Segist ekki hafa þekkt dóttur ráðherra þegar hann var skipaður stjórnarformaður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. júní 2019 12:15 Ísak Ernir vill alls ekki að umræðan um samband hans við Margréti trufli með neinum hætti hið mikilvæga verkefni. Vísir/Bjarni/Vilhelm Í vor tóku fréttir að spyrjast út af tengslum Ísaks Ernis Kristinssonar, stjórnarformanns Kadeco, og Margrétar Bjarnadóttur, kokkanema og dóttur fjármálaráðherra. Sambandið vakti athygli ekki síst vegna þess að fjármálaráðherra skipaði Ísak Erni í stjórn Kadeco fyrir tæpu ári síðan. Í gær greindi fréttastofa frá því að viljayfirlýsing var undirrituð í gær af fjármálaráðherra, fulltrúum Isavia og sveitarfélaganna tveggja á svæðinu, Reykjanesbæjar og hins nýja Suðurnesjabæjar, sem er sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis.Sjá nánar: Fjárfest fyrir milljarða á svæði við KeflavíkurflugvöllFyrirtæki hafa fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll sem verður skipulagt frekar á næstunni. Hugmyndin er að nálægð við flugvöllinn skapi verðmæti og laði að alþjóðleg fyrirtæki. Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. Í gær sagði Ísak í viðtali við fréttastofu að hugmyndin væri sú að þróa viðskiptagarðinn allt í kringum Keflavíkurflugvöll. Vinna undanfarinna ára byggði á hugmyndafræði John D. Kasarda um „Aerotropolis“ eða borgir sem hannaðar eru í kringum flugvelli. Þegar fréttastofa hafði samband við Ísak Erni og spurði nánar út í tengslin sagðist hann ekki hafa mikinn áhuga á að ræða sín persónulegu mál í fjölmiðlum. Hann bæri aftur á móti virðingu fyrir umræðunni og skildi hvers vegna hún ætti sér stað. Ísaki Erni finnst aftur á móti mikilvægt að halda því til haga að fjármálaráðherra hafi skipað hann stjórnarformann Kadeco mörgum mánuðum áður en hann tók saman við Margréti. Hann hafi raunar ekki þekkt hana á þeim tímapunkti sem hann var skipaður stjórnarformaður. Ísak Ernir vill alls ekki að umræðan um samband hans við Margréti trufli með neinum hætti hið mikilvæga verkefni. Hann segir að tengslin muni ekki hafa nein áhrif á störf hans.Ísak hefur verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá sextán ára aldri þar sem hann hefur meðal annars verið formaður Heimis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, og átt sæti í stjórn SUS. Þá var hann varabæjarfulltrúi hjá flokknum í Reykjanesbæ á nýloknu kjörtímabili. Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. 26. júní 2019 21:49 Ísak Ernir nýr stjórnarformaður Kadeco Körfuboltadómari og flugþjónn hefur verið skipaður stjórnarformaður hjá þróunarfélaginu Kadeco af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. 2. júlí 2018 11:15 Sveitarfélög lengi þrýst á nýtingu fjármuna Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar Þegar bandaríski herinn fór frá Íslandi fyrir þrettán árum var félagið Kadeco stofnað, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Markmið félagsins var að stýra því hvernig svæðinu yrði breytt og eignir nýttar. Nú hefur félagið selt síðustu eignirnar á svæðinu. 27. júní 2019 12:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Í vor tóku fréttir að spyrjast út af tengslum Ísaks Ernis Kristinssonar, stjórnarformanns Kadeco, og Margrétar Bjarnadóttur, kokkanema og dóttur fjármálaráðherra. Sambandið vakti athygli ekki síst vegna þess að fjármálaráðherra skipaði Ísak Erni í stjórn Kadeco fyrir tæpu ári síðan. Í gær greindi fréttastofa frá því að viljayfirlýsing var undirrituð í gær af fjármálaráðherra, fulltrúum Isavia og sveitarfélaganna tveggja á svæðinu, Reykjanesbæjar og hins nýja Suðurnesjabæjar, sem er sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis.Sjá nánar: Fjárfest fyrir milljarða á svæði við KeflavíkurflugvöllFyrirtæki hafa fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll sem verður skipulagt frekar á næstunni. Hugmyndin er að nálægð við flugvöllinn skapi verðmæti og laði að alþjóðleg fyrirtæki. Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. Í gær sagði Ísak í viðtali við fréttastofu að hugmyndin væri sú að þróa viðskiptagarðinn allt í kringum Keflavíkurflugvöll. Vinna undanfarinna ára byggði á hugmyndafræði John D. Kasarda um „Aerotropolis“ eða borgir sem hannaðar eru í kringum flugvelli. Þegar fréttastofa hafði samband við Ísak Erni og spurði nánar út í tengslin sagðist hann ekki hafa mikinn áhuga á að ræða sín persónulegu mál í fjölmiðlum. Hann bæri aftur á móti virðingu fyrir umræðunni og skildi hvers vegna hún ætti sér stað. Ísaki Erni finnst aftur á móti mikilvægt að halda því til haga að fjármálaráðherra hafi skipað hann stjórnarformann Kadeco mörgum mánuðum áður en hann tók saman við Margréti. Hann hafi raunar ekki þekkt hana á þeim tímapunkti sem hann var skipaður stjórnarformaður. Ísak Ernir vill alls ekki að umræðan um samband hans við Margréti trufli með neinum hætti hið mikilvæga verkefni. Hann segir að tengslin muni ekki hafa nein áhrif á störf hans.Ísak hefur verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá sextán ára aldri þar sem hann hefur meðal annars verið formaður Heimis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, og átt sæti í stjórn SUS. Þá var hann varabæjarfulltrúi hjá flokknum í Reykjanesbæ á nýloknu kjörtímabili.
Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. 26. júní 2019 21:49 Ísak Ernir nýr stjórnarformaður Kadeco Körfuboltadómari og flugþjónn hefur verið skipaður stjórnarformaður hjá þróunarfélaginu Kadeco af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. 2. júlí 2018 11:15 Sveitarfélög lengi þrýst á nýtingu fjármuna Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar Þegar bandaríski herinn fór frá Íslandi fyrir þrettán árum var félagið Kadeco stofnað, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Markmið félagsins var að stýra því hvernig svæðinu yrði breytt og eignir nýttar. Nú hefur félagið selt síðustu eignirnar á svæðinu. 27. júní 2019 12:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. 26. júní 2019 21:49
Ísak Ernir nýr stjórnarformaður Kadeco Körfuboltadómari og flugþjónn hefur verið skipaður stjórnarformaður hjá þróunarfélaginu Kadeco af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. 2. júlí 2018 11:15
Sveitarfélög lengi þrýst á nýtingu fjármuna Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar Þegar bandaríski herinn fór frá Íslandi fyrir þrettán árum var félagið Kadeco stofnað, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Markmið félagsins var að stýra því hvernig svæðinu yrði breytt og eignir nýttar. Nú hefur félagið selt síðustu eignirnar á svæðinu. 27. júní 2019 12:30