Messi var brjálaður út í dómarana eftir tap Argentínu í undanúrslitunum gegn Brasilíu og lét svo allt flakka eftir sigur liðsins gegn Síle í leiknum um bronsið í gær.
Þar fékk Messi að líta rauða spjaldið, í annað skiptið á ferlinum, en eftir leikinn tapaði hann sér algjörlega við fjölmiðla. Hann sakaði dómarana um spillingu.
Messi could face an international ban of up to 2 years for "unacceptable" corruption comments.https://t.co/mswWoxK4cgpic.twitter.com/PHqUhUj80I
— AS English (@English_AS) July 7, 2019
Spænska dagblaðið AS skrifar að í reglum suður-ameríska knattspyrnusambandsins kemur fram að niðrandi ummæli geta leitt til þess að menn fari í tveggja ára bann.
Verði þessi magnaði leikmaður sendur í leikbann í tvö ár mun hann bæði missa af Suður-Ameríku keppninni í Argentínu á næsta ári. Einnig mun hann missa af undankeppninni fyrir HM í Katar 2022.