Sánchez skoraði aftur og meistararnir komnir áfram | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2019 09:00 Sánchez hefur skorað í báðum leikjum Síle í Suður-Ameríkukeppninni í ár. vísir/getty Alexis Sánchez tryggði Síle sigur á Ekvador í nótt og sæti í 8-liða úrslitum Suður-Ameríkukeppninnar. Lokatölur 1-2, Síle í vil. Sánchez, sem hefur átt afar erfitt uppdráttar síðan hann gekk í raðir Manchester United í ársbyrjun 2018, skoraði einnig í 4-0 sigri Síle á Japan í fyrsta leik liðsins í Suður-Ameríkukeppninni. Síle, sem vann Suður-Ameríkukeppnina 2015 og 2016, komst yfir á 8. mínútu með marki Jose Fuenzalida. Á 26. mínútu fékk Ekvador vítaspyrnu. Enner Valencia fór á punktinn og skoraði. Staðan var jöfn, 1-1, í hálfleik. Sánchez kom Síle aftur yfir á 51. mínútu. Þetta var 43. landsliðsmark hans. Ekvador var ekki líklegt til að jafna eftir mark Sánchez og ekki bætti úr skák að Gabriel Achilier fékk rautt spjald á 89. mínútu fyrir brot á Arturo Vidal. Síle mætir Úrúgvæ í lokaumferð riðlakeppninnar. Ekvador mætir Japan og verður að vinna og treysta á að önnur úrslit verði hagstæð til að komast í 8-liða úrslit. Mörkin úr leik Ekvadors og Síle má sjá hér fyrir neðan. Copa América
Alexis Sánchez tryggði Síle sigur á Ekvador í nótt og sæti í 8-liða úrslitum Suður-Ameríkukeppninnar. Lokatölur 1-2, Síle í vil. Sánchez, sem hefur átt afar erfitt uppdráttar síðan hann gekk í raðir Manchester United í ársbyrjun 2018, skoraði einnig í 4-0 sigri Síle á Japan í fyrsta leik liðsins í Suður-Ameríkukeppninni. Síle, sem vann Suður-Ameríkukeppnina 2015 og 2016, komst yfir á 8. mínútu með marki Jose Fuenzalida. Á 26. mínútu fékk Ekvador vítaspyrnu. Enner Valencia fór á punktinn og skoraði. Staðan var jöfn, 1-1, í hálfleik. Sánchez kom Síle aftur yfir á 51. mínútu. Þetta var 43. landsliðsmark hans. Ekvador var ekki líklegt til að jafna eftir mark Sánchez og ekki bætti úr skák að Gabriel Achilier fékk rautt spjald á 89. mínútu fyrir brot á Arturo Vidal. Síle mætir Úrúgvæ í lokaumferð riðlakeppninnar. Ekvador mætir Japan og verður að vinna og treysta á að önnur úrslit verði hagstæð til að komast í 8-liða úrslit. Mörkin úr leik Ekvadors og Síle má sjá hér fyrir neðan.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti