Efast um ágæti nýrrar rafmyntar Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 18. júlí 2019 12:52 Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands (t.v.), og Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, takast í hendur á G7-fundinum. Vísir/AP Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja og Bandaríkjanna hafa efasemdir um rafmyntina Libra sem samfélagsmiðlarisinn Libra hefur boðað. Ekki ætti að hleypa henni af stokkunum fyrr en tekið hefur verið á alvarlegum álitamálum um hvaða reglur ættu að gilda upp hana. Bandaríkjaþing hélt opinn fund um rafmyntir eins og Libra í vikunni og þær voru einnig á dagskrá fundar fjármálaráðherra G7-ríkjanna, sjö auðugustu iðnríkja heims, í Chantilly í Frakklandi, að sögn AP-fréttastofunnar. Áhyggjur hafa komið fram um að rafmyntir geti verið nýttar til peningaþvættis. Ráðherrarnir sammæltust um að rafmyntir sem eru bundnar raunverulegum gjaldmiðlum verði að standast ítrustu kröfur fjármálareglna til að koma í veg fyrir peningaþvætti eða að þær ógni stöðugleika fjármála- og bankakerfis heimsins. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og Bruno Le Maire, franski starfsbróðir hans, tóku sérstaklega fram að svara verði slíkum spurningum áður en slíkar rafmyntir eru teknar í notkun. Facebook hyggst binda Libra við hefðbundna gjaldmiðla til að gera myntina stöðugri en aðrar rafmyntir eins og Bitcoin. Markmiðið er að hægt verði að nýta Libra til að greiða fyrir vörur og þjónustu. Facebook Tengdar fréttir Telur ósennilegt að útgáfa sýndarfjár hirði völdin af seðlabönkum Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki sé tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þróun rafmynta eða sýndarfjár eins og Facebook Libra því undirliggjandi sýndarfénu séu alltaf viðurkenndir alþjóðlegir gjaldmiðlar. Fólk verði að geta skipt Libra á einhverjum tímapunkti í aðra gjaldmiðla. Það haldi umgjörð peningamála í reynd enn hjá seðlabönkum heimsins þótt tækniþróun sýndarfjár sé afar hröð. 27. júní 2019 23:30 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja og Bandaríkjanna hafa efasemdir um rafmyntina Libra sem samfélagsmiðlarisinn Libra hefur boðað. Ekki ætti að hleypa henni af stokkunum fyrr en tekið hefur verið á alvarlegum álitamálum um hvaða reglur ættu að gilda upp hana. Bandaríkjaþing hélt opinn fund um rafmyntir eins og Libra í vikunni og þær voru einnig á dagskrá fundar fjármálaráðherra G7-ríkjanna, sjö auðugustu iðnríkja heims, í Chantilly í Frakklandi, að sögn AP-fréttastofunnar. Áhyggjur hafa komið fram um að rafmyntir geti verið nýttar til peningaþvættis. Ráðherrarnir sammæltust um að rafmyntir sem eru bundnar raunverulegum gjaldmiðlum verði að standast ítrustu kröfur fjármálareglna til að koma í veg fyrir peningaþvætti eða að þær ógni stöðugleika fjármála- og bankakerfis heimsins. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og Bruno Le Maire, franski starfsbróðir hans, tóku sérstaklega fram að svara verði slíkum spurningum áður en slíkar rafmyntir eru teknar í notkun. Facebook hyggst binda Libra við hefðbundna gjaldmiðla til að gera myntina stöðugri en aðrar rafmyntir eins og Bitcoin. Markmiðið er að hægt verði að nýta Libra til að greiða fyrir vörur og þjónustu.
Facebook Tengdar fréttir Telur ósennilegt að útgáfa sýndarfjár hirði völdin af seðlabönkum Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki sé tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þróun rafmynta eða sýndarfjár eins og Facebook Libra því undirliggjandi sýndarfénu séu alltaf viðurkenndir alþjóðlegir gjaldmiðlar. Fólk verði að geta skipt Libra á einhverjum tímapunkti í aðra gjaldmiðla. Það haldi umgjörð peningamála í reynd enn hjá seðlabönkum heimsins þótt tækniþróun sýndarfjár sé afar hröð. 27. júní 2019 23:30 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Telur ósennilegt að útgáfa sýndarfjár hirði völdin af seðlabönkum Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki sé tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þróun rafmynta eða sýndarfjár eins og Facebook Libra því undirliggjandi sýndarfénu séu alltaf viðurkenndir alþjóðlegir gjaldmiðlar. Fólk verði að geta skipt Libra á einhverjum tímapunkti í aðra gjaldmiðla. Það haldi umgjörð peningamála í reynd enn hjá seðlabönkum heimsins þótt tækniþróun sýndarfjár sé afar hröð. 27. júní 2019 23:30