Kamerúnar æfir og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2019 18:21 Leikmenn Kamerún tóku sér langan tíma í að mótmæla. vísir/getty Leikur Englands og Kamerún í 16-liða úrslitum HM kvenna í dag var skrautlegur í meira lagi. Englendingar unnu 3-0 og eru komnir í 8-liða úrslit. Kamerúnar urðu æfir eftir að mark Ellenar White í uppbótartíma fyrri hálfleiks var dæmt gilt. Upphaflega var markið dæmt af vegna rangstöðu en eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi var dómnum breytt enda var White greinilega réttstæð. Leikmönnum Kamerún fannst þeir hins vegar beittir miklu óréttlæti. Þeir söfnuðust saman á miðjum vellinum og virtust neita að halda leik áfram. Kamerún fékkst þó loks til að taka miðjuna og leikurinn gat haldið áfram. Skömmu síðar var flautað til hálfleiks. Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla voru leikmenn Kamerún í miklu uppnámi í hálfleiknum, sumir grétu og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma.Ajara Nchout var miður sín eftir að mark var dæmt af henni í upphafi seinni hálfleiks.vísir/gettyEkki léttist lund Kamerúna eftir að mark var dæmt af Ajöru Nchout í upphafi seinni hálfleiks eftir að atvikið hafði verið skoðað á myndbandi. Nchout var allri lokið og aftur varð langt hlé á leiknum vegna mótmæla Kamerúna. Undir lok leiksins átti England að fá vítaspyrnu en dómarinn, Liang Qin frá Kína, dæmdi ekkert, líklega af ótta við aðra uppákomu. Skömmu síðar braut Alexandra Takounda Engolo illa á fyrirliða Englands, Steph Houghton, en fékk bara gult spjald. Kamerúnar voru heppnir að klára leikinn með ellefu leikmenn en í fyrri hálfleik sló Yvonne Leuko Nikitu Parris í andlitið og svo virtist sem hrækt hafi verið á Toni Duggan. Eftir leikinn sagðist Phil Neville, þjálfari Englendinga, ekki hafa neina samúð með Kamerúnum og fordæmdi framkomu þeirra. „Þetta var ekki fótbolti. Það var leiðinlegt að sjá þetta. Ég vorkenni þeim ekkert en held að dómarinn hafi gert það. Við hefðum átt að fá víti og leikmaður þeirra rautt spjald,“ sagði Neville. Hans lið mætir Noregi í 8-liða úrslitunum. HM 2019 í Frakklandi Kamerún Tengdar fréttir Allt brjálað þegar Englendingar komust í 8-liða úrslit England vann Kamerún, 3-0, í skrautlegum leik í 16-liða úrslitum HM kvenna. 23. júní 2019 17:30 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira
Leikur Englands og Kamerún í 16-liða úrslitum HM kvenna í dag var skrautlegur í meira lagi. Englendingar unnu 3-0 og eru komnir í 8-liða úrslit. Kamerúnar urðu æfir eftir að mark Ellenar White í uppbótartíma fyrri hálfleiks var dæmt gilt. Upphaflega var markið dæmt af vegna rangstöðu en eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi var dómnum breytt enda var White greinilega réttstæð. Leikmönnum Kamerún fannst þeir hins vegar beittir miklu óréttlæti. Þeir söfnuðust saman á miðjum vellinum og virtust neita að halda leik áfram. Kamerún fékkst þó loks til að taka miðjuna og leikurinn gat haldið áfram. Skömmu síðar var flautað til hálfleiks. Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla voru leikmenn Kamerún í miklu uppnámi í hálfleiknum, sumir grétu og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma.Ajara Nchout var miður sín eftir að mark var dæmt af henni í upphafi seinni hálfleiks.vísir/gettyEkki léttist lund Kamerúna eftir að mark var dæmt af Ajöru Nchout í upphafi seinni hálfleiks eftir að atvikið hafði verið skoðað á myndbandi. Nchout var allri lokið og aftur varð langt hlé á leiknum vegna mótmæla Kamerúna. Undir lok leiksins átti England að fá vítaspyrnu en dómarinn, Liang Qin frá Kína, dæmdi ekkert, líklega af ótta við aðra uppákomu. Skömmu síðar braut Alexandra Takounda Engolo illa á fyrirliða Englands, Steph Houghton, en fékk bara gult spjald. Kamerúnar voru heppnir að klára leikinn með ellefu leikmenn en í fyrri hálfleik sló Yvonne Leuko Nikitu Parris í andlitið og svo virtist sem hrækt hafi verið á Toni Duggan. Eftir leikinn sagðist Phil Neville, þjálfari Englendinga, ekki hafa neina samúð með Kamerúnum og fordæmdi framkomu þeirra. „Þetta var ekki fótbolti. Það var leiðinlegt að sjá þetta. Ég vorkenni þeim ekkert en held að dómarinn hafi gert það. Við hefðum átt að fá víti og leikmaður þeirra rautt spjald,“ sagði Neville. Hans lið mætir Noregi í 8-liða úrslitunum.
HM 2019 í Frakklandi Kamerún Tengdar fréttir Allt brjálað þegar Englendingar komust í 8-liða úrslit England vann Kamerún, 3-0, í skrautlegum leik í 16-liða úrslitum HM kvenna. 23. júní 2019 17:30 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira
Allt brjálað þegar Englendingar komust í 8-liða úrslit England vann Kamerún, 3-0, í skrautlegum leik í 16-liða úrslitum HM kvenna. 23. júní 2019 17:30