Fjölskylda Jóns Þrastar biðlar enn til almennings: „Einhver sá eitthvað“ Sylvía Hall skrifar 25. júní 2019 17:58 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. Fjölskylda Jóns Þrastar hefur ekki gefið upp alla von og biðlar til almennings um upplýsingar. Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar, og Daníel Örn Wiium yngri bróðir hans, voru viðmælendur í þættinum Crimecall í gærkvöldi. Þau segja undanfarna mánuði hafa verið erfiða en halda enn í vonina um að hann finnist. „Þetta er ekki Jóni líkt, hann hverfur ekki og fer eitthvert án þess að láta mig vita,“ sagði Jana. Síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield spítalann í Dyflinni þann 9. febrúar en frekari upplýsingar hafa ekki komið fram. Þau biðla því enn og aftur til almennings í von um að einhver stígi fram með upplýsingar um hvar Jón Þröstur gæti verið. „Ég veit ekki hvað kom fyrir bróður minn, þetta er óskiljanlegt. En einhver sá eitthvað, hann gekk fram hjá fullt af fólki,“ sagði Daníel Örn.Börnin sakna föður síns Jana segist reyna að vera eins sterk og hún getur fyrir börnin þeirra. Þetta hafi verið erfiður tími og börnin sakni föður síns óheyrilega mikið og gráti á nóttunni. „Þeim líður svo illa,“ sagði Jana og biðlaði til áhorfenda að hringja í lögregluna ef þau byggju yfir einhverjum upplýsingum. Daníel Örn sagði fjölskylduna vona að nýjar upplýsingar kæmu fram, það myndi skipta sköpum fyrir þau að vita hvort hann sé yfirhöfuð á lífi. „Það myndi skipta öllu máli að vita hvort hann sé á lífi eða ekki. Að vita hvar hann er, koma honum heim, nær öðrum fjölskyldumeðlimum. Fólk gæti byrjað að lifa lífinu aftur,“ segir Daníel. Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við ættingja Jóns Þrastar. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15 Líkurnar á því að Jón Þröstur finnist á lífi fari minnkandi með degi hverjum Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. 17. apríl 2019 15:01 Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. Fjölskylda Jóns Þrastar hefur ekki gefið upp alla von og biðlar til almennings um upplýsingar. Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar, og Daníel Örn Wiium yngri bróðir hans, voru viðmælendur í þættinum Crimecall í gærkvöldi. Þau segja undanfarna mánuði hafa verið erfiða en halda enn í vonina um að hann finnist. „Þetta er ekki Jóni líkt, hann hverfur ekki og fer eitthvert án þess að láta mig vita,“ sagði Jana. Síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield spítalann í Dyflinni þann 9. febrúar en frekari upplýsingar hafa ekki komið fram. Þau biðla því enn og aftur til almennings í von um að einhver stígi fram með upplýsingar um hvar Jón Þröstur gæti verið. „Ég veit ekki hvað kom fyrir bróður minn, þetta er óskiljanlegt. En einhver sá eitthvað, hann gekk fram hjá fullt af fólki,“ sagði Daníel Örn.Börnin sakna föður síns Jana segist reyna að vera eins sterk og hún getur fyrir börnin þeirra. Þetta hafi verið erfiður tími og börnin sakni föður síns óheyrilega mikið og gráti á nóttunni. „Þeim líður svo illa,“ sagði Jana og biðlaði til áhorfenda að hringja í lögregluna ef þau byggju yfir einhverjum upplýsingum. Daníel Örn sagði fjölskylduna vona að nýjar upplýsingar kæmu fram, það myndi skipta sköpum fyrir þau að vita hvort hann sé yfirhöfuð á lífi. „Það myndi skipta öllu máli að vita hvort hann sé á lífi eða ekki. Að vita hvar hann er, koma honum heim, nær öðrum fjölskyldumeðlimum. Fólk gæti byrjað að lifa lífinu aftur,“ segir Daníel. Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við ættingja Jóns Þrastar.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15 Líkurnar á því að Jón Þröstur finnist á lífi fari minnkandi með degi hverjum Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. 17. apríl 2019 15:01 Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15
Líkurnar á því að Jón Þröstur finnist á lífi fari minnkandi með degi hverjum Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. 17. apríl 2019 15:01
Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53