Óhollt mataræði lækkar sæðistöluna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. júlí 2019 08:15 Viðfangsefni rannsóknarinnar voru danskir hermenn á aldrinum 18 til 22 ára, á níu ára tímabili. Nordicphotos/AFP Nýlega gerðu vísindamenn við Háskóla Íslands, Harvard-háskóla og nokkra danska háskóla rannsókn á áhrifum mataræðis á sæðistölu karla. Niðurstöðurnar eru þær að óhollt mataræði veldur mun minni frjósemi en hjá þeim sem velja hollara mataræði. Einnig að sæðistala karlmanna á Vesturlöndum hefur lækkað um nærri 60 prósent undanfarna fjóra áratugi. Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, tók þátt í rannsókninni sem var nýlega birt. Helstu gögnin sem notuð voru við rannsóknina voru skýrslur sem notaðar eru til að meta hæfni Dana til herþjónustu; skýrslur um tæplega 2.400 heilbrigða karlmenn á aldrinum 18 til 22 ára frá árunum 2008 til 2017. Þórhallur segir: „Þessar skýrslur gefa mjög góða mynd af ástandinu. Oft þegar rannsóknir á frjósemi eru gerðar þá eru viðfangsefnin fólk sem er að leita sér hjálpar vegna ófrjósemi. En þessir menn vita ekki hvort þeir eru frjóir eða ekki. Við skráðum mataræðið hjá þeim og skoðuðum hvort það væru tengsl á milli þess og frjóseminnar.“ Mönnunum var skipt í fjóra flokka eftir mataræði. Í fyrsta lagi þá sem átu mjög feitan mat og sykraðan mat eins og skyndibita og orkudrykki. Annars vegar þá sem borðuðu mikinn fisk og hvítt kjöt. Í þriðja lagi svokallaðan smörrebröd-flokk sem borðaði mikið af köldu kjöti, fisk, korni og mjólkurafurðum og að lokum grænmetisætur. Þá voru gögn um sæðistölu notaðar við rannsóknina sem og greining á ýmsum kynhormónum. Vísindamennirnir sáu umtalsverðan mun á hópunum, sérstaklega þeim fyrsta og hinum þremur. Þeir sem borðuðu mikið af skyndibita voru með að meðaltali 25,6 milljón sæðisfrumum færri en þeir sem voru með hæstu töluna. Almenn viðmið um heilbrigða sæðistölu í hverju sáðláti eru 39 milljón frumur. Það voru hins vegar ekki grænmetisæturnar sem komu best út heldur þeir sem borðuðu mikinn fisk og hvítt kjöt. Smörrebröd-hópurinn kom næstverst út. „Það er vitað að þegar fólk er að glíma við skerta frjósemi þá hefur breytt mataræði og inntaka til dæmis fjölvítamína hjálpað til að laga ástandið. Mataræði er heldur ekki það eina sem hefur áhrif. Miklar hjólreiðar, reykingar, streita og fleira spilar inn í. Þegar ákveðinni hegðun er hætt þá eykst frjósemin að einhverju leyti,“ segir Þórhallur. Um það hvort óhollt mataræði geti valdið varanlegum skaða á frjósemi, segir hann: „Við vitum það ekki enn. Við höfum séð sæðistölu hækka eitthvað við breyttan lífsstíl en það getur verið að þetta geti haft áhrif til lengri tíma. Það krefst hins vegar frekari rannsókna. Það tekur sæðisfrumur vanalega um þrjá mánuði að þroskast.“ Spurður um hvað karlmaður þurfi að borða óhollt í langan tíma til að þessi áhrif komi fram svarar Þórhallur: „Þeir sem borða óhollt, dýrafitu, unnin kolvetni, sykur og slíkt, gera það yfirleitt að staðaldri. En ef menn myndu allt í einu taka upp á því að borða óhollt myndi það taka einn til þrjá mánuði að hafa áhrif á frjósemina.“ Frjósemi hefur verið minni á Vesturlöndum en í öðrum heimshlutum. Þórhallur telur að mataræðið geti verið einn þáttur í því. „Stærsti þátturinn er sá aldur þegar fólk á Vesturlöndum ákveður að eignast börn. En lífsstíll getur einnig útskýrt minni frjósemi,“ segir Þórhallur. Að sögn Þórhalls eru ýmsar kenningar um það af hverju sæðistala karlmanna á Vesturlöndum hefur farið lækkandi. „Til dæmis kenning um hormónatruflandi efni sem hefur frekar lítið staðið undir sér. Matur er hins vegar stór þáttur í lífi okkar allra og þar hefur töluverð breyting átt sér stað á undanförnum áratugum.“ Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Frjósemi Vísindi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Nýlega gerðu vísindamenn við Háskóla Íslands, Harvard-háskóla og nokkra danska háskóla rannsókn á áhrifum mataræðis á sæðistölu karla. Niðurstöðurnar eru þær að óhollt mataræði veldur mun minni frjósemi en hjá þeim sem velja hollara mataræði. Einnig að sæðistala karlmanna á Vesturlöndum hefur lækkað um nærri 60 prósent undanfarna fjóra áratugi. Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, tók þátt í rannsókninni sem var nýlega birt. Helstu gögnin sem notuð voru við rannsóknina voru skýrslur sem notaðar eru til að meta hæfni Dana til herþjónustu; skýrslur um tæplega 2.400 heilbrigða karlmenn á aldrinum 18 til 22 ára frá árunum 2008 til 2017. Þórhallur segir: „Þessar skýrslur gefa mjög góða mynd af ástandinu. Oft þegar rannsóknir á frjósemi eru gerðar þá eru viðfangsefnin fólk sem er að leita sér hjálpar vegna ófrjósemi. En þessir menn vita ekki hvort þeir eru frjóir eða ekki. Við skráðum mataræðið hjá þeim og skoðuðum hvort það væru tengsl á milli þess og frjóseminnar.“ Mönnunum var skipt í fjóra flokka eftir mataræði. Í fyrsta lagi þá sem átu mjög feitan mat og sykraðan mat eins og skyndibita og orkudrykki. Annars vegar þá sem borðuðu mikinn fisk og hvítt kjöt. Í þriðja lagi svokallaðan smörrebröd-flokk sem borðaði mikið af köldu kjöti, fisk, korni og mjólkurafurðum og að lokum grænmetisætur. Þá voru gögn um sæðistölu notaðar við rannsóknina sem og greining á ýmsum kynhormónum. Vísindamennirnir sáu umtalsverðan mun á hópunum, sérstaklega þeim fyrsta og hinum þremur. Þeir sem borðuðu mikið af skyndibita voru með að meðaltali 25,6 milljón sæðisfrumum færri en þeir sem voru með hæstu töluna. Almenn viðmið um heilbrigða sæðistölu í hverju sáðláti eru 39 milljón frumur. Það voru hins vegar ekki grænmetisæturnar sem komu best út heldur þeir sem borðuðu mikinn fisk og hvítt kjöt. Smörrebröd-hópurinn kom næstverst út. „Það er vitað að þegar fólk er að glíma við skerta frjósemi þá hefur breytt mataræði og inntaka til dæmis fjölvítamína hjálpað til að laga ástandið. Mataræði er heldur ekki það eina sem hefur áhrif. Miklar hjólreiðar, reykingar, streita og fleira spilar inn í. Þegar ákveðinni hegðun er hætt þá eykst frjósemin að einhverju leyti,“ segir Þórhallur. Um það hvort óhollt mataræði geti valdið varanlegum skaða á frjósemi, segir hann: „Við vitum það ekki enn. Við höfum séð sæðistölu hækka eitthvað við breyttan lífsstíl en það getur verið að þetta geti haft áhrif til lengri tíma. Það krefst hins vegar frekari rannsókna. Það tekur sæðisfrumur vanalega um þrjá mánuði að þroskast.“ Spurður um hvað karlmaður þurfi að borða óhollt í langan tíma til að þessi áhrif komi fram svarar Þórhallur: „Þeir sem borða óhollt, dýrafitu, unnin kolvetni, sykur og slíkt, gera það yfirleitt að staðaldri. En ef menn myndu allt í einu taka upp á því að borða óhollt myndi það taka einn til þrjá mánuði að hafa áhrif á frjósemina.“ Frjósemi hefur verið minni á Vesturlöndum en í öðrum heimshlutum. Þórhallur telur að mataræðið geti verið einn þáttur í því. „Stærsti þátturinn er sá aldur þegar fólk á Vesturlöndum ákveður að eignast börn. En lífsstíll getur einnig útskýrt minni frjósemi,“ segir Þórhallur. Að sögn Þórhalls eru ýmsar kenningar um það af hverju sæðistala karlmanna á Vesturlöndum hefur farið lækkandi. „Til dæmis kenning um hormónatruflandi efni sem hefur frekar lítið staðið undir sér. Matur er hins vegar stór þáttur í lífi okkar allra og þar hefur töluverð breyting átt sér stað á undanförnum áratugum.“
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Frjósemi Vísindi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira