Skyggnst bakvið tjöldin hjá Dusty Andri Eysteinsson skrifar 12. júní 2019 14:50 Riðlakeppni Lenovo deildarinnar í tölvuleikjunum League of Legends og Counter Strike: Global Offensive er nú lokið eftir sex vikur af baráttu við tölvuskjáinn. Á meðan að á riðlakeppni stóð var skyggnst bak við tjöldin hjá einu besta LOL liði landsins, Dusty og fylgst með undirbúningi þeirra fyrir leik gegn toppliðinu Frozt. Rætt var við þá Mikael Dag, sem spilar undir nafninu Nippla og Aron Gabríel, sem spilar undir nafninu Hoiz, um komandi leik við toppliðið Frozt sem fram að viðureigninni hafði ekki tapað einum einasta leik. „Eina ástæðan fyrir því að Frozt eru búnir að vinna okkur í báðum leikjunum myndi ég segja er að því að það eru „best of one“ leikir, bara spilaður einn leikur. Ef við mætum þeim í úrslitum eða undanúrslitum þar sem er „best of three“ erum við að fara að taka þá, sagði Hoiz. Þá er einnig rætt stuttlega við Pál Minh, liðsmann Frozt sem sagði liðsmenn Dusty vera verri „individual“ spilara en flestir í deildinni, þeirra styrkur væri hins vegar góð liðsheild. Líta má á bak við tjöldin hjá Dusty í spilaranum hér að ofan.Næst á dagskrá í Lenovo deildinni eru undanúrslit en þau verða leikin í þessari og næstu viku Viðureignirnar í undanúrslitum eru: 12.júní kl 19:30 Frozt – Kings í LOL 13. Júní kl. 19:30 Hafið -Kr í CS:GO 19. Júní kl 19:30 Dusty – Old Dogs í LOL 20. Júní kl 19:30 Fylkir – Tropadelet í CS:OG Sýnt verður beint frá öllum viðureignunum á Vísi. Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn
Riðlakeppni Lenovo deildarinnar í tölvuleikjunum League of Legends og Counter Strike: Global Offensive er nú lokið eftir sex vikur af baráttu við tölvuskjáinn. Á meðan að á riðlakeppni stóð var skyggnst bak við tjöldin hjá einu besta LOL liði landsins, Dusty og fylgst með undirbúningi þeirra fyrir leik gegn toppliðinu Frozt. Rætt var við þá Mikael Dag, sem spilar undir nafninu Nippla og Aron Gabríel, sem spilar undir nafninu Hoiz, um komandi leik við toppliðið Frozt sem fram að viðureigninni hafði ekki tapað einum einasta leik. „Eina ástæðan fyrir því að Frozt eru búnir að vinna okkur í báðum leikjunum myndi ég segja er að því að það eru „best of one“ leikir, bara spilaður einn leikur. Ef við mætum þeim í úrslitum eða undanúrslitum þar sem er „best of three“ erum við að fara að taka þá, sagði Hoiz. Þá er einnig rætt stuttlega við Pál Minh, liðsmann Frozt sem sagði liðsmenn Dusty vera verri „individual“ spilara en flestir í deildinni, þeirra styrkur væri hins vegar góð liðsheild. Líta má á bak við tjöldin hjá Dusty í spilaranum hér að ofan.Næst á dagskrá í Lenovo deildinni eru undanúrslit en þau verða leikin í þessari og næstu viku Viðureignirnar í undanúrslitum eru: 12.júní kl 19:30 Frozt – Kings í LOL 13. Júní kl. 19:30 Hafið -Kr í CS:GO 19. Júní kl 19:30 Dusty – Old Dogs í LOL 20. Júní kl 19:30 Fylkir – Tropadelet í CS:OG Sýnt verður beint frá öllum viðureignunum á Vísi.
Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn