Flestir styðja aukið eftirlit Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. júlí 2019 06:15 Mun fleiri eru hlynntir fleiri eftirlitsmyndavélum samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Mikill meirihluti vill fjölga eftirlitsmyndavélum um landið samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir framkvæmdu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is í síðustu viku. Samkvæmt könnuninni eru tæp sjötíu prósent hlynnt fjölgun eftirlitsmyndavéla. Þar af eru 30 prósent mjög hlynnt slíkri fjölgun en 36 prósent frekar hlynnt. Aðeins 12 prósent þeirra sem tóku afstöðu eru andvíg fjölgun eftirlitsmyndavéla. Þar af aðeins tæp fimm prósent mjög andvíg. Lögregluembættin og Neyðarlínan hafa átt í samstarfi við sveitarfélög víða um land um fjölgun eftirlitsmyndavéla undanfarið ár. „Lögreglan hefur komið með tillögur um staðsetningu eftirlitsmyndavéla í Reykjavík og það er í kostnaðarferli. Samkomulaginu um um öryggismyndavélarnar er þannig háttað að borgin kaupir vélarnar og útvegar ljósleiðarasamband, Neyðarlínan ber ábyrgð á uppsetningu og viðhaldi og lögreglan annast vöktun,“ segir Kristinn J. Ólafsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. „Ég skil þörfina fyrir öryggistilfinningu en mér finnst þetta ferli við fjölgun myndavéla þurfa að vera uppi á borðum. Við megum ekki vakna upp við vondan draum einn daginn þar sem yfirvöld geta fylgst með ferðum allra án þess það hafi verið rætt hvers konar umfang er eðlilegt í slíku eftirliti, segir Katrín Atladóttir borgarfulltrúi. Hún segir örar tæknibreytingar sífellt búa til ný álitamál um rafrænt eftirlit. Í könnun Zenter er lítill munur á afstöðu fólks eftir menntunarstigi og tekjum. Aldur hefur hins vegar áhrif á afstöðu fólks í þessum efnum og þátttakendur eru hlynntari fjölgun eftirlitsmyndavéla eftir því sem þeir eru eldri. Þá eru konur líklegri en karlar til að vilja fjölga eftirlitsmyndavélum en 75 prósent þeirra vilja slíka fjölgun en 60 prósent karla. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu, tekjum og menntun. Stuðningur við fjölgun eftirlitsmyndavéla er yfir 50 prósentum hjá stuðningsmönnum allra flokka nema Pírata. Þar eru 47 prósent hlynntir fjölgun eftirlitsmyndavéla. Meðal þeirra er andstaða einnig mest en 24 prósent þeirra eru andvígir fjölgun. Könnunin var gerð dagana 25.- 27. júní 2019. Hún var send á 2.000 manna könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 51 prósent og voru svörin vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Mikill meirihluti vill fjölga eftirlitsmyndavélum um landið samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir framkvæmdu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is í síðustu viku. Samkvæmt könnuninni eru tæp sjötíu prósent hlynnt fjölgun eftirlitsmyndavéla. Þar af eru 30 prósent mjög hlynnt slíkri fjölgun en 36 prósent frekar hlynnt. Aðeins 12 prósent þeirra sem tóku afstöðu eru andvíg fjölgun eftirlitsmyndavéla. Þar af aðeins tæp fimm prósent mjög andvíg. Lögregluembættin og Neyðarlínan hafa átt í samstarfi við sveitarfélög víða um land um fjölgun eftirlitsmyndavéla undanfarið ár. „Lögreglan hefur komið með tillögur um staðsetningu eftirlitsmyndavéla í Reykjavík og það er í kostnaðarferli. Samkomulaginu um um öryggismyndavélarnar er þannig háttað að borgin kaupir vélarnar og útvegar ljósleiðarasamband, Neyðarlínan ber ábyrgð á uppsetningu og viðhaldi og lögreglan annast vöktun,“ segir Kristinn J. Ólafsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. „Ég skil þörfina fyrir öryggistilfinningu en mér finnst þetta ferli við fjölgun myndavéla þurfa að vera uppi á borðum. Við megum ekki vakna upp við vondan draum einn daginn þar sem yfirvöld geta fylgst með ferðum allra án þess það hafi verið rætt hvers konar umfang er eðlilegt í slíku eftirliti, segir Katrín Atladóttir borgarfulltrúi. Hún segir örar tæknibreytingar sífellt búa til ný álitamál um rafrænt eftirlit. Í könnun Zenter er lítill munur á afstöðu fólks eftir menntunarstigi og tekjum. Aldur hefur hins vegar áhrif á afstöðu fólks í þessum efnum og þátttakendur eru hlynntari fjölgun eftirlitsmyndavéla eftir því sem þeir eru eldri. Þá eru konur líklegri en karlar til að vilja fjölga eftirlitsmyndavélum en 75 prósent þeirra vilja slíka fjölgun en 60 prósent karla. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu, tekjum og menntun. Stuðningur við fjölgun eftirlitsmyndavéla er yfir 50 prósentum hjá stuðningsmönnum allra flokka nema Pírata. Þar eru 47 prósent hlynntir fjölgun eftirlitsmyndavéla. Meðal þeirra er andstaða einnig mest en 24 prósent þeirra eru andvígir fjölgun. Könnunin var gerð dagana 25.- 27. júní 2019. Hún var send á 2.000 manna könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 51 prósent og voru svörin vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira