Lið sem komist í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar verði örugg um sæti næsta tímabil Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. júlí 2019 14:30 Ajax heillaði marga með framgöngu sinni í Meistaradeildinni síðasta tímabil vísir/getty Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hugmyndir séu uppi á borðinu um að tryggja þeim liðum sem komast langt í Meistaradeild Evrópu sæti í keppninni næsta ár á eftir. Síðustu misseri hafa margar fréttir borist af hinum ýmsu tillögum um breytingar á keppnisfyrirkomulagi Meistaradeildarinnar. Meðal þeirra eru hugmyndir á borð við að breyta riðlakeppninni í fjóra riðla með átta liðum eða fjölga liðum með því að halda átta riðlum en hafa fimm eða sex lið í hverjum riðli. Í dag segir The Times hins vegar frá því að Ceferin hafi sagt frá þeirri hugmynd að tryggja liðum sem eiga eitt gott tímabil í Meistaradeildinni en ná kannski ekki að tryggja sæti sitt í keppninni á næsta tímabili í gegnum deildarkeppnina í heimalandinu, sæti í keppninni árið eftir. Í fréttinni eru 8-liða úrslitin nefnd sem punkturinn sem þyrfti að ná til þess að fá sæti næsta ár. „Við viljum vernda lið eins og Ajax núna á síðasta tímabili, eða Mónakó og Leicester City áður. Ajax spilaði í undanúrslitum á þessu ári og nú þurfa þeir að selja alla leikmennina sína því þeir vita ekki hvort þeir komist í Meistaradeildina á næsta tímabili,“ sagði Ceferin. Ajax varð hollenskur meistari í vor en hollenska deildin er ekki nógu hátt skrifuð á styrkleikalista UEFA til þess að meistararnir fái sæti beint í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þeir koma inn í þriðju umferð forkeppninnar, þá næst síðustu fyrir riðlakeppnina. „Ég held við ættum ekki að vernda of mörg félög, því þá verður keppnin of lokuð, en við verðum að vernda sum þeirra. Ein hugmynd er sú að þau lið sem ná ákveðið langt í keppninni fái sæti í riðlakeppninni næsta ár. En þetta er enn bara á viðræðustigi.“ Forráðamenn UEFA funda með forráðamönnum deilda og félaga innan sambandsins 11. september þar sem þessi hugmynd verður meðal mála á dagskránni. Þá segir Ceferin að UEFA sé einnig að skoða að setja á laggirnar Meistarar meistaranna leik landsliða á milli Evrópumeistaranna og Suður-Ameríkumeistaranna. Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham Sjá meira
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hugmyndir séu uppi á borðinu um að tryggja þeim liðum sem komast langt í Meistaradeild Evrópu sæti í keppninni næsta ár á eftir. Síðustu misseri hafa margar fréttir borist af hinum ýmsu tillögum um breytingar á keppnisfyrirkomulagi Meistaradeildarinnar. Meðal þeirra eru hugmyndir á borð við að breyta riðlakeppninni í fjóra riðla með átta liðum eða fjölga liðum með því að halda átta riðlum en hafa fimm eða sex lið í hverjum riðli. Í dag segir The Times hins vegar frá því að Ceferin hafi sagt frá þeirri hugmynd að tryggja liðum sem eiga eitt gott tímabil í Meistaradeildinni en ná kannski ekki að tryggja sæti sitt í keppninni á næsta tímabili í gegnum deildarkeppnina í heimalandinu, sæti í keppninni árið eftir. Í fréttinni eru 8-liða úrslitin nefnd sem punkturinn sem þyrfti að ná til þess að fá sæti næsta ár. „Við viljum vernda lið eins og Ajax núna á síðasta tímabili, eða Mónakó og Leicester City áður. Ajax spilaði í undanúrslitum á þessu ári og nú þurfa þeir að selja alla leikmennina sína því þeir vita ekki hvort þeir komist í Meistaradeildina á næsta tímabili,“ sagði Ceferin. Ajax varð hollenskur meistari í vor en hollenska deildin er ekki nógu hátt skrifuð á styrkleikalista UEFA til þess að meistararnir fái sæti beint í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þeir koma inn í þriðju umferð forkeppninnar, þá næst síðustu fyrir riðlakeppnina. „Ég held við ættum ekki að vernda of mörg félög, því þá verður keppnin of lokuð, en við verðum að vernda sum þeirra. Ein hugmynd er sú að þau lið sem ná ákveðið langt í keppninni fái sæti í riðlakeppninni næsta ár. En þetta er enn bara á viðræðustigi.“ Forráðamenn UEFA funda með forráðamönnum deilda og félaga innan sambandsins 11. september þar sem þessi hugmynd verður meðal mála á dagskránni. Þá segir Ceferin að UEFA sé einnig að skoða að setja á laggirnar Meistarar meistaranna leik landsliða á milli Evrópumeistaranna og Suður-Ameríkumeistaranna.
Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham Sjá meira