Fjölskyldumeðlimir Christian Eriksen hafa verið að skoða hús til sölu í Madrídarborg síðustu daga samkvæmt frétt The Times.
Eriksen hefur verið orðaður við Real Madrid og Daninn sagði sjálfur að hann vildi yfirgefa Tottenham.
Tottenham metur Eriksen á 100 milljón pund.
Eftir að Juventus lét í ljós áhuga sinn á að fá Paul Pogba hafa líkurnar á að Eriksen fari til Madrid aukist. Real er ekki sagt vilja fara í baráttu við Juventus um Pogba heldur frekar snúa athygli sinni að Eriksen.
Daninn hefur verið hjá Tottenham síðan 2013, spilað 277 leiki og skorað í þeim 66 mörk.
