Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. júní 2019 06:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spurður um framtíðareignarhald fyrirtækisins. Ríkisendurskoðun gaf Íslandspósti hirtingu. „Það hefur lengi verið mín skoðun að þegar búið er að koma lagaumgjörð um þessa starfsemi í betra horf, eins og við höfum verið að gera núna, og gera nauðsynlegar breytingar á rekstrinum þá sé ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji þennan rekstur,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, spurður um framtíð og framtíðareignarhald Íslandspósts. Ríkisendurskoðun birti svarta úttekt sína á Íslandspósti á þriðjudag. Bjarni kveðst ekki hafa náð að fara yfir skýrsluna sjálfur en á þriðjudag var hún kynnt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og fjárlaganefnd Alþingis, áður en hún var birt opinberlega. Bjarni segir Íslandspóst með sjálfstæða stjórn sem honum sýnist á fréttum að hafi brugðist við sumu af því sem fram kemur í skýrslunni. Líkt og greint hefur verið frá var starfsfólki Íslandspósts tilkynnt um viðamiklar skipulags- og hagræðingaraðgerðir í aðdraganda þess að úttekt Ríkisendurskoðunar var birt. Þar verður framkvæmdastjórum meðal annars fækkað og skrifstofur fyrirtækisins fluttar. Aðspurður hvaða þýðingu skýrslan hafi fyrir næstu skref og framtíðina með tilliti til reksturs Íslandspósts og eignarhalds ríkisins segir Bjarni að hans vilji sé að einkavæðing eigi sér stað. „Hins vegar held ég að það hafi ekki verið aðstæður til þess undanfarin misseri eða ár að hefja undirbúning að slíkri sölu vegna þess hvernig reksturinn hefur gengið. Okkur er það ljóst núna að til dæmis alþjónustukvöðin sem hvílt hefur á fyrirtækinu hefur ekki verið nógu vel fjármögnuð sem birtist meðal annars í nýlegum úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar.“ Bjarni segir að þegar nauðsynlegar umbætur á lagaumgjörðinni og rekstrinum verði farnar að skila árangri sé engin ástæða fyrir eignarhaldi ríkisins á fyrirtækinu. „Þá er ég sérstaklega að vísa til þess að við höfum öll tök á verðlagningu þjónustunnar sem við viljum hafa, þessari grunnpóstþjónustu í landinu. Að öðru leyti getur hún bara farið fram á samkeppnisgrundvelli. Það er hluti af þeirri þjónustu sem ber sig ekki á samkeppnisgrundvelli og þá verður ríkið að gera þjónustusamning um það og í þeim þjónustusamningi getum við ákveðið þjónustustigið og verðlagningu. En að öðru leyti eigi þetta fyrirtæki bara að vera að keppa á samkeppnisgrundvelli.“ Bjarni segir að af opinberri umfjöllun að dæma séu málefni Íslandspósts í góðum farvegi innan stjórnarinnar nú og margt af því sem tiltekið sé í skýrslunni tilheyri fortíðinni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Íslenskt eftirlit einkennist af hálfkáki Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir eftirlitsstofnanir á Íslandi of ragar við að segja hlutina eins og þeir eru og skýr fyrirmæli skorti. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst var birt í gær. 26. júní 2019 08:00 Misjöfn viðbrögð við skýrslu um Íslandspóst Ríkisendurskoðun kynnti skýrslu sína um Íslandspóst fyrir fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á Alþingi í morgun. 25. júní 2019 23:17 Mest lesið Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spurður um framtíðareignarhald fyrirtækisins. Ríkisendurskoðun gaf Íslandspósti hirtingu. „Það hefur lengi verið mín skoðun að þegar búið er að koma lagaumgjörð um þessa starfsemi í betra horf, eins og við höfum verið að gera núna, og gera nauðsynlegar breytingar á rekstrinum þá sé ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji þennan rekstur,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, spurður um framtíð og framtíðareignarhald Íslandspósts. Ríkisendurskoðun birti svarta úttekt sína á Íslandspósti á þriðjudag. Bjarni kveðst ekki hafa náð að fara yfir skýrsluna sjálfur en á þriðjudag var hún kynnt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og fjárlaganefnd Alþingis, áður en hún var birt opinberlega. Bjarni segir Íslandspóst með sjálfstæða stjórn sem honum sýnist á fréttum að hafi brugðist við sumu af því sem fram kemur í skýrslunni. Líkt og greint hefur verið frá var starfsfólki Íslandspósts tilkynnt um viðamiklar skipulags- og hagræðingaraðgerðir í aðdraganda þess að úttekt Ríkisendurskoðunar var birt. Þar verður framkvæmdastjórum meðal annars fækkað og skrifstofur fyrirtækisins fluttar. Aðspurður hvaða þýðingu skýrslan hafi fyrir næstu skref og framtíðina með tilliti til reksturs Íslandspósts og eignarhalds ríkisins segir Bjarni að hans vilji sé að einkavæðing eigi sér stað. „Hins vegar held ég að það hafi ekki verið aðstæður til þess undanfarin misseri eða ár að hefja undirbúning að slíkri sölu vegna þess hvernig reksturinn hefur gengið. Okkur er það ljóst núna að til dæmis alþjónustukvöðin sem hvílt hefur á fyrirtækinu hefur ekki verið nógu vel fjármögnuð sem birtist meðal annars í nýlegum úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar.“ Bjarni segir að þegar nauðsynlegar umbætur á lagaumgjörðinni og rekstrinum verði farnar að skila árangri sé engin ástæða fyrir eignarhaldi ríkisins á fyrirtækinu. „Þá er ég sérstaklega að vísa til þess að við höfum öll tök á verðlagningu þjónustunnar sem við viljum hafa, þessari grunnpóstþjónustu í landinu. Að öðru leyti getur hún bara farið fram á samkeppnisgrundvelli. Það er hluti af þeirri þjónustu sem ber sig ekki á samkeppnisgrundvelli og þá verður ríkið að gera þjónustusamning um það og í þeim þjónustusamningi getum við ákveðið þjónustustigið og verðlagningu. En að öðru leyti eigi þetta fyrirtæki bara að vera að keppa á samkeppnisgrundvelli.“ Bjarni segir að af opinberri umfjöllun að dæma séu málefni Íslandspósts í góðum farvegi innan stjórnarinnar nú og margt af því sem tiltekið sé í skýrslunni tilheyri fortíðinni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Íslenskt eftirlit einkennist af hálfkáki Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir eftirlitsstofnanir á Íslandi of ragar við að segja hlutina eins og þeir eru og skýr fyrirmæli skorti. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst var birt í gær. 26. júní 2019 08:00 Misjöfn viðbrögð við skýrslu um Íslandspóst Ríkisendurskoðun kynnti skýrslu sína um Íslandspóst fyrir fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á Alþingi í morgun. 25. júní 2019 23:17 Mest lesið Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21
Íslenskt eftirlit einkennist af hálfkáki Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir eftirlitsstofnanir á Íslandi of ragar við að segja hlutina eins og þeir eru og skýr fyrirmæli skorti. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst var birt í gær. 26. júní 2019 08:00
Misjöfn viðbrögð við skýrslu um Íslandspóst Ríkisendurskoðun kynnti skýrslu sína um Íslandspóst fyrir fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á Alþingi í morgun. 25. júní 2019 23:17