Félagi Samherja stefnt vegna deilna um skip í Namibíu Kjartan Kjartansson skrifar 18. júlí 2019 12:30 Frá höfuðstöðvum Samherja. Fréttablaðið/Pjetur Fyrrverandi samstarfsfyrirtæki félags í eigu samstæðu Samherja í Namibíu hafa höfðað mál til að koma í veg fyrir sölu á fiskiskipi í sameiginlegri eigu þeirra. Innanhússlögmaður Samherja segir fréttir af málaferlunum í Namibíu fullar af rangfærslum. Sagt er frá því á namibíska fréttamiðlinum The Namibian að tvö þarlend útgerðarfélög hafi stefnt Esju Holding, félagi í samstæðu Samherja, og Heinaste Investments Namibia til að koma í veg fyrir að fiskiskipið Heinaste verði selt. Esja Holding á í félaginu Heinaste Investments Namibia í félagi við namibísku útgerðirnar. Esja Holding hefur átt í samstarfi við útgerðirnar um veiðar í Suður-Atlantshafi við Namibíu frá árinu 2013. Samstarfssamningur þeirra rann út um áramótin og verður ekki endurnýjaður. Arna McClure, innanhússlögmaður Samherja, staðfestir við Vísi að félögin hafi höfðað mál til að fresta boðuðum hluthafafundi þar sem fjalla átti um sölu á skipinu. Stefnan byggi á því að félögin tvö ætli sér að höfða frekari mál á næstu vikum. Í frétt namibíska miðilsins er fullyrt að deilur standi yfir um ógreitt lán vegna skipsins og að umfangsmikil spillingarrannsókn sé í gangi sem tengist umsvifum Esju Holding í Namibíu. „Þessar fréttir eru algerlega einhliða, uppfullar af rangfærslum. Það kemur náttúrulega í ljós þegar við leggjum fram okkar varnir. Þetta eru bara fullyrðingar þeirra og þær byggja ekki á neinum skjölum. Við munum að sjálfsögðu leggja fram skjöl sem styðja við okkar fullyrðingar,“ segir Arna við Vísi. Esja Holding á að skila greinargerð sinni til dómstólsins í Windhoek á mánudag. Spurð út í fullyrðingar um spillingarrannsókn sem tengist rekstrinum í Namibíu segir Arna að fyrirtækið hafi ekki fengið neinar upplýsingar um slíka rannsókn. Enginn frá yfirvöldum þar hafi sett sig í samband við félagið. Namibía Sjávarútvegur Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Fyrrverandi samstarfsfyrirtæki félags í eigu samstæðu Samherja í Namibíu hafa höfðað mál til að koma í veg fyrir sölu á fiskiskipi í sameiginlegri eigu þeirra. Innanhússlögmaður Samherja segir fréttir af málaferlunum í Namibíu fullar af rangfærslum. Sagt er frá því á namibíska fréttamiðlinum The Namibian að tvö þarlend útgerðarfélög hafi stefnt Esju Holding, félagi í samstæðu Samherja, og Heinaste Investments Namibia til að koma í veg fyrir að fiskiskipið Heinaste verði selt. Esja Holding á í félaginu Heinaste Investments Namibia í félagi við namibísku útgerðirnar. Esja Holding hefur átt í samstarfi við útgerðirnar um veiðar í Suður-Atlantshafi við Namibíu frá árinu 2013. Samstarfssamningur þeirra rann út um áramótin og verður ekki endurnýjaður. Arna McClure, innanhússlögmaður Samherja, staðfestir við Vísi að félögin hafi höfðað mál til að fresta boðuðum hluthafafundi þar sem fjalla átti um sölu á skipinu. Stefnan byggi á því að félögin tvö ætli sér að höfða frekari mál á næstu vikum. Í frétt namibíska miðilsins er fullyrt að deilur standi yfir um ógreitt lán vegna skipsins og að umfangsmikil spillingarrannsókn sé í gangi sem tengist umsvifum Esju Holding í Namibíu. „Þessar fréttir eru algerlega einhliða, uppfullar af rangfærslum. Það kemur náttúrulega í ljós þegar við leggjum fram okkar varnir. Þetta eru bara fullyrðingar þeirra og þær byggja ekki á neinum skjölum. Við munum að sjálfsögðu leggja fram skjöl sem styðja við okkar fullyrðingar,“ segir Arna við Vísi. Esja Holding á að skila greinargerð sinni til dómstólsins í Windhoek á mánudag. Spurð út í fullyrðingar um spillingarrannsókn sem tengist rekstrinum í Namibíu segir Arna að fyrirtækið hafi ekki fengið neinar upplýsingar um slíka rannsókn. Enginn frá yfirvöldum þar hafi sett sig í samband við félagið.
Namibía Sjávarútvegur Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur