Telur ósennilegt að útgáfa sýndarfjár hirði völdin af seðlabönkum Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. júní 2019 23:30 Már Guðmundsson seðlabankastjóri Vísir/Vilhelm Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki sé tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þróun rafmynta eða sýndarfjár eins og Facebook Libra því undirliggjandi sýndarfénu séu alltaf viðurkenndir alþjóðlegir gjaldmiðlar. Fólk verði að geta skipt Libra á einhverjum tímapunkti í aðra gjaldmiðla. Það haldi umgjörð peningamála í reynd enn hjá seðlabönkum heimsins þótt tækniþróun sýndarfjár sé afar hröð. Facebook kynnti áform um nýja alþjóðlega rafmynt eða sýndarfé (e. virtual currency) hinn 18. júní síðastliðinn undir heitinu Libra. Facebook Libra verður hleypt af stokkunum í samtarfi við á þriðja tug fyrirtækja en þar má nefna VISA, Mastercard, Paypal og Uber. Með þessu vill Facebook auðvelda greiðslumiðlun þvert á landamæri án milliliða. Margir hafa efasemdir að Facebook sé rétta fyrirtækið til að innleiða breytingar af þessu tagi enda er orðspor Facebook nokkuð laskað eftir ýmis hneykslismál síðustu ára og sett hefur verið spurningamerki við hvort fyrirtækinu sé treystandi til að annast greiðslumiðlun. Martin Wolf, efnahagsritstjóri Financial Times, segir í pistli sem birtist í fyrradag að Facebook sé á vafasömum slóðum með libra. Í versta falli gæti þetta leitt til þess að Facebook yrði einhvers konar heimsbanki sem sé ekki mjög spennandi tilhugsun í ljósi orðspors fyrirtækisins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að tækniþróunþróun sýndarfjár og rafeyris feli í sér bæði tækifæri og áhættu. „Nú er ekki víst að þetta hafi mjög mikil áhrif á peningamálin og stjórn peningamála. Ég er ekki sannfærður um að þetta veiki það mjög því þetta er í rauninni bara rafræn mynt sem er alltaf að lokum gerð upp í einhverri seðlabankamynt, dollar, evru og íslenskri krónu þegar fram í sækir,“ segir Már. Libra hefur fært kastljósið á þær öru tæknibreytingar sem hafa orðið á sviði fjártækni á síðustu misserum. Libra er sýndarfé eins og Bitcoin á meðan íslenska rafeyrisfyrirtækið Monerium, sem fékk nýverið starfsleyfi hjá FME sem rafeyrisfyrirtæki, gefur út rafeyri í öðrum myntum, eins og dollar og evru. Bæði libra og rafeyrir Monerium byggja á svokölluðum bálkakeðjum eða block-chain, þótt um sé að ræða eðlisólíka hluti.Hver er munurinn á sýndarfé og rafeyri? Sjá umfjöllun í myndskeiði. Gísli Kristjánsson, einn stofnenda Monerium, segir að áform Facebook um libra hafi í reynd verið jákvæð fyrir önnur fjártæknifyrirtæki. Hann segir að bálkakeðjutæknin muni valda sömu straumhvörfum í heiminum og internetið gerði á sínum tíma. „Það að Facebook sé að íhuga að gefa út þetta sýndarfé er gríðarleg viðurkenning á notkunarmöguleikum tækninnar. Það sem maður sér í þessu samhengi er að það sem internetið gerði var að gera hvaða einstaklingi sem er kleift að tengjast við hvaða annan einstakling sem er í heiminum. Það sem að bálkakeðjutæknin gerir er að hún leyfir sömu einstaklingum og fyrirtækjum að senda verðmæti sín á milli með jafn auðveldum hætti, svona eins og um tölvupóst væri að ræða,“ segir Gísli. Seðlabankinn Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki sé tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þróun rafmynta eða sýndarfjár eins og Facebook Libra því undirliggjandi sýndarfénu séu alltaf viðurkenndir alþjóðlegir gjaldmiðlar. Fólk verði að geta skipt Libra á einhverjum tímapunkti í aðra gjaldmiðla. Það haldi umgjörð peningamála í reynd enn hjá seðlabönkum heimsins þótt tækniþróun sýndarfjár sé afar hröð. Facebook kynnti áform um nýja alþjóðlega rafmynt eða sýndarfé (e. virtual currency) hinn 18. júní síðastliðinn undir heitinu Libra. Facebook Libra verður hleypt af stokkunum í samtarfi við á þriðja tug fyrirtækja en þar má nefna VISA, Mastercard, Paypal og Uber. Með þessu vill Facebook auðvelda greiðslumiðlun þvert á landamæri án milliliða. Margir hafa efasemdir að Facebook sé rétta fyrirtækið til að innleiða breytingar af þessu tagi enda er orðspor Facebook nokkuð laskað eftir ýmis hneykslismál síðustu ára og sett hefur verið spurningamerki við hvort fyrirtækinu sé treystandi til að annast greiðslumiðlun. Martin Wolf, efnahagsritstjóri Financial Times, segir í pistli sem birtist í fyrradag að Facebook sé á vafasömum slóðum með libra. Í versta falli gæti þetta leitt til þess að Facebook yrði einhvers konar heimsbanki sem sé ekki mjög spennandi tilhugsun í ljósi orðspors fyrirtækisins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að tækniþróunþróun sýndarfjár og rafeyris feli í sér bæði tækifæri og áhættu. „Nú er ekki víst að þetta hafi mjög mikil áhrif á peningamálin og stjórn peningamála. Ég er ekki sannfærður um að þetta veiki það mjög því þetta er í rauninni bara rafræn mynt sem er alltaf að lokum gerð upp í einhverri seðlabankamynt, dollar, evru og íslenskri krónu þegar fram í sækir,“ segir Már. Libra hefur fært kastljósið á þær öru tæknibreytingar sem hafa orðið á sviði fjártækni á síðustu misserum. Libra er sýndarfé eins og Bitcoin á meðan íslenska rafeyrisfyrirtækið Monerium, sem fékk nýverið starfsleyfi hjá FME sem rafeyrisfyrirtæki, gefur út rafeyri í öðrum myntum, eins og dollar og evru. Bæði libra og rafeyrir Monerium byggja á svokölluðum bálkakeðjum eða block-chain, þótt um sé að ræða eðlisólíka hluti.Hver er munurinn á sýndarfé og rafeyri? Sjá umfjöllun í myndskeiði. Gísli Kristjánsson, einn stofnenda Monerium, segir að áform Facebook um libra hafi í reynd verið jákvæð fyrir önnur fjártæknifyrirtæki. Hann segir að bálkakeðjutæknin muni valda sömu straumhvörfum í heiminum og internetið gerði á sínum tíma. „Það að Facebook sé að íhuga að gefa út þetta sýndarfé er gríðarleg viðurkenning á notkunarmöguleikum tækninnar. Það sem maður sér í þessu samhengi er að það sem internetið gerði var að gera hvaða einstaklingi sem er kleift að tengjast við hvaða annan einstakling sem er í heiminum. Það sem að bálkakeðjutæknin gerir er að hún leyfir sömu einstaklingum og fyrirtækjum að senda verðmæti sín á milli með jafn auðveldum hætti, svona eins og um tölvupóst væri að ræða,“ segir Gísli.
Seðlabankinn Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira