Íslenski boltinn

Alex Þór: Gott að eiga sendingar og skot í vopnabúrinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alex Þór hefur skorað tvö mörk í sumar.
Alex Þór hefur skorað tvö mörk í sumar. vísir/bára
Alex Þór Hauksson skoraði glæsilegt mark í 5-1 sigri Stjörnunnar á Fylki í Pepsi Max-deildinni á sunnudaginn.

Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára er Alex á sínu þriðja tímabili sem fastamaður hjá Stjörnunni. Hann dreymir um að spila sem atvinnumaður erlendis.

„Markmiðið hefur mjög lengi verið að komast út í atvinnumennsku. En núna hugsa ég bara um að ná árangri með Stjörnunni. Ég man þegar við urðum bikarmeistarar í fyrra, það var ein besta tilfinning sem ég hef upplifað, að fá gefa Stjörnunni eitthvað til baka,“ sagði Alex í samtali við Hörð Magnússon í Sportpakkanum.

Álftnesingurinn skoraði ekki á fyrstu tveimur tímabilum sínum með Stjörnunni en er kominn með tvö mörk í sumar. Hann hefur hugsað meira um sóknarleikinn en áður.

„Markmiðið var að bæta mig sóknarlega og koma með meiri sóknarhugsun inn í liðið; hættulegri sendingar og skot. Ég hef spilað sem akkeri á miðjunni en það er gott að eiga góðar sendingar og góð skot í vopnabúrinu,“ sagði Alex sem hefur leikið einn A-landsleik.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Alex Þór: Draumurinn að komast í atvinnumennsku

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×