Mette Frederiksen fer fyrir nýmyndaðri minnihlutastjórn jafnaðarmanna Andri Eysteinsson skrifar 25. júní 2019 22:39 Mette Frederiksen. Getty Mette Fredriksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksins, mun fara fyrir nýmyndaðri minnihlutastjórn Danmerkur. Jafnaðarmannaflokkurinn mun því vera einn í minnihlutastjórn með stuðningi þingmanna þriggja annara flokka, Sósíalíska þjóðarflokknum, Einingarlistans og Róttæka vinstriflokknum. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins. Mette Frederiksen fékk umboð til stjórnarmyndunar eftir að borgaraleg blokk hægriflokka undir stjórn Lars Løkke Rasmussen, missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum 5.júní. Í kosningunum hlaut Jafnaðarmannaflokkurinn bestu kosninguna og hlaut 25,9% greiddra atkvæða. Frederiksen lýsti því yfir skömmu eftir kosningar að hún vildi að jafnaðarmenn sætu einir í minnihlutastjórn og nú hefur henni tekist ætlunarverk sitt.„Við vissum ekki hvort þetta myndi hafast þegar við lögðum upp með þetta markmið. Hér eru saman komnir fjórir flokkar með ólíka sögu og ólíkar stefnur. En nú erum við komin í mark, sagði næsti forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen við DR. Mette greindi einnig frá því að hún hygðist mæta á fund drottningar á morgun.Flokkarnir hafa undanfarnar þrjár vikur samið stjórnarsáttmála og verður lögð áhersla á loftslagsmál. „Við ætlum að leggja fram loftslagsáætlun, bindandi loftslagslöggjöf og minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 70%,“ sagði Frederiksen. Þá hefur verið ákveðið að hætta við áform um að senda erlenda sakamenn til afplánunar á eyjunni Lindholm. Áformin voru harðlega gagnrýnd, bæði af sveitastjórn Vordingborg, hvar eyjan er, og af Michelle Bachelet, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. Flokkarnir fjórir hafa að baki sér 91 þingsæti en af þeim eru 48 úr Jafnaðarmannaflokknum. Alls eru 179 þingsæti á Folketinget, þjóðþingi Danmerkur. Mette Frederiksen verður því önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra Danmerkur og jafnframt yngsti forsætisráðherra þjóðarinnar.Hér má sjá niðurstöður kosninganna fyrr í mánuðinum.Vísir/Sylvia Danmörk Loftslagsmál Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Mette Fredriksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksins, mun fara fyrir nýmyndaðri minnihlutastjórn Danmerkur. Jafnaðarmannaflokkurinn mun því vera einn í minnihlutastjórn með stuðningi þingmanna þriggja annara flokka, Sósíalíska þjóðarflokknum, Einingarlistans og Róttæka vinstriflokknum. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins. Mette Frederiksen fékk umboð til stjórnarmyndunar eftir að borgaraleg blokk hægriflokka undir stjórn Lars Løkke Rasmussen, missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum 5.júní. Í kosningunum hlaut Jafnaðarmannaflokkurinn bestu kosninguna og hlaut 25,9% greiddra atkvæða. Frederiksen lýsti því yfir skömmu eftir kosningar að hún vildi að jafnaðarmenn sætu einir í minnihlutastjórn og nú hefur henni tekist ætlunarverk sitt.„Við vissum ekki hvort þetta myndi hafast þegar við lögðum upp með þetta markmið. Hér eru saman komnir fjórir flokkar með ólíka sögu og ólíkar stefnur. En nú erum við komin í mark, sagði næsti forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen við DR. Mette greindi einnig frá því að hún hygðist mæta á fund drottningar á morgun.Flokkarnir hafa undanfarnar þrjár vikur samið stjórnarsáttmála og verður lögð áhersla á loftslagsmál. „Við ætlum að leggja fram loftslagsáætlun, bindandi loftslagslöggjöf og minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 70%,“ sagði Frederiksen. Þá hefur verið ákveðið að hætta við áform um að senda erlenda sakamenn til afplánunar á eyjunni Lindholm. Áformin voru harðlega gagnrýnd, bæði af sveitastjórn Vordingborg, hvar eyjan er, og af Michelle Bachelet, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. Flokkarnir fjórir hafa að baki sér 91 þingsæti en af þeim eru 48 úr Jafnaðarmannaflokknum. Alls eru 179 þingsæti á Folketinget, þjóðþingi Danmerkur. Mette Frederiksen verður því önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra Danmerkur og jafnframt yngsti forsætisráðherra þjóðarinnar.Hér má sjá niðurstöður kosninganna fyrr í mánuðinum.Vísir/Sylvia
Danmörk Loftslagsmál Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira