Jón Þór mun ræða við Cloe: „Hikum ekki við að velja hana ef svo ber undir“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. júní 2019 13:58 Jón Þór ásamt aðstoðarþjálfara sínum Ian Jeffs. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, ætlar sér að ræða við Cloe Lacasse nú þegar hún er komin með íslenskan ríkisborgararétt. Fótbolti.net greindi frá þessu í dag. Í gær var tillaga allsherjar- og menntamálanefndar um að veita 32 einstaklingum, þar á meðal Cloe Lacasse, íslenskan ríkisborgararétt samþykkt á Alþingi. Cloe, sem er frá Kanada, er því orðin íslenskur ríkisborgari og gjaldgeng í íslenska landsliðið. „Cloe er frábær leikmaður og hefur staðið sig frábærlega í Pepsi Max-deildinni í mörg ár. Hún hefur frábæra kosti sem fótboltamaður og kemur að sjálfsögðu greina í íslenska landsliðið eins og allir frábærir leikmenn,“ sagði Jón Þór í viðtali við Fótbolta.net í dag. „Hún kemur til greina í þau verkefni sem framundan eru. Ef við teljum að hún eigi erindi í okkar lið eða henti okkar leik þá hikum við ekki við að velja hana ef svo ber undir.“ Cloe hefur leikið á Íslandi frá því sumarið 2015, allan þann tíma með ÍBV. Hjá ÍBV lék Cloe undir stjórn Ian Jeffs, en hann er aðstoðarlandsliðsþjálfari í dag. Ísland hefur leik í undankeppni EM 2021 í haust og eru tveir leikir á móti Ungverjalandi og Slóvakíu á Laugardalsvelli næstu verkefni eftir æfingaleiki síðustu mánuði. Jón Þór hefur enn ekki rætt við Cloe, enda stutt síðan hún varð gjaldgeng í landsliðið. Hann stefnir þó á að hitta hana og ræða við hana. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Cloé komin með íslenskan ríkisborgararétt: „Sannarlega biðarinnar virði“ Cloé Lacasse er komin með íslenska ríkisborgararétt og því orðin lögleg með landsliðinu. 20. júní 2019 12:00 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, ætlar sér að ræða við Cloe Lacasse nú þegar hún er komin með íslenskan ríkisborgararétt. Fótbolti.net greindi frá þessu í dag. Í gær var tillaga allsherjar- og menntamálanefndar um að veita 32 einstaklingum, þar á meðal Cloe Lacasse, íslenskan ríkisborgararétt samþykkt á Alþingi. Cloe, sem er frá Kanada, er því orðin íslenskur ríkisborgari og gjaldgeng í íslenska landsliðið. „Cloe er frábær leikmaður og hefur staðið sig frábærlega í Pepsi Max-deildinni í mörg ár. Hún hefur frábæra kosti sem fótboltamaður og kemur að sjálfsögðu greina í íslenska landsliðið eins og allir frábærir leikmenn,“ sagði Jón Þór í viðtali við Fótbolta.net í dag. „Hún kemur til greina í þau verkefni sem framundan eru. Ef við teljum að hún eigi erindi í okkar lið eða henti okkar leik þá hikum við ekki við að velja hana ef svo ber undir.“ Cloe hefur leikið á Íslandi frá því sumarið 2015, allan þann tíma með ÍBV. Hjá ÍBV lék Cloe undir stjórn Ian Jeffs, en hann er aðstoðarlandsliðsþjálfari í dag. Ísland hefur leik í undankeppni EM 2021 í haust og eru tveir leikir á móti Ungverjalandi og Slóvakíu á Laugardalsvelli næstu verkefni eftir æfingaleiki síðustu mánuði. Jón Þór hefur enn ekki rætt við Cloe, enda stutt síðan hún varð gjaldgeng í landsliðið. Hann stefnir þó á að hitta hana og ræða við hana.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Cloé komin með íslenskan ríkisborgararétt: „Sannarlega biðarinnar virði“ Cloé Lacasse er komin með íslenska ríkisborgararétt og því orðin lögleg með landsliðinu. 20. júní 2019 12:00 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Cloé komin með íslenskan ríkisborgararétt: „Sannarlega biðarinnar virði“ Cloé Lacasse er komin með íslenska ríkisborgararétt og því orðin lögleg með landsliðinu. 20. júní 2019 12:00