Evrópskir nashyrningar snúa aftur til heimahaganna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2019 16:05 Nashyrningarnir koma í þjóðgarðinn á miðnætti í kvöld. getty/Frédéric Soltan Fimm svartir nashyrningar eru nú á leið frá Evrópu, þar sem þeir hafa lifað í búrum allt sitt líf, til þjóðgarðs í Rúanda. Tegund svartra nashyrninga er í útrýmingarhættu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Verið er að flytja dýrin um 6.000 km. Leið í dag, sem er lengsta leið sem farin hefur verið með nashyrninga frá Evrópu til Afríku en þessi flutningur hefur verið í undirbúningi í nokkur ár. Minna en 5.000 villtir svartir nashyrningar og aðeins 1.000 austur-svartir nashyrningar eru eftir í Afríku og stendur að þeim ógn af veiðiþjófum. Þrjú kvendýr og tvö karldýr nashyrningsins, sem eru á aldrinum tveggja til níu ára, voru valin til að flytja til þjóðgarðsins Akagera. Öll fimm dýrin voru fædd og ræktuð í Evrópu og hafa verið í haldi allt þeirra líf. Jasiri, Jasmina og Manny fæddust í safarí garðinum Safari Park Dvur Kralove í Tékklandi, Mandela er frá Ree Park safarí garðinum í Danmörku og Olmoti er frá Flamingo landi á Bretlandi. Þau hafa verið gefin þróunarstjórn Rúanda í von um að fjölga svörtum nashyrningum í austur Afríku. Fimmmenningarnir voru fyrst fluttir í Dvur Kralove safarí garðinn í Tékklandi til að þjálfa þau í því að lifa úti í náttúrunni. Þau hafa einnig gengist undir margra mánaða þjálfun til að undirbúa þau fyrir 30 klst. ferðalagið frá Evrópu til Afríku og mun þeim vera fylgt og fylgst með þeim af reyndum dýragarðsvörðum og dýralæknum. Jes Gruner, yfirþjóðgarðsvörður í Akagera þjóðgarðinum, sagði í samtali við fréttastofu Sky að það hafi tekið nokkur ár að finna réttu dýrin en þau hafa verið í haldi í Tékklandi síðan í nóvember í fyrra. „Þau hafa verið í búrum í Evrópu,“ sagði hann. „Nú eru þau orðin vön búrunum sem þau verða flutt í og hafa vanist umferðarhljóðunum og þegar þau koma hingað á miðnætti ætlum við að sleppa þeim hægt og rólega.“ „Það mun taka þau nokkra mánuði áður en þau verða orðin vön nýju umhverfi.“ Premysl Rabar, safarígarðsstjóri í Dvur Kralove, sagði: „Lokaskrefið verður að sleppa þeim á norðurhluta þjóðgarðsins þar sem þau munu vera frjáls.“ Akagera þjóðgarðurinn hefur nánast útrýmt veiðiþjófnaði á svæðinu undanfarin ár og hefur hjálpað nokkrum tegundum að endurtengjast afrískri náttúru, þar á meðal ljónum árið 2015 en þau eru orðin þrefalt fleiri síðan. Árið 2017 voru 18 nashyrningar fluttir í garðinn. Fylgst verður með nashyrningunum fimm á meðan þau venjast nýjum heimkynnum sínum og búist er við að þau verði jákvæð viðbót við vistkerfið á svæðinu. Dýr Rúanda Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Fimm svartir nashyrningar eru nú á leið frá Evrópu, þar sem þeir hafa lifað í búrum allt sitt líf, til þjóðgarðs í Rúanda. Tegund svartra nashyrninga er í útrýmingarhættu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Verið er að flytja dýrin um 6.000 km. Leið í dag, sem er lengsta leið sem farin hefur verið með nashyrninga frá Evrópu til Afríku en þessi flutningur hefur verið í undirbúningi í nokkur ár. Minna en 5.000 villtir svartir nashyrningar og aðeins 1.000 austur-svartir nashyrningar eru eftir í Afríku og stendur að þeim ógn af veiðiþjófum. Þrjú kvendýr og tvö karldýr nashyrningsins, sem eru á aldrinum tveggja til níu ára, voru valin til að flytja til þjóðgarðsins Akagera. Öll fimm dýrin voru fædd og ræktuð í Evrópu og hafa verið í haldi allt þeirra líf. Jasiri, Jasmina og Manny fæddust í safarí garðinum Safari Park Dvur Kralove í Tékklandi, Mandela er frá Ree Park safarí garðinum í Danmörku og Olmoti er frá Flamingo landi á Bretlandi. Þau hafa verið gefin þróunarstjórn Rúanda í von um að fjölga svörtum nashyrningum í austur Afríku. Fimmmenningarnir voru fyrst fluttir í Dvur Kralove safarí garðinn í Tékklandi til að þjálfa þau í því að lifa úti í náttúrunni. Þau hafa einnig gengist undir margra mánaða þjálfun til að undirbúa þau fyrir 30 klst. ferðalagið frá Evrópu til Afríku og mun þeim vera fylgt og fylgst með þeim af reyndum dýragarðsvörðum og dýralæknum. Jes Gruner, yfirþjóðgarðsvörður í Akagera þjóðgarðinum, sagði í samtali við fréttastofu Sky að það hafi tekið nokkur ár að finna réttu dýrin en þau hafa verið í haldi í Tékklandi síðan í nóvember í fyrra. „Þau hafa verið í búrum í Evrópu,“ sagði hann. „Nú eru þau orðin vön búrunum sem þau verða flutt í og hafa vanist umferðarhljóðunum og þegar þau koma hingað á miðnætti ætlum við að sleppa þeim hægt og rólega.“ „Það mun taka þau nokkra mánuði áður en þau verða orðin vön nýju umhverfi.“ Premysl Rabar, safarígarðsstjóri í Dvur Kralove, sagði: „Lokaskrefið verður að sleppa þeim á norðurhluta þjóðgarðsins þar sem þau munu vera frjáls.“ Akagera þjóðgarðurinn hefur nánast útrýmt veiðiþjófnaði á svæðinu undanfarin ár og hefur hjálpað nokkrum tegundum að endurtengjast afrískri náttúru, þar á meðal ljónum árið 2015 en þau eru orðin þrefalt fleiri síðan. Árið 2017 voru 18 nashyrningar fluttir í garðinn. Fylgst verður með nashyrningunum fimm á meðan þau venjast nýjum heimkynnum sínum og búist er við að þau verði jákvæð viðbót við vistkerfið á svæðinu.
Dýr Rúanda Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira