Stöðvaði gröfu VesturVerks Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júní 2019 06:00 Elías S. Kristinsson. Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. Eins og Fréttablaðið greindi frá hóf orkufyrirtækið framkvæmdir á vegi þrátt fyrir kæru sem landeigendur Drangavíkur lögðu fram gegn framkvæmdaleyfi þeirra. „Hann má nú eiga það, gröfumaðurinn, að hann var ljúfur sem lamb og mjög kurteis. Hann hætti strax störfum eftir að ég sagði honum að ég myndi ekki færa mig af veginum,“ sagði Elías í samtali við Fréttablaðið í dag. Hann brunaði beint á staðinn á þriðjudagskvöld eftir að hann fékk veður af framkvæmdunum. „Mér finnst þetta alveg ótrúleg ósvífni, að daginn eftir að það kemst upp að þeir eigi ekki stóran hluta af vatnssvæðinu sem þeir þurfa, þá hefji þeir framkvæmdir,“ segir Elías. „Allir eðlilegir menn hefðu ákveðið að bíða eftir að fá úr þessum málum skorið. Þetta sýnir bara hvað þetta er ósvífið lið.“ Elías segir verktakann á gröfunni þá hafa staðfest að Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri VesturVerks, hafi sent hann af stað í framkvæmdirnar kvöldið áður, sama dag og landeigendur lögðu kæruna fram. „Ætlun þeirra er að eyðileggja eins mikið og hægt er í sumar svo að það verði ekki hægt að hætta við virkjunina. Þessir menn hugsa bara um peninga og hlutabréfin sín og svífast bara einskis.“ Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. 25. júní 2019 12:21 Kæra framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar Landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). 24. júní 2019 12:30 Samþykktu framkvæmdaleyfi fyrir Hvalárvirkjun Leyfið nær til fyrsta hluta framkvæmdanna við Hvalárvirkjun í Árneshreppi. 12. júní 2019 22:55 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. Eins og Fréttablaðið greindi frá hóf orkufyrirtækið framkvæmdir á vegi þrátt fyrir kæru sem landeigendur Drangavíkur lögðu fram gegn framkvæmdaleyfi þeirra. „Hann má nú eiga það, gröfumaðurinn, að hann var ljúfur sem lamb og mjög kurteis. Hann hætti strax störfum eftir að ég sagði honum að ég myndi ekki færa mig af veginum,“ sagði Elías í samtali við Fréttablaðið í dag. Hann brunaði beint á staðinn á þriðjudagskvöld eftir að hann fékk veður af framkvæmdunum. „Mér finnst þetta alveg ótrúleg ósvífni, að daginn eftir að það kemst upp að þeir eigi ekki stóran hluta af vatnssvæðinu sem þeir þurfa, þá hefji þeir framkvæmdir,“ segir Elías. „Allir eðlilegir menn hefðu ákveðið að bíða eftir að fá úr þessum málum skorið. Þetta sýnir bara hvað þetta er ósvífið lið.“ Elías segir verktakann á gröfunni þá hafa staðfest að Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri VesturVerks, hafi sent hann af stað í framkvæmdirnar kvöldið áður, sama dag og landeigendur lögðu kæruna fram. „Ætlun þeirra er að eyðileggja eins mikið og hægt er í sumar svo að það verði ekki hægt að hætta við virkjunina. Þessir menn hugsa bara um peninga og hlutabréfin sín og svífast bara einskis.“
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. 25. júní 2019 12:21 Kæra framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar Landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). 24. júní 2019 12:30 Samþykktu framkvæmdaleyfi fyrir Hvalárvirkjun Leyfið nær til fyrsta hluta framkvæmdanna við Hvalárvirkjun í Árneshreppi. 12. júní 2019 22:55 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. 25. júní 2019 12:21
Kæra framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar Landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). 24. júní 2019 12:30
Samþykktu framkvæmdaleyfi fyrir Hvalárvirkjun Leyfið nær til fyrsta hluta framkvæmdanna við Hvalárvirkjun í Árneshreppi. 12. júní 2019 22:55