Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2019 11:14 Veiðin fór vel af stað í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Mynd: Veida.is Veiði hófst í gær í Afflinu og Þverá í Fljótshlíð og þrátt fyrir að þær séu ekki sérstaklega þekktar fyrir að fara snemma í gang er annað á teningnum þetta sumarið. Veiðin fór mjög vel af stað í báðum ánum og samkvæmt okkar heimildum var töluvert af laxi mættur í báðar árnar. Bæði Affallið og Þverá er haldið uppi af sleppingum á gönguseiðum en það hefur verið verulega bætt í magnið af seiðum sem er sleppt á hverju ári og það er greinilega að skila sér vel. Fyrsta vaktin í Þverá skilaði átta löxum á land og mest af því var vænn tveggja ára lax en þrátt fyrir að smálaxinn sé ekki farinn að mæta að neinu ráði í flestar ár landsins mátti vel merkja að hann er kominn í báðar árnar. Fysta vakt í Affallinu skilaði fjórum löxum á land og ljóst að þeir sem eru þar við bakkann núna hljóta að vera kampakátir með þetta. Mest lesið Allt varð vitlaust þegar hlýnaði við Norðurá Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Laxá í Kjós: Ellefu fallegir eins árs fiskar Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Algjört hrun í Andakílsá - 83 laxar veiddir Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði RISE kvikmyndahátíðin hefst 10. mars Veiði Lenti í eldgosi í miðri veiði Veiði
Veiði hófst í gær í Afflinu og Þverá í Fljótshlíð og þrátt fyrir að þær séu ekki sérstaklega þekktar fyrir að fara snemma í gang er annað á teningnum þetta sumarið. Veiðin fór mjög vel af stað í báðum ánum og samkvæmt okkar heimildum var töluvert af laxi mættur í báðar árnar. Bæði Affallið og Þverá er haldið uppi af sleppingum á gönguseiðum en það hefur verið verulega bætt í magnið af seiðum sem er sleppt á hverju ári og það er greinilega að skila sér vel. Fyrsta vaktin í Þverá skilaði átta löxum á land og mest af því var vænn tveggja ára lax en þrátt fyrir að smálaxinn sé ekki farinn að mæta að neinu ráði í flestar ár landsins mátti vel merkja að hann er kominn í báðar árnar. Fysta vakt í Affallinu skilaði fjórum löxum á land og ljóst að þeir sem eru þar við bakkann núna hljóta að vera kampakátir með þetta.
Mest lesið Allt varð vitlaust þegar hlýnaði við Norðurá Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Laxá í Kjós: Ellefu fallegir eins árs fiskar Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Algjört hrun í Andakílsá - 83 laxar veiddir Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði RISE kvikmyndahátíðin hefst 10. mars Veiði Lenti í eldgosi í miðri veiði Veiði