Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. júní 2019 18:30 Þeir kalla sig Giljagaura, þeir Þráinn Sigurðsson og Samúel Alexandersson, eigendur Zip-line. stöð 2 Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. Um leið er þetta söguganga um eldstöðina Kötlu. Sýnt var frá línubruni í fréttum Stöðvar 2. Katla gnæfir ægifögur en um leið ógnandi yfir byggðinni, en núna má fræðast um hana í óvenjulegum tveggja stunda leiðangri. Þetta er einskonar ævintýraför um fagra náttúru og hamfarasöguna en milli áningarstaða renna ferðamenn sér í línu yfir Grafargil ofan Víkur á nokkrum stöðum. Lengsta línan er 240 metra löng og sú næstlengsta 120 metra löng.Dæturnar Arnfríður Mára Þráinsdóttir og Katla Þöll Þráinsdóttir með móður sinni, Æsu Guðrúnardóttur, eiganda Zip-line.stöð 2Þau sem stofnuðu fyrirtækið Zip-line um starfsemina kalla þetta Giljagleði, þau Þráinn Sigurðsson, Æsa Guðrúnardóttir, Áslaug Rán Einarsdóttir og Samúel Alexandersson. Línubrunið kom sem viðbót við svifvængjaflug, sem þau hófu saman fyrir fimm árum í fyrirtækinu True Adventures. „Þetta náttúrlega snerist upphaflega um að skapa sér atvinnu og svo núna að gera eitthvað sem manni finnst gaman,“ segir Þráinn en þau Æsa hófu rekstur farfuglaheimilis í Vík fyrir nítján árum.En hvernig gengur að lifa á línubruni? „Það er allavega allt að verða betra og betra. Við byrjuðum 2017, seint um sumarið, og svo í fyrra gekk nokkuð vel. Og svo stefnir í að þetta sé bara ennþá betra í ár heldur en í fyrra,“ segir Samúel. Viðskiptavinir eru einkum erlendir ferðamenn. Þau hafa einnig verið að fá íslenska skólahópa og fyrirtækjahópa í hvataferðum en starfsemin er einnig yfir vetrartímann.Landslagið er fallegt þar sem línubrunið fer fram.stöð 2„Við förum þá bara á mannbroddum og rennum okkur inn í skaflana hérna. Það er opið allt árið í zip-line,“ segir Þráinn. Æsa Guðrúnardóttir er í hópi eigenda og núna kynnir hún dætrum sínum gilið sem var leikvöllur æskuáranna. „Mér þykir sérstaklega vænt um þetta gil því við erum fjórar æskuvinkonur sem eigum hérna leynihelli. Kíktum í hann núna um daginn. Þannig að það er mjög skemmtilegt að koma og leika sér aftur hér, - eftir nokkurra ára pásu. Þá get ég tek þær með í þennan leik,“ segir Æsa og bendir á dæturnar Kötlu Þöll og Arnfríði Máru Þráinsdætur. Samúel segir ferðamenn ánægða með upplifunina. „Þetta er náttúrlega skemmtilegur göngutúr að fara hérna niður. Það er náttúrlega magnað að vera með Kötlu og Mýrdalsjökul bara rétt fyrir aftan okkur. Og allar sögurnar í kringum það og áhrif eldgosa í gegnum tíðina. Svo er náttúrlega ekki leiðinlegt að bruna yfir líka á vírnum.“Hér að neðan má sjá fréttina eins og hún birtist í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. Um leið er þetta söguganga um eldstöðina Kötlu. Sýnt var frá línubruni í fréttum Stöðvar 2. Katla gnæfir ægifögur en um leið ógnandi yfir byggðinni, en núna má fræðast um hana í óvenjulegum tveggja stunda leiðangri. Þetta er einskonar ævintýraför um fagra náttúru og hamfarasöguna en milli áningarstaða renna ferðamenn sér í línu yfir Grafargil ofan Víkur á nokkrum stöðum. Lengsta línan er 240 metra löng og sú næstlengsta 120 metra löng.Dæturnar Arnfríður Mára Þráinsdóttir og Katla Þöll Þráinsdóttir með móður sinni, Æsu Guðrúnardóttur, eiganda Zip-line.stöð 2Þau sem stofnuðu fyrirtækið Zip-line um starfsemina kalla þetta Giljagleði, þau Þráinn Sigurðsson, Æsa Guðrúnardóttir, Áslaug Rán Einarsdóttir og Samúel Alexandersson. Línubrunið kom sem viðbót við svifvængjaflug, sem þau hófu saman fyrir fimm árum í fyrirtækinu True Adventures. „Þetta náttúrlega snerist upphaflega um að skapa sér atvinnu og svo núna að gera eitthvað sem manni finnst gaman,“ segir Þráinn en þau Æsa hófu rekstur farfuglaheimilis í Vík fyrir nítján árum.En hvernig gengur að lifa á línubruni? „Það er allavega allt að verða betra og betra. Við byrjuðum 2017, seint um sumarið, og svo í fyrra gekk nokkuð vel. Og svo stefnir í að þetta sé bara ennþá betra í ár heldur en í fyrra,“ segir Samúel. Viðskiptavinir eru einkum erlendir ferðamenn. Þau hafa einnig verið að fá íslenska skólahópa og fyrirtækjahópa í hvataferðum en starfsemin er einnig yfir vetrartímann.Landslagið er fallegt þar sem línubrunið fer fram.stöð 2„Við förum þá bara á mannbroddum og rennum okkur inn í skaflana hérna. Það er opið allt árið í zip-line,“ segir Þráinn. Æsa Guðrúnardóttir er í hópi eigenda og núna kynnir hún dætrum sínum gilið sem var leikvöllur æskuáranna. „Mér þykir sérstaklega vænt um þetta gil því við erum fjórar æskuvinkonur sem eigum hérna leynihelli. Kíktum í hann núna um daginn. Þannig að það er mjög skemmtilegt að koma og leika sér aftur hér, - eftir nokkurra ára pásu. Þá get ég tek þær með í þennan leik,“ segir Æsa og bendir á dæturnar Kötlu Þöll og Arnfríði Máru Þráinsdætur. Samúel segir ferðamenn ánægða með upplifunina. „Þetta er náttúrlega skemmtilegur göngutúr að fara hérna niður. Það er náttúrlega magnað að vera með Kötlu og Mýrdalsjökul bara rétt fyrir aftan okkur. Og allar sögurnar í kringum það og áhrif eldgosa í gegnum tíðina. Svo er náttúrlega ekki leiðinlegt að bruna yfir líka á vírnum.“Hér að neðan má sjá fréttina eins og hún birtist í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“