Hægt að kaupa tölvuárás fyrir um tvö þúsund krónur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. júní 2019 20:45 Hópar tyrkneskra tölvuþrjóta hafa lýst yfir ábyrgð á hið minnsta þremur tölvuárásum á Íslandi síðasta sólarhringinn. Fyrirtæki og stofnanir hér á landi eru ekki nægilega vel varin að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Hann hefur áhyggjur af alvarlegri hluta árásanna sem fólk tekur ekki endilega eftir. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi í dag um öryggisleitina sem tyrkneska landsliðið undirgekkst í Keflavík við utanríkisráðherra Tyrklands. Isavia hefur greint frá því að leitin hafi tekið um áttatíu mínútur vegna þess að brottfararvöllur þeirra er ekki hluti af skilgreindu heildstæðu öryggissvæði. Í samtalinu lýsti Guðlaugur Þór yfir undrun á hörðum viðbrögðum tyrkneskra yfirvalda. Á samfélagsmiðlum hefur uppákoma þar sem belgískur ferðamaður otaði uppþvottabursta að einum leikmanninum vakið heldur meiri athygli og frá því í gær hafa tyrkneskir tölvuþrjótar lýst yfir ábyrgð á árásum á heimasíður Isavia, KSÍ og fréttamiðilsins Sunnlenska. Framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Syndis segir árásir sem þessar afar einfaldar og bendir á að auðvelt sé að kaupa þær á netinu. „Svona árásir eru ekkert voðalega dýrar. Við erum að tala um að þær kosta tuttugu til tuttugu og fimm dollara, eða innan við þrjú þúsund krónur á klukkutíma. Þegar um svona hópa er að ræða sem hafa aðgang að mörgum tölvum til að framkvæma árásina er kostnaðurinn miklu minni," segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Í tilvikum sem þessum er mikilli umferð beint á sömu síðu á sama tíma. Til verksins er hægt að nota allt sem er nettengt, líkt og heimilistölvur hjá grunlausum almenningi. „Svona búnaður getur verið það sem talað er um sem Internet of things; ljósaperur eða hvað það er, þar sem búið er að koma fyrir einhverri óværu sem þessir aðilar hafa aðgang að til að geta framkvæmt svona árás," segir Valdimar. Hann telur varnir ófullnægjandi hjá mörgum fyrirtækjum og stofnunum hér á landi. „Ég held að það sé of lítið um það," segir hann.Finnst þér að slíkt ætti að vera algengara?„Já mér finnst það með vefi sem eru að sinna einhverju krítísku hlutverki, að þá já," segir Valdimar. Oft séu síðurnar einnig illa varðar fyrir alvarlegri árásum. „Af hverju ættu þeir að stoppa þarna? Af hverju myndu þeir ekki reyna að brjótast inn á vef og sækja gögn. Þetta er eitthvað sem við verðum áþreifanlega vör við af því við komumst ekki inn á vefinn en við vitum ekki hvort þeir séu að reyna að brjóta sig inn á vefinn eða hakka sig inn. Sem er ákveðið áhyggjuefni og við ættum að fylgjast með," segir Valdimar. Tölvuárásir Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Hópar tyrkneskra tölvuþrjóta hafa lýst yfir ábyrgð á hið minnsta þremur tölvuárásum á Íslandi síðasta sólarhringinn. Fyrirtæki og stofnanir hér á landi eru ekki nægilega vel varin að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Hann hefur áhyggjur af alvarlegri hluta árásanna sem fólk tekur ekki endilega eftir. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi í dag um öryggisleitina sem tyrkneska landsliðið undirgekkst í Keflavík við utanríkisráðherra Tyrklands. Isavia hefur greint frá því að leitin hafi tekið um áttatíu mínútur vegna þess að brottfararvöllur þeirra er ekki hluti af skilgreindu heildstæðu öryggissvæði. Í samtalinu lýsti Guðlaugur Þór yfir undrun á hörðum viðbrögðum tyrkneskra yfirvalda. Á samfélagsmiðlum hefur uppákoma þar sem belgískur ferðamaður otaði uppþvottabursta að einum leikmanninum vakið heldur meiri athygli og frá því í gær hafa tyrkneskir tölvuþrjótar lýst yfir ábyrgð á árásum á heimasíður Isavia, KSÍ og fréttamiðilsins Sunnlenska. Framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Syndis segir árásir sem þessar afar einfaldar og bendir á að auðvelt sé að kaupa þær á netinu. „Svona árásir eru ekkert voðalega dýrar. Við erum að tala um að þær kosta tuttugu til tuttugu og fimm dollara, eða innan við þrjú þúsund krónur á klukkutíma. Þegar um svona hópa er að ræða sem hafa aðgang að mörgum tölvum til að framkvæma árásina er kostnaðurinn miklu minni," segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Í tilvikum sem þessum er mikilli umferð beint á sömu síðu á sama tíma. Til verksins er hægt að nota allt sem er nettengt, líkt og heimilistölvur hjá grunlausum almenningi. „Svona búnaður getur verið það sem talað er um sem Internet of things; ljósaperur eða hvað það er, þar sem búið er að koma fyrir einhverri óværu sem þessir aðilar hafa aðgang að til að geta framkvæmt svona árás," segir Valdimar. Hann telur varnir ófullnægjandi hjá mörgum fyrirtækjum og stofnunum hér á landi. „Ég held að það sé of lítið um það," segir hann.Finnst þér að slíkt ætti að vera algengara?„Já mér finnst það með vefi sem eru að sinna einhverju krítísku hlutverki, að þá já," segir Valdimar. Oft séu síðurnar einnig illa varðar fyrir alvarlegri árásum. „Af hverju ættu þeir að stoppa þarna? Af hverju myndu þeir ekki reyna að brjótast inn á vef og sækja gögn. Þetta er eitthvað sem við verðum áþreifanlega vör við af því við komumst ekki inn á vefinn en við vitum ekki hvort þeir séu að reyna að brjóta sig inn á vefinn eða hakka sig inn. Sem er ákveðið áhyggjuefni og við ættum að fylgjast með," segir Valdimar.
Tölvuárásir Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira