Atlético Madrid hefur gengið frá kaupunum á spænska framherjanum Álvaro Morata frá Chelsea.
Morata var lánaður til Atlético um mitt síðasta tímabil og gilti lánssamningurinn til loka tímabilsins 2019-20. Atlético hefur nú keypt Morata sem skoraði sex mörk í 15 deildarleikjum fyrir liðið á síðasta tímabili.
Chelsea keypti Morata frá Real Madrid sumarið 2017 fyrir 60 milljónir punda. Hann skoraði 24 mörk í 72 leikjum fyrir Chelsea.
Morata var á mála hjá Atlético þegar hann var unglingur en hóf ferilinn með erkifjendunum í Real Madrid. Hann lék svo með Juventus í tvö ár en sneri aftur til Real Madrid 2016.
Morata, sem er 26 ára, vann spænsku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu í tvígang með Real Madrid. Þá varð hann tvöfaldur meistari á Ítalíu bæði árin sín hjá Juventus og bikarmeistari með Chelsea í fyrra.
Atlético endaði í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Atlético Madrid kaupir Morata
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn


Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn

Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn



Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
