Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2019 11:14 Veiðin fór vel af stað í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Mynd: Veida.is Veiði hófst í gær í Afflinu og Þverá í Fljótshlíð og þrátt fyrir að þær séu ekki sérstaklega þekktar fyrir að fara snemma í gang er annað á teningnum þetta sumarið. Veiðin fór mjög vel af stað í báðum ánum og samkvæmt okkar heimildum var töluvert af laxi mættur í báðar árnar. Bæði Affallið og Þverá er haldið uppi af sleppingum á gönguseiðum en það hefur verið verulega bætt í magnið af seiðum sem er sleppt á hverju ári og það er greinilega að skila sér vel. Fyrsta vaktin í Þverá skilaði átta löxum á land og mest af því var vænn tveggja ára lax en þrátt fyrir að smálaxinn sé ekki farinn að mæta að neinu ráði í flestar ár landsins mátti vel merkja að hann er kominn í báðar árnar. Fysta vakt í Affallinu skilaði fjórum löxum á land og ljóst að þeir sem eru þar við bakkann núna hljóta að vera kampakátir með þetta. Mest lesið Fyrstu laxarnir eru mættir í Elliðaárnar Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Veiðitímabilið loksins farið í gang Veiði 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Fimm laxar yfir 100 sm í Laxá Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði
Veiði hófst í gær í Afflinu og Þverá í Fljótshlíð og þrátt fyrir að þær séu ekki sérstaklega þekktar fyrir að fara snemma í gang er annað á teningnum þetta sumarið. Veiðin fór mjög vel af stað í báðum ánum og samkvæmt okkar heimildum var töluvert af laxi mættur í báðar árnar. Bæði Affallið og Þverá er haldið uppi af sleppingum á gönguseiðum en það hefur verið verulega bætt í magnið af seiðum sem er sleppt á hverju ári og það er greinilega að skila sér vel. Fyrsta vaktin í Þverá skilaði átta löxum á land og mest af því var vænn tveggja ára lax en þrátt fyrir að smálaxinn sé ekki farinn að mæta að neinu ráði í flestar ár landsins mátti vel merkja að hann er kominn í báðar árnar. Fysta vakt í Affallinu skilaði fjórum löxum á land og ljóst að þeir sem eru þar við bakkann núna hljóta að vera kampakátir með þetta.
Mest lesið Fyrstu laxarnir eru mættir í Elliðaárnar Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Veiðitímabilið loksins farið í gang Veiði 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Fimm laxar yfir 100 sm í Laxá Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði