Segir kærum ætlað að tefja framkvæmdir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júlí 2019 14:26 Stöðvarhús Hvalárvirkjunar verður neðanjarðar. Inn á þessa mynd er búið að teikna aðkomubyggingu stöðvarhússins til hægri og fyrirhugaðan veg upp á heiðina. Vesturverk. Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum. Pétur Halldórsson, stjórnarmaður í Landvernd og Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi Vesturverks voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar var framkvæmd og undirbúningur Hvalárvirkjunar rædd. Skiptar skoðanir er um virkjunina og hafa meðal annars landeigendur kært framkvæmdarleyfið. „Það er verið að kæra framkvæmdarleyfið sem við fengum á vormánuðum, til þess að hefja undirbúning fyrir rannsóknir sem við viljum fara í næsta sumar. Kveikjan að þessum kærum eru auðvitað framkvæmdaleyfin en ekki ferðalög um fallega landið okkar. Jú þetta er rétt á meðan að þessar kærur eru í meðferð hjá úrskurðarnefndinni þá getum við bara haldið áfram okkar striki því það er enginn búin að stöðva okkur í því,“ sagði Birna Lárusdóttir hjá VesturVerki. Stjórnarmaður Landverndar, Pétur Halldórsson, segir að ýmsum spurningum hafi enn ekki verið svarað. „Í apríl síðastliðnum sendu Ungir Umhverfissinnar bréf til hreppsnefndar og spurði hvort þessi samanburður hefði verið gerður á mismunandi leiðum til þess að flytja rannsóknarbúnað. Það var vel áður en framkvæmdaleyfið var gefið út en þau hafa enn ekki svarað þessum spurningum,“ sagði Pétur. Birna telur kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdirnar. „Við teljum að þær séu á mjög hæpnum forsendum. Við teljum að nefndinni sé fátt annað stætt en að vísa þeim frá,“ segir Birna Þá segir hún virkjunina gríðarlega búbót fyrir svæðið. „Hvalárvirkjun mun reynast gríðarlega mikilvæg í því að tryggja sjálfbærni Vestfjarða í orkuöflun og orkuvinnslu,“ Sögðu Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi VesturVerks í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Tengdar fréttir Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. 25. júní 2019 12:21 VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Óverjandi að bíða ekki með framkvæmdirnar Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir óverjandi að VesturVerk skuli ekki hafa beðið með framkvæmdir í Hvalá. 4. júlí 2019 06:15 Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum. Pétur Halldórsson, stjórnarmaður í Landvernd og Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi Vesturverks voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar var framkvæmd og undirbúningur Hvalárvirkjunar rædd. Skiptar skoðanir er um virkjunina og hafa meðal annars landeigendur kært framkvæmdarleyfið. „Það er verið að kæra framkvæmdarleyfið sem við fengum á vormánuðum, til þess að hefja undirbúning fyrir rannsóknir sem við viljum fara í næsta sumar. Kveikjan að þessum kærum eru auðvitað framkvæmdaleyfin en ekki ferðalög um fallega landið okkar. Jú þetta er rétt á meðan að þessar kærur eru í meðferð hjá úrskurðarnefndinni þá getum við bara haldið áfram okkar striki því það er enginn búin að stöðva okkur í því,“ sagði Birna Lárusdóttir hjá VesturVerki. Stjórnarmaður Landverndar, Pétur Halldórsson, segir að ýmsum spurningum hafi enn ekki verið svarað. „Í apríl síðastliðnum sendu Ungir Umhverfissinnar bréf til hreppsnefndar og spurði hvort þessi samanburður hefði verið gerður á mismunandi leiðum til þess að flytja rannsóknarbúnað. Það var vel áður en framkvæmdaleyfið var gefið út en þau hafa enn ekki svarað þessum spurningum,“ sagði Pétur. Birna telur kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdirnar. „Við teljum að þær séu á mjög hæpnum forsendum. Við teljum að nefndinni sé fátt annað stætt en að vísa þeim frá,“ segir Birna Þá segir hún virkjunina gríðarlega búbót fyrir svæðið. „Hvalárvirkjun mun reynast gríðarlega mikilvæg í því að tryggja sjálfbærni Vestfjarða í orkuöflun og orkuvinnslu,“ Sögðu Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi VesturVerks í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Tengdar fréttir Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. 25. júní 2019 12:21 VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Óverjandi að bíða ekki með framkvæmdirnar Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir óverjandi að VesturVerk skuli ekki hafa beðið með framkvæmdir í Hvalá. 4. júlí 2019 06:15 Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. 25. júní 2019 12:21
VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00
Óverjandi að bíða ekki með framkvæmdirnar Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir óverjandi að VesturVerk skuli ekki hafa beðið með framkvæmdir í Hvalá. 4. júlí 2019 06:15
Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00