Félagi Samherja stefnt vegna deilna um skip í Namibíu Kjartan Kjartansson skrifar 18. júlí 2019 12:30 Frá höfuðstöðvum Samherja. Fréttablaðið/Pjetur Fyrrverandi samstarfsfyrirtæki félags í eigu samstæðu Samherja í Namibíu hafa höfðað mál til að koma í veg fyrir sölu á fiskiskipi í sameiginlegri eigu þeirra. Innanhússlögmaður Samherja segir fréttir af málaferlunum í Namibíu fullar af rangfærslum. Sagt er frá því á namibíska fréttamiðlinum The Namibian að tvö þarlend útgerðarfélög hafi stefnt Esju Holding, félagi í samstæðu Samherja, og Heinaste Investments Namibia til að koma í veg fyrir að fiskiskipið Heinaste verði selt. Esja Holding á í félaginu Heinaste Investments Namibia í félagi við namibísku útgerðirnar. Esja Holding hefur átt í samstarfi við útgerðirnar um veiðar í Suður-Atlantshafi við Namibíu frá árinu 2013. Samstarfssamningur þeirra rann út um áramótin og verður ekki endurnýjaður. Arna McClure, innanhússlögmaður Samherja, staðfestir við Vísi að félögin hafi höfðað mál til að fresta boðuðum hluthafafundi þar sem fjalla átti um sölu á skipinu. Stefnan byggi á því að félögin tvö ætli sér að höfða frekari mál á næstu vikum. Í frétt namibíska miðilsins er fullyrt að deilur standi yfir um ógreitt lán vegna skipsins og að umfangsmikil spillingarrannsókn sé í gangi sem tengist umsvifum Esju Holding í Namibíu. „Þessar fréttir eru algerlega einhliða, uppfullar af rangfærslum. Það kemur náttúrulega í ljós þegar við leggjum fram okkar varnir. Þetta eru bara fullyrðingar þeirra og þær byggja ekki á neinum skjölum. Við munum að sjálfsögðu leggja fram skjöl sem styðja við okkar fullyrðingar,“ segir Arna við Vísi. Esja Holding á að skila greinargerð sinni til dómstólsins í Windhoek á mánudag. Spurð út í fullyrðingar um spillingarrannsókn sem tengist rekstrinum í Namibíu segir Arna að fyrirtækið hafi ekki fengið neinar upplýsingar um slíka rannsókn. Enginn frá yfirvöldum þar hafi sett sig í samband við félagið. Namibía Sjávarútvegur Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
Fyrrverandi samstarfsfyrirtæki félags í eigu samstæðu Samherja í Namibíu hafa höfðað mál til að koma í veg fyrir sölu á fiskiskipi í sameiginlegri eigu þeirra. Innanhússlögmaður Samherja segir fréttir af málaferlunum í Namibíu fullar af rangfærslum. Sagt er frá því á namibíska fréttamiðlinum The Namibian að tvö þarlend útgerðarfélög hafi stefnt Esju Holding, félagi í samstæðu Samherja, og Heinaste Investments Namibia til að koma í veg fyrir að fiskiskipið Heinaste verði selt. Esja Holding á í félaginu Heinaste Investments Namibia í félagi við namibísku útgerðirnar. Esja Holding hefur átt í samstarfi við útgerðirnar um veiðar í Suður-Atlantshafi við Namibíu frá árinu 2013. Samstarfssamningur þeirra rann út um áramótin og verður ekki endurnýjaður. Arna McClure, innanhússlögmaður Samherja, staðfestir við Vísi að félögin hafi höfðað mál til að fresta boðuðum hluthafafundi þar sem fjalla átti um sölu á skipinu. Stefnan byggi á því að félögin tvö ætli sér að höfða frekari mál á næstu vikum. Í frétt namibíska miðilsins er fullyrt að deilur standi yfir um ógreitt lán vegna skipsins og að umfangsmikil spillingarrannsókn sé í gangi sem tengist umsvifum Esju Holding í Namibíu. „Þessar fréttir eru algerlega einhliða, uppfullar af rangfærslum. Það kemur náttúrulega í ljós þegar við leggjum fram okkar varnir. Þetta eru bara fullyrðingar þeirra og þær byggja ekki á neinum skjölum. Við munum að sjálfsögðu leggja fram skjöl sem styðja við okkar fullyrðingar,“ segir Arna við Vísi. Esja Holding á að skila greinargerð sinni til dómstólsins í Windhoek á mánudag. Spurð út í fullyrðingar um spillingarrannsókn sem tengist rekstrinum í Namibíu segir Arna að fyrirtækið hafi ekki fengið neinar upplýsingar um slíka rannsókn. Enginn frá yfirvöldum þar hafi sett sig í samband við félagið.
Namibía Sjávarútvegur Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira