Starfsfólk íslensks hótels tók upp klámmyndband á vinnustaðnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2019 16:11 Húsið sem um ræðir. Skjáskot Austfirski staðarmiðillinn Austurfrétt fullyrðir að klámmyndband sem tekið var upp á íslensku hóteli hafi farið í dreifingu á vinsælli klámsíðu um stutta stund í lok síðasta mánaðar. Fólkið sem stóð að myndbandinu hafi verið starfsfólk hótelsins. Það hafi síðan verið látið fara vegna málsins. Lýsingar sem Austurfrétt vísar í eru á þá leið að myndbandið byrji á hefðbundnum náttúrulífsmyndum af Austurlandi. Því næst sjáist parið ganga nakið um skólabygginguna þar til það færir sig í ákveðið rými innan hússins þar sem fjörið hefst fyrir alvöru. Enginn sem til hússins þekki sé í efa um hvaða hús er að ræða. „Þetta er saklaust í byrjun, svo verður það sífellt blárra og loks aðeins dökkblátt,“ er haft eftir ónafngreindum Norðfirðingi. Í fréttinni kemur fram að um sé að ræða sumarhótelið The Cliff, sem rekið er í heimavistarhúsi Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað, af Hótel Hildibrand. Haft er eftir Hákoni Guðröðarsyni, hótelstjóra þar á bæ, að um leið og stjórnendur hótelsins hafi fengið veður af tilvist myndbandsins hafi þeir krafist þess að það yrði fjarlægt af vefnum og að gengið hafi verið frá starfslokum fólksins vegna málsins. Myndbandið hefur verið fjarlægt af vefnum, en þegar það var gert var myndbandið með nokkur þúsund áhorf. Hákon sagðist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig þegar eftir viðbrögðum hans var leitað. Hann væri búinn að segja allt sem hann vildi sagt hafa um málið. Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Austfirski staðarmiðillinn Austurfrétt fullyrðir að klámmyndband sem tekið var upp á íslensku hóteli hafi farið í dreifingu á vinsælli klámsíðu um stutta stund í lok síðasta mánaðar. Fólkið sem stóð að myndbandinu hafi verið starfsfólk hótelsins. Það hafi síðan verið látið fara vegna málsins. Lýsingar sem Austurfrétt vísar í eru á þá leið að myndbandið byrji á hefðbundnum náttúrulífsmyndum af Austurlandi. Því næst sjáist parið ganga nakið um skólabygginguna þar til það færir sig í ákveðið rými innan hússins þar sem fjörið hefst fyrir alvöru. Enginn sem til hússins þekki sé í efa um hvaða hús er að ræða. „Þetta er saklaust í byrjun, svo verður það sífellt blárra og loks aðeins dökkblátt,“ er haft eftir ónafngreindum Norðfirðingi. Í fréttinni kemur fram að um sé að ræða sumarhótelið The Cliff, sem rekið er í heimavistarhúsi Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað, af Hótel Hildibrand. Haft er eftir Hákoni Guðröðarsyni, hótelstjóra þar á bæ, að um leið og stjórnendur hótelsins hafi fengið veður af tilvist myndbandsins hafi þeir krafist þess að það yrði fjarlægt af vefnum og að gengið hafi verið frá starfslokum fólksins vegna málsins. Myndbandið hefur verið fjarlægt af vefnum, en þegar það var gert var myndbandið með nokkur þúsund áhorf. Hákon sagðist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig þegar eftir viðbrögðum hans var leitað. Hann væri búinn að segja allt sem hann vildi sagt hafa um málið.
Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira