Afar sérstakt að spila í þrumuveðri Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. júní 2019 14:00 Guðmundur Ágúst slær hér af teig í Grafarholtinu þar sem Íslandsmótið fer fram í ágúst. Mynd/GSÍmyndir.net/Seth Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem leikur fyrir hönd GR er næststigahæstur á Ecco Nordic Tour mótaröðinni, sterkustu mótaröð Skandinavíu í golfi, eftir að hafa unnið annað mót sitt á árinu á dögunum. Hann varð fyrr á þessu ári annar íslenski kylfingurinn sem nær að vinna mót á þessari mótaröð á eftir Axel Bóassyni og bætti við öðrum sigri á dögunum á PGA Championship / Ingelsta Kalkon, atvinnumótinu sem fór fram á Österlens-vellinum í Svíþjóð. Guðmundur er búinn að koma sér í vænlega stöðu í öðru sæti á stigalistanum þar sem fimm efstu kylfingarnir í lok tímabils öðlast þátttökurétt á Áskorendamótaröð Evrópu, næststerkustu mótaröð Evrópu, á næsta tímabili. Þá á hann annan möguleika á að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni fyrir næsta tímabil með því að vinna eitt mót til viðbótar í Skandinavíu. Guðmundur var á leiðinni aftur til Íslands í stutt stopp þegar Fréttablaðið náði á hann eftir annað mót þar sem hann náði sér ekki jafn vel á strik enda aðeins þrír dagar á milli móta. „Þetta er búið að ganga mjög vel til þessa á árinu, þessir tveir sigrar telja ansi mikið þegar kemur að stigalistanum og verðlaunafénu,“ segir Guðmundur sem hefur bætt högglengdina og það er að skila sér. „Það er minni stöðugleiki í spilamennskunni í ár en undanfarin ár en ég er að slá lengra. Ég hef unnið með þjálfaranum mínum, Arnari Má, sem á allt lof skilið fyrir vinnuna sína. Ég slæ talsvert lengra en í fyrra og á auðveldara með að stýra boltafluginu í vindinum sem gefur mér fleiri færi á fuglum,“ segir Guðmundur aðspurður út í muninn á milli ára. Ef Guðmundi tekst að vinna eitt mót til viðbótar getur hann fært sig yfir á Áskorendamótaröðina. „Það er ekki bara næsta tímabil, ef mér tekst að vinna eitt mót til viðbótar fæ ég þátttökurétt það sem eftir lifir tímabilsins ásamt því að komast ofar á forgangslistann fyrir mótin á næsta tímabili.“ Guðmundur Ágúst tók þátt í móti á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, á dögunum. „Þetta var annað mótið mitt á Evrópumótaröðinni og ég fann aftur strax að þetta var stigið sem maður vill vera á. Það er annar gæðastimpill þar.“ Undir lok mótsins sem Guðmundur vann á dögunum komu þrumur og eldingar þegar hann var að klára síðustu holuna. Hann deildi efsta sæti með Christian Bæch Christinsen í lok móts og voru þeir því sendir út í bráðabana til að skera úr um sigurvegara. Eftir bráðabanann kom hellidemba og völlurinn var á floti og var ákveðið að þeir yrðu úrskurðaðir sameiginlegir sigurvegarar. „Það var afar sérstakt, við spiluðum þrjár holur í bráðabana þegar það voru eldingar. Maður hélt að það yrði engin áhætta tekin og þetta var fullnálægt manni fyrir minn smekk,“ segir hann hlæjandi og heldur áfram: „Maður er svo sem vanur hinum ýmsu truflunum og það þurfti bara að ná upp einbeitingu þegar kom að höggunum þó að maður hafi orðið smeykur á milli högga. Þegar það var allt jafnt eftir bráðabanann kom steypiregn og völlurinn var á floti og þá var ákveðið að blása þetta af og úrskurðað að við ynnum báðir mótið.“ Íslandsmótið í höggleik fer fram í Grafarholtinu og segist hann stefna á að gera atlögu að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum á heimavellinum. „Það er á dagskránni að koma heim og taka þátt.“ Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem leikur fyrir hönd GR er næststigahæstur á Ecco Nordic Tour mótaröðinni, sterkustu mótaröð Skandinavíu í golfi, eftir að hafa unnið annað mót sitt á árinu á dögunum. Hann varð fyrr á þessu ári annar íslenski kylfingurinn sem nær að vinna mót á þessari mótaröð á eftir Axel Bóassyni og bætti við öðrum sigri á dögunum á PGA Championship / Ingelsta Kalkon, atvinnumótinu sem fór fram á Österlens-vellinum í Svíþjóð. Guðmundur er búinn að koma sér í vænlega stöðu í öðru sæti á stigalistanum þar sem fimm efstu kylfingarnir í lok tímabils öðlast þátttökurétt á Áskorendamótaröð Evrópu, næststerkustu mótaröð Evrópu, á næsta tímabili. Þá á hann annan möguleika á að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni fyrir næsta tímabil með því að vinna eitt mót til viðbótar í Skandinavíu. Guðmundur var á leiðinni aftur til Íslands í stutt stopp þegar Fréttablaðið náði á hann eftir annað mót þar sem hann náði sér ekki jafn vel á strik enda aðeins þrír dagar á milli móta. „Þetta er búið að ganga mjög vel til þessa á árinu, þessir tveir sigrar telja ansi mikið þegar kemur að stigalistanum og verðlaunafénu,“ segir Guðmundur sem hefur bætt högglengdina og það er að skila sér. „Það er minni stöðugleiki í spilamennskunni í ár en undanfarin ár en ég er að slá lengra. Ég hef unnið með þjálfaranum mínum, Arnari Má, sem á allt lof skilið fyrir vinnuna sína. Ég slæ talsvert lengra en í fyrra og á auðveldara með að stýra boltafluginu í vindinum sem gefur mér fleiri færi á fuglum,“ segir Guðmundur aðspurður út í muninn á milli ára. Ef Guðmundi tekst að vinna eitt mót til viðbótar getur hann fært sig yfir á Áskorendamótaröðina. „Það er ekki bara næsta tímabil, ef mér tekst að vinna eitt mót til viðbótar fæ ég þátttökurétt það sem eftir lifir tímabilsins ásamt því að komast ofar á forgangslistann fyrir mótin á næsta tímabili.“ Guðmundur Ágúst tók þátt í móti á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, á dögunum. „Þetta var annað mótið mitt á Evrópumótaröðinni og ég fann aftur strax að þetta var stigið sem maður vill vera á. Það er annar gæðastimpill þar.“ Undir lok mótsins sem Guðmundur vann á dögunum komu þrumur og eldingar þegar hann var að klára síðustu holuna. Hann deildi efsta sæti með Christian Bæch Christinsen í lok móts og voru þeir því sendir út í bráðabana til að skera úr um sigurvegara. Eftir bráðabanann kom hellidemba og völlurinn var á floti og var ákveðið að þeir yrðu úrskurðaðir sameiginlegir sigurvegarar. „Það var afar sérstakt, við spiluðum þrjár holur í bráðabana þegar það voru eldingar. Maður hélt að það yrði engin áhætta tekin og þetta var fullnálægt manni fyrir minn smekk,“ segir hann hlæjandi og heldur áfram: „Maður er svo sem vanur hinum ýmsu truflunum og það þurfti bara að ná upp einbeitingu þegar kom að höggunum þó að maður hafi orðið smeykur á milli högga. Þegar það var allt jafnt eftir bráðabanann kom steypiregn og völlurinn var á floti og þá var ákveðið að blása þetta af og úrskurðað að við ynnum báðir mótið.“ Íslandsmótið í höggleik fer fram í Grafarholtinu og segist hann stefna á að gera atlögu að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum á heimavellinum. „Það er á dagskránni að koma heim og taka þátt.“
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti