Viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda komu utanríkisráðherra á óvart Sylvía Hall skrifar 11. júní 2019 22:25 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Starfsmenn utanríkisráðuneytisins voru ræstir út í gær vegna fjaðrafoksins í kringum tyrkneska landsliðið. Skipti engu þó um frídag væri að ræða þar sem ekki er hægt að bíða með svona mál að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sem var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Guðlaugur átti símafund við tyrkneska utanríkisráðherrann í morgun þar sem málið var rætt. Tyrkneska landsliðið kvartaði undan seinagangi við vegabréfaskoðun og öryggisleit en farið hafði verið fram á flýtimeðferð fyrir landsliðið. Ekki var orðið við þeirri beiðni enda er slík flýtimeðferð einungis veitt embættismönnum og annað væri undantekning frá því verklagi sem hér þekkist. „Eins og menn vita þá voru þeir ekki sáttir við móttökurnar og það sem ég lagði áherslu á það að hér væri ekki um neitt annað að ræða en hefðbundið verklag. Flugvélin kom frá flugvelli sem er ekki innan Schengen-svæðisins og það var farið eftir hefðbundnu verklagi og öryggisskoðun,“ segir Guðlaugur.Tyrknesk stjórnvöld óskuðu í gær eftir skýringum á meintum töfum við eftirlitið. Áréttaði utanríkisráðuneytið að framkvæmdin hafi verið í samræmi við hefðbundið verklag en Isavia sagði raftæki og vökva hafa tafið leitina. „Það var misskilningur í gangi um að þeir hefðu verið þarna mjög lengi, það leið klukkutími og tuttugu mínútur frá því að þeir komu á flugvöllinn þar til þeir fóru í rútuna,“ segir Guðlaugur.Ýmislegt sem kemur upp í starfi utanríkisráðherra Guðlaugur segir ekki kippa sér mikið upp við málið enda komi ýmislegt á borð hans. Það sé eðli vinnu hans að málin séu fjölbreytt og því hafi þetta ekki komið neitt á óvart. Honum hafi þótt sjálfsagt að eiga þennan fund við utanríkisráðherra Tyrklands fyrst óskað var eftir því. „Auðvitað vorum við ekki sammála, það liggur alveg fyrir, en við höfum rætt saman áður og tekist að komast í gegnum mál sem eru flókin úrlausnar og í þessu tilfelli var auðvitað alveg sjálfsagt að verða við beiðni hans að taka þennan símafund. Svo fer ég bara yfir okkar sjónarmið í málinu og útskýri það sem mér finnst vera ekki skýrt og hann kemur síðan með sín sjónarmið,“ segir Guðlaugur. Hann segir kjarna málsins vera í því að knattspyrnan sé augljóslega mikilvæg hjá fleiri þjóðum en bara okkur en málið atburðarásin sé þó ótrúleg tilviljun. Viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda hafi þó komið honum á óvart. „Ég skal alveg viðurkenna það að viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda hafa komið mér á óvart. Samskipti landana hafa verið góð um áratuga skeið og okkur tekist að ræða erfið málefni og ég treysti því að svo verði áfram,“ segir Guðlaugur sem spáði jafnframt rétt fyrir um úrslit leiksins og sagði hann fara 2-1 fyrir Íslandi. Tyrkland Tengdar fréttir Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Leitin tók óvenjulega langan tíma. 10. júní 2019 12:41 Tyrknesk stjórnvöld óskuðu skýringa á meintum töfum á flugvellinum Sendiráð Tyrklands í Osló hafði óskað eftir hraðmeðferð fyrir liðið. 10. júní 2019 16:41 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Starfsmenn utanríkisráðuneytisins voru ræstir út í gær vegna fjaðrafoksins í kringum tyrkneska landsliðið. Skipti engu þó um frídag væri að ræða þar sem ekki er hægt að bíða með svona mál að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sem var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Guðlaugur átti símafund við tyrkneska utanríkisráðherrann í morgun þar sem málið var rætt. Tyrkneska landsliðið kvartaði undan seinagangi við vegabréfaskoðun og öryggisleit en farið hafði verið fram á flýtimeðferð fyrir landsliðið. Ekki var orðið við þeirri beiðni enda er slík flýtimeðferð einungis veitt embættismönnum og annað væri undantekning frá því verklagi sem hér þekkist. „Eins og menn vita þá voru þeir ekki sáttir við móttökurnar og það sem ég lagði áherslu á það að hér væri ekki um neitt annað að ræða en hefðbundið verklag. Flugvélin kom frá flugvelli sem er ekki innan Schengen-svæðisins og það var farið eftir hefðbundnu verklagi og öryggisskoðun,“ segir Guðlaugur.Tyrknesk stjórnvöld óskuðu í gær eftir skýringum á meintum töfum við eftirlitið. Áréttaði utanríkisráðuneytið að framkvæmdin hafi verið í samræmi við hefðbundið verklag en Isavia sagði raftæki og vökva hafa tafið leitina. „Það var misskilningur í gangi um að þeir hefðu verið þarna mjög lengi, það leið klukkutími og tuttugu mínútur frá því að þeir komu á flugvöllinn þar til þeir fóru í rútuna,“ segir Guðlaugur.Ýmislegt sem kemur upp í starfi utanríkisráðherra Guðlaugur segir ekki kippa sér mikið upp við málið enda komi ýmislegt á borð hans. Það sé eðli vinnu hans að málin séu fjölbreytt og því hafi þetta ekki komið neitt á óvart. Honum hafi þótt sjálfsagt að eiga þennan fund við utanríkisráðherra Tyrklands fyrst óskað var eftir því. „Auðvitað vorum við ekki sammála, það liggur alveg fyrir, en við höfum rætt saman áður og tekist að komast í gegnum mál sem eru flókin úrlausnar og í þessu tilfelli var auðvitað alveg sjálfsagt að verða við beiðni hans að taka þennan símafund. Svo fer ég bara yfir okkar sjónarmið í málinu og útskýri það sem mér finnst vera ekki skýrt og hann kemur síðan með sín sjónarmið,“ segir Guðlaugur. Hann segir kjarna málsins vera í því að knattspyrnan sé augljóslega mikilvæg hjá fleiri þjóðum en bara okkur en málið atburðarásin sé þó ótrúleg tilviljun. Viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda hafi þó komið honum á óvart. „Ég skal alveg viðurkenna það að viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda hafa komið mér á óvart. Samskipti landana hafa verið góð um áratuga skeið og okkur tekist að ræða erfið málefni og ég treysti því að svo verði áfram,“ segir Guðlaugur sem spáði jafnframt rétt fyrir um úrslit leiksins og sagði hann fara 2-1 fyrir Íslandi.
Tyrkland Tengdar fréttir Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Leitin tók óvenjulega langan tíma. 10. júní 2019 12:41 Tyrknesk stjórnvöld óskuðu skýringa á meintum töfum á flugvellinum Sendiráð Tyrklands í Osló hafði óskað eftir hraðmeðferð fyrir liðið. 10. júní 2019 16:41 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Leitin tók óvenjulega langan tíma. 10. júní 2019 12:41
Tyrknesk stjórnvöld óskuðu skýringa á meintum töfum á flugvellinum Sendiráð Tyrklands í Osló hafði óskað eftir hraðmeðferð fyrir liðið. 10. júní 2019 16:41
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent