Netflix hækkar áskriftarverð Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. júní 2019 06:00 Verðhækkunin á að standa undir auknum umsvifum Netflix. Fréttablaðið/EPA Netflix hækkar mánaðarlegt áskriftarverð á tveimur verðflokkum af þremur frá og með morgundeginum og verður hækkunin innifalin í næsta gjalddaga áskrifenda. Áskrifendur hafa um þrjá verðflokka að velja, Basic, Standard og Premium, og tekur hækkunin til verðflokkanna Standard og Premium, en ekki Basic. Í þeim flokki verður verðið áfram óbreytt, 7,99 evrur á mánuði, eða sem nemur um það bil 1.134 krónum miðað við gengi dagsins. Mánaðarlegt gjald fyrir áskrift að verðflokknum Standard er nú 10,99 evrur og fer í 11,99 evrur sem er 9 prósenta hækkun og verður við gildistöku hækkunarinnar um 1.700 krónur á mánuði. Mánaðarlegt gjald fyrir áskrift að Premium, sem sýnir efni í háskerpu og leyfir tengingu við allt að fjóra viðtakendur hækkar um 14 prósent upp í 15,99 evrur, sem jafngildir 2.269 krónum. Hækkunina má rekja til aukinna umsvifa bandarísku efnisveitunnar en á undanförnum árum hefur Netflix ráðist í mjög kostnaðarsama framleiðslu á kvikmyndum og þáttaröðum sem njóta mikilla vinsælda um allan heim og verður haldið áfram á sömu braut. Auk kostnaðarsamrar framleiðslu hefur Netflix varið umtalsverðum fjárhæðum til tæknimála. Birtist í Fréttablaðinu Netflix Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Netflix hækkar mánaðarlegt áskriftarverð á tveimur verðflokkum af þremur frá og með morgundeginum og verður hækkunin innifalin í næsta gjalddaga áskrifenda. Áskrifendur hafa um þrjá verðflokka að velja, Basic, Standard og Premium, og tekur hækkunin til verðflokkanna Standard og Premium, en ekki Basic. Í þeim flokki verður verðið áfram óbreytt, 7,99 evrur á mánuði, eða sem nemur um það bil 1.134 krónum miðað við gengi dagsins. Mánaðarlegt gjald fyrir áskrift að verðflokknum Standard er nú 10,99 evrur og fer í 11,99 evrur sem er 9 prósenta hækkun og verður við gildistöku hækkunarinnar um 1.700 krónur á mánuði. Mánaðarlegt gjald fyrir áskrift að Premium, sem sýnir efni í háskerpu og leyfir tengingu við allt að fjóra viðtakendur hækkar um 14 prósent upp í 15,99 evrur, sem jafngildir 2.269 krónum. Hækkunina má rekja til aukinna umsvifa bandarísku efnisveitunnar en á undanförnum árum hefur Netflix ráðist í mjög kostnaðarsama framleiðslu á kvikmyndum og þáttaröðum sem njóta mikilla vinsælda um allan heim og verður haldið áfram á sömu braut. Auk kostnaðarsamrar framleiðslu hefur Netflix varið umtalsverðum fjárhæðum til tæknimála.
Birtist í Fréttablaðinu Netflix Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira