GAMMA lokar tveimur fjárfestingasjóðum Hörður Ægisson skrifar 26. júní 2019 09:00 Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA. Tveimur fjárfestingasjóðum sem hafa verið í stýringu fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management, sem sameinaðist Kviku banka fyrr á árinu, hefur verið lokað. Þannig var sjóðsfélögum GAMMA: Total Return Fund og GAMMA: GLOBAL Invest Fund tilkynnt í síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, að sjóðunum yrði slitið og að þeim fjármunum sem myndu fást við sölu eigna yrði í kjölfarið ráðstafað til sjóðsfélaga. GAMMA: GLOBAL Invest Fund, sem hefur einkum fjárfest í erlendum hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða, var með eignir í stýringu að fjárhæð 6,3 milljónir evra í lok maí, eða sem nemur um 900 milljónum króna. Þá var GAMMA: Total Return Fund, sem hefur aðallega fjárfest í skráðum verðbréfum og í öðrum fagfjárfestasjóðum, með eignir í stýringu upp á um 1,5 milljarða króna en um tíma – á árinu 2017 – voru eignir sjóðsins hins vegar vel yfir fimm milljarðar króna. Í lok síðasta mánaðar var um fimmtungur eigna GAMMA: Total Return Fund, eða sem nemur 300 milljónum króna, í óskráðum hlutabréfum, meðal annars hlutur í ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures. Frá því var greint á mánudag að Fjármálaeftirlitið hefði samþykkt samruna fjögurra sjóða GAMMA við fjóra sjóði í stýringu Júpíters rekstrarfélags, dótturfélags Kviku banka. Þar er um að ræða Júpíter – innlend skuldabréf og GAMMA: Credit Fund; Ríkisskuldabréfasjóð og GAMMA: Iceland Government Bond Fund; Lausafjársjóð og GAMMA: Liquid Fund; og einnig Innlend hlutabréf og GAMMA: Equity Fund. Sameining sjóðanna kemur til vegna kaupa Kviku á öllu hlutafé GAMMA í mars síðastliðnum. Birtist í Fréttablaðinu GAMMA Tengdar fréttir Fyrrverandi sjóðsstjóri hjá GAMMA stofnar sjóðinn Algildi Jóhann Gísli Jóhannesson, sem starfaði áður sem sjóðsstjóri hjá GAMMA Capital Management, hefur komið á fót fagfjárfestasjóðnum Algildi. 5. júní 2019 07:45 GAMMA tapaði 203 milljónum í fyrra Capital Management tapaði 203 milljónum króna fyrir skatta á síðasta ári, að því er fram kemur í lýsingu sem móðurfélagið, Kvika banki, gaf út í gær vegna skráningar fjárfestingarbankans á aðallista Kauphallarinnar. 27. mars 2019 07:00 Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Tveimur fjárfestingasjóðum sem hafa verið í stýringu fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management, sem sameinaðist Kviku banka fyrr á árinu, hefur verið lokað. Þannig var sjóðsfélögum GAMMA: Total Return Fund og GAMMA: GLOBAL Invest Fund tilkynnt í síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, að sjóðunum yrði slitið og að þeim fjármunum sem myndu fást við sölu eigna yrði í kjölfarið ráðstafað til sjóðsfélaga. GAMMA: GLOBAL Invest Fund, sem hefur einkum fjárfest í erlendum hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða, var með eignir í stýringu að fjárhæð 6,3 milljónir evra í lok maí, eða sem nemur um 900 milljónum króna. Þá var GAMMA: Total Return Fund, sem hefur aðallega fjárfest í skráðum verðbréfum og í öðrum fagfjárfestasjóðum, með eignir í stýringu upp á um 1,5 milljarða króna en um tíma – á árinu 2017 – voru eignir sjóðsins hins vegar vel yfir fimm milljarðar króna. Í lok síðasta mánaðar var um fimmtungur eigna GAMMA: Total Return Fund, eða sem nemur 300 milljónum króna, í óskráðum hlutabréfum, meðal annars hlutur í ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures. Frá því var greint á mánudag að Fjármálaeftirlitið hefði samþykkt samruna fjögurra sjóða GAMMA við fjóra sjóði í stýringu Júpíters rekstrarfélags, dótturfélags Kviku banka. Þar er um að ræða Júpíter – innlend skuldabréf og GAMMA: Credit Fund; Ríkisskuldabréfasjóð og GAMMA: Iceland Government Bond Fund; Lausafjársjóð og GAMMA: Liquid Fund; og einnig Innlend hlutabréf og GAMMA: Equity Fund. Sameining sjóðanna kemur til vegna kaupa Kviku á öllu hlutafé GAMMA í mars síðastliðnum.
Birtist í Fréttablaðinu GAMMA Tengdar fréttir Fyrrverandi sjóðsstjóri hjá GAMMA stofnar sjóðinn Algildi Jóhann Gísli Jóhannesson, sem starfaði áður sem sjóðsstjóri hjá GAMMA Capital Management, hefur komið á fót fagfjárfestasjóðnum Algildi. 5. júní 2019 07:45 GAMMA tapaði 203 milljónum í fyrra Capital Management tapaði 203 milljónum króna fyrir skatta á síðasta ári, að því er fram kemur í lýsingu sem móðurfélagið, Kvika banki, gaf út í gær vegna skráningar fjárfestingarbankans á aðallista Kauphallarinnar. 27. mars 2019 07:00 Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fyrrverandi sjóðsstjóri hjá GAMMA stofnar sjóðinn Algildi Jóhann Gísli Jóhannesson, sem starfaði áður sem sjóðsstjóri hjá GAMMA Capital Management, hefur komið á fót fagfjárfestasjóðnum Algildi. 5. júní 2019 07:45
GAMMA tapaði 203 milljónum í fyrra Capital Management tapaði 203 milljónum króna fyrir skatta á síðasta ári, að því er fram kemur í lýsingu sem móðurfélagið, Kvika banki, gaf út í gær vegna skráningar fjárfestingarbankans á aðallista Kauphallarinnar. 27. mars 2019 07:00
Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15