Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2019 21:07 Samkvæmt gildandi aðalskipulagi á að sveigja Reykjanesbraut til suðurs fjær álverinu. Stöð 2/Einar Árnason. Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, en veglínan var þá færð suður fyrir álverið þegar til stóð að stækka ÍSAL. Vegagerðin vill núna halda núverandi vegstæði meðan Hafnarfjarðarbær leggur til millileið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Vinna stendur nú yfir við breikkun þriggja kílómetra kafla milli kirkjugarðsins í Hafnarfirði og Krýsuvíkurgatnamótanna. Breikkun þessa áfanga í gegnum Hafnarfjörð á að ljúka seint á næsta ári og það er því ekki seinna vænna en að fara að huga að næsta áfanga, framhjá Straumsvík. En þá vandast málið.Færa á Reykjanesbrautina suður fyrir álverið, samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Í gildandi aðalskipulagi frá árinu 2005 er gert ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði færð. Breytinguna má rekja til áforma sem þá voru uppi um stækkun álversins. ÍSAL keypti lóðina þar sem núverandi vegur liggur en jafnframt var samið um að brautin færðist sunnar í hraunið. En hvað vilja menn gera núna? „Það er ljóst að það er breytt staða, það segir sig sjálft, og við þurfum svo sannarlega að fara að huga að þessum skipulagsmálum því að tíminn líður,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Stöð 2/Einar Árnason.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni vill hún halda núverandi veglínu. En væri ekki einfaldast að tvöfalda núverandi veg í núverandi veglínu? „Nei, það er ekki inni í myndinni. Það er gert ráð fyrir því að þessi vegur fari og álverið keypti þessa lóð á sínum tíma. Þannig að það er ekki inni í myndinni. Og því er verið að reyna að leita að einhverri millileið,“ svarar Rósa. Hafnarfjarðarbær þreifaði á því fyrir fimm árum að hætta við færslu Reykjanesbrautar en féll frá því eftir ábendingu álversins um að slík breyting myndi standa í vegi hugsanlegrar stækkunar. Samkvæmt upplýsingum ÍSAL er þessi afstaða fyrirtækisins óbreytt þótt engin áform séu uppi um stækkun. Tillaga Hafnarfjarðarbæjar að millileið er að halda núverandi vegi en leggja einnig nýja veginn, en aðeins sem tvöfaldan en ekki fjórfaldan, og hafa síðan einstefnuakstur á hvorri braut.Tillaga Hafnarfjarðar er að nýja brautin verði lögð sem tvöföld, ekki fjórföld, og núverandi nýtt áfram, en báðar með einstefnu.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.„Þannig að það yrðu einstefnubrautir þarna á sitthvorum staðnum. Við teljum það bæði hagkvæmara fyrir alla aðila og líka mjög öruggt. Við erum þá komin með mjög góðan og öruggan kafla á milli á þessum vegarbút,“ segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hafnarfjörður Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, en veglínan var þá færð suður fyrir álverið þegar til stóð að stækka ÍSAL. Vegagerðin vill núna halda núverandi vegstæði meðan Hafnarfjarðarbær leggur til millileið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Vinna stendur nú yfir við breikkun þriggja kílómetra kafla milli kirkjugarðsins í Hafnarfirði og Krýsuvíkurgatnamótanna. Breikkun þessa áfanga í gegnum Hafnarfjörð á að ljúka seint á næsta ári og það er því ekki seinna vænna en að fara að huga að næsta áfanga, framhjá Straumsvík. En þá vandast málið.Færa á Reykjanesbrautina suður fyrir álverið, samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Í gildandi aðalskipulagi frá árinu 2005 er gert ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði færð. Breytinguna má rekja til áforma sem þá voru uppi um stækkun álversins. ÍSAL keypti lóðina þar sem núverandi vegur liggur en jafnframt var samið um að brautin færðist sunnar í hraunið. En hvað vilja menn gera núna? „Það er ljóst að það er breytt staða, það segir sig sjálft, og við þurfum svo sannarlega að fara að huga að þessum skipulagsmálum því að tíminn líður,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Stöð 2/Einar Árnason.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni vill hún halda núverandi veglínu. En væri ekki einfaldast að tvöfalda núverandi veg í núverandi veglínu? „Nei, það er ekki inni í myndinni. Það er gert ráð fyrir því að þessi vegur fari og álverið keypti þessa lóð á sínum tíma. Þannig að það er ekki inni í myndinni. Og því er verið að reyna að leita að einhverri millileið,“ svarar Rósa. Hafnarfjarðarbær þreifaði á því fyrir fimm árum að hætta við færslu Reykjanesbrautar en féll frá því eftir ábendingu álversins um að slík breyting myndi standa í vegi hugsanlegrar stækkunar. Samkvæmt upplýsingum ÍSAL er þessi afstaða fyrirtækisins óbreytt þótt engin áform séu uppi um stækkun. Tillaga Hafnarfjarðarbæjar að millileið er að halda núverandi vegi en leggja einnig nýja veginn, en aðeins sem tvöfaldan en ekki fjórfaldan, og hafa síðan einstefnuakstur á hvorri braut.Tillaga Hafnarfjarðar er að nýja brautin verði lögð sem tvöföld, ekki fjórföld, og núverandi nýtt áfram, en báðar með einstefnu.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.„Þannig að það yrðu einstefnubrautir þarna á sitthvorum staðnum. Við teljum það bæði hagkvæmara fyrir alla aðila og líka mjög öruggt. Við erum þá komin með mjög góðan og öruggan kafla á milli á þessum vegarbút,“ segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hafnarfjörður Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30
Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00