og meginlandið tekur að hitna meira en hafið í kring myndast lágþrýstisvæði yfir landinu sem sogar til sín rakt loft af Indlandshafi. Afleiðingin verður árstíðarbundin úrhellisúrkoma á Indlandi og Suðaustur-Asíu. Mörg ríki reiða sig á úrkomuna en henni fylgir þó einnig eyðilegging og mannfall. Vísbendingar eru um að hnattræn hlýnun af völdum manna geti gert monsúnrigningar enn ákafari en ella þar sem hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara. Bangladess Indland Nepal Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Fleiri en hundrað manns hafa látist og fjórar milljónir hafa þurft að flýja heimili sín í miklum flóðum á Indlandi, í Nepal og Bangladess. Búist er við því að þeim látnu og þeim sem þurfa að yfirgefa heimili sín eigi eftir að fjölga eftir því sem monsúnrigningar halda áfram í heimshlutanum. Árstíðabundnu monsúnrigningarnar eru nýhafnar og er gert ráð fyrir að þær eigi aðeins eftir að færast í aukana á næstu vikum. Að minnsta kosti 800 manns fórust í flóðum í monsúnrigningunum árið 2017. Flestir hafa þurft að flýja Assam- og Bihar-ríki á Indlandi. Í Assam hafa um 4,3 milljónir manna flúið heimili sín undanfarna tíu daga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Norðan landamæranna í Nepal hafa 64 farist og 31 er saknað. Margir þeirra látnu fórust í aurskriðum sem hrifu með sér hús. Í Bangladess hafa um 190.000 manns neyðst til að yfirgefa heimili sín. Sumarmonsúnrigningar standa yfirleitt frá því í júní og fram í september í Asíu. Þegar sumarið byrjar og meginlandið tekur að hitna meira en hafið í kring myndast lágþrýstisvæði yfir landinu sem sogar til sín rakt loft af Indlandshafi. Afleiðingin verður árstíðarbundin úrhellisúrkoma á Indlandi og Suðaustur-Asíu. Mörg ríki reiða sig á úrkomuna en henni fylgir þó einnig eyðilegging og mannfall. Vísbendingar eru um að hnattræn hlýnun af völdum manna geti gert monsúnrigningar enn ákafari en ella þar sem hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara.
Bangladess Indland Nepal Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira