Ríkharður III sigurvegari kvöldsins Sylvía Hall skrifar 12. júní 2019 23:01 Brynhildur Guðjónsdóttir vann verðlaun fyrir leikstjórn ársins en hún leikstýrði Ríkharði III. Fréttablaðið/Eyþór Sýningin Ríkharður III var sigurvegari kvöldsins þegar Grímuverðlaunin fóru fram í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Sýningin var tilnefnd í átta flokkum og stóð uppi sem sigurvegari í sex þeirra. Verkið fór heim með verðlaun í flokknum sýning ársins og þá vann Brynhildur Guðjónsdóttir verðlaun fyrir leikstjóra ársins en hún leikstýrði sýningunni. Hjörtur Jóhann Jónsson, sem fer með hlutverk Ríkharðs, vann verðlaunin fyrir leikara ársins. Þá vann sýningin verðlaun fyrir leikmynd ársins en það var Ilmur Stefánsdóttir sem stóð að henni. Filippía I. Elísdóttir hlaut verðlaun fyrir búningahönnun sýningarinnar og Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir lýsingu. Sýningin Matthildur fékk tvenn verðlaun en það var hún Vala Kristín Eiríksdóttir sem fékk verðlaun sem leikkona ársins í aukahlutverki og Lee Proud, danshöfundur sýningarinnar, fékk verðlaun fyrir dans- og sviðshreyfinar ársins. Ronja Ræningjadóttir var valin barnasýning ársins og Club Romantica fékk verðlaun fyrir leikrit ársins. Stefán Hallur Stefánsson fékk verðlaunin leikari ársins fyrir hlutverk sitt í sýningunni Samþykki og Sólveig Guðmundsdóttir var valin leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í sýningunni Rejúníon. Borgarleikhúsið var því sigursælast leikhúsanna með níu verðlaun í kvöld en Þjóðleikhúsið fór heim með þrjú verðlaun fyrir sýningarnar Einræðisherrann, Ronja ræningjadóttir og Samþykki.Hjörtur Jóhann Jónsson í hlutverki Ríkharðs III.BorgarleikhúsiðSýning ársins Ríkharður III eftir William Shakespeare. Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Leikrit ársins Club Romantica eftir Friðgeir Einarsson. Sviðsetning: Leikhópurinn Abendshow og Borgarleikhúsið.Leikstjóri ársins Brynhildur Guðjónsdóttir, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Leikari ársins í aðalhlutverki Hjörtur Jóhann Jónsson, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Leikari ársins í aukahlutverki Stefán Hallur Stefánsson, Samþykki. Sviðsetning: Þjóðleikhúsið.Leikkona ársins í aðalhlutverki Sólveig Guðmundsdóttir, Rejúníon. Sviðsetning: Lakehouse í samstarfi við Tjarnarbíó.Leikkona ársins í aukahlutverki Vala Kristín Eiríksdóttir, Matthildur. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Snorri Helgason og Friðgeir Einarsson í Club Romantica.AbendshowLeikmynd ársins Ilmur Stefánsdóttir, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Búningar ársins Filippía I. Elísdóttir, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Lýsing ársins Björn Bergsteinn Guðmundsson, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Tónlist ársins Daníel Bjarnason, Brothers. Sviðsetning: Íslenska Óperan í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.Hljóðmynd ársins Karl Olgeirsson, Aron Þór Arnarson og leikmunadeild Þjóðleikhússins, Einræðisherrann. Sviðsetning: Þjóðleikhúsið.Söngvari ársins Herdís Anna Jónasdóttir, La Traviata. Sviðsetning: Íslenska óperan.Dans- og sviðshreyfingar ársins Lee Proud, Matthildur. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Salka Sól í hlutverki Ronju ræningjadóttur.ÞjóðleikhúsiðBarnasýning ársins Ronja ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren. Sviðsetning: Þjóðleikhúsið.Dansari ársins Bára Sigfúsdóttir, The Lover. Sviðsetning: Bára Sigfúsdóttur og GRIP í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.Danshöfundur ársins Bára Sigfúsdóttir, The Lover. Sviðsetning: Bára Sigfúsdóttur og GRIP í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.Útvarpsverk ársins **SOL** eftir Hilmi Jensson og Tryggva Gunnarsson. Leikstjórn: Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson. Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins – RÚV í samstarfi við Sóma þjóðar.Sproti ársins Matthías Tryggvi Haraldsson Gríman Leikhús Tengdar fréttir Sjáðu allar tilnefningarnar til Grímunnar 2019 Borgarleikhúsið er með flestar tilnefningar leikhúsanna. 5. júní 2019 19:45 Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Sjá meira
Sýningin Ríkharður III var sigurvegari kvöldsins þegar Grímuverðlaunin fóru fram í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Sýningin var tilnefnd í átta flokkum og stóð uppi sem sigurvegari í sex þeirra. Verkið fór heim með verðlaun í flokknum sýning ársins og þá vann Brynhildur Guðjónsdóttir verðlaun fyrir leikstjóra ársins en hún leikstýrði sýningunni. Hjörtur Jóhann Jónsson, sem fer með hlutverk Ríkharðs, vann verðlaunin fyrir leikara ársins. Þá vann sýningin verðlaun fyrir leikmynd ársins en það var Ilmur Stefánsdóttir sem stóð að henni. Filippía I. Elísdóttir hlaut verðlaun fyrir búningahönnun sýningarinnar og Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir lýsingu. Sýningin Matthildur fékk tvenn verðlaun en það var hún Vala Kristín Eiríksdóttir sem fékk verðlaun sem leikkona ársins í aukahlutverki og Lee Proud, danshöfundur sýningarinnar, fékk verðlaun fyrir dans- og sviðshreyfinar ársins. Ronja Ræningjadóttir var valin barnasýning ársins og Club Romantica fékk verðlaun fyrir leikrit ársins. Stefán Hallur Stefánsson fékk verðlaunin leikari ársins fyrir hlutverk sitt í sýningunni Samþykki og Sólveig Guðmundsdóttir var valin leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í sýningunni Rejúníon. Borgarleikhúsið var því sigursælast leikhúsanna með níu verðlaun í kvöld en Þjóðleikhúsið fór heim með þrjú verðlaun fyrir sýningarnar Einræðisherrann, Ronja ræningjadóttir og Samþykki.Hjörtur Jóhann Jónsson í hlutverki Ríkharðs III.BorgarleikhúsiðSýning ársins Ríkharður III eftir William Shakespeare. Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Leikrit ársins Club Romantica eftir Friðgeir Einarsson. Sviðsetning: Leikhópurinn Abendshow og Borgarleikhúsið.Leikstjóri ársins Brynhildur Guðjónsdóttir, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Leikari ársins í aðalhlutverki Hjörtur Jóhann Jónsson, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Leikari ársins í aukahlutverki Stefán Hallur Stefánsson, Samþykki. Sviðsetning: Þjóðleikhúsið.Leikkona ársins í aðalhlutverki Sólveig Guðmundsdóttir, Rejúníon. Sviðsetning: Lakehouse í samstarfi við Tjarnarbíó.Leikkona ársins í aukahlutverki Vala Kristín Eiríksdóttir, Matthildur. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Snorri Helgason og Friðgeir Einarsson í Club Romantica.AbendshowLeikmynd ársins Ilmur Stefánsdóttir, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Búningar ársins Filippía I. Elísdóttir, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Lýsing ársins Björn Bergsteinn Guðmundsson, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Tónlist ársins Daníel Bjarnason, Brothers. Sviðsetning: Íslenska Óperan í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.Hljóðmynd ársins Karl Olgeirsson, Aron Þór Arnarson og leikmunadeild Þjóðleikhússins, Einræðisherrann. Sviðsetning: Þjóðleikhúsið.Söngvari ársins Herdís Anna Jónasdóttir, La Traviata. Sviðsetning: Íslenska óperan.Dans- og sviðshreyfingar ársins Lee Proud, Matthildur. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Salka Sól í hlutverki Ronju ræningjadóttur.ÞjóðleikhúsiðBarnasýning ársins Ronja ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren. Sviðsetning: Þjóðleikhúsið.Dansari ársins Bára Sigfúsdóttir, The Lover. Sviðsetning: Bára Sigfúsdóttur og GRIP í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.Danshöfundur ársins Bára Sigfúsdóttir, The Lover. Sviðsetning: Bára Sigfúsdóttur og GRIP í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.Útvarpsverk ársins **SOL** eftir Hilmi Jensson og Tryggva Gunnarsson. Leikstjórn: Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson. Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins – RÚV í samstarfi við Sóma þjóðar.Sproti ársins Matthías Tryggvi Haraldsson
Gríman Leikhús Tengdar fréttir Sjáðu allar tilnefningarnar til Grímunnar 2019 Borgarleikhúsið er með flestar tilnefningar leikhúsanna. 5. júní 2019 19:45 Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Sjá meira
Sjáðu allar tilnefningarnar til Grímunnar 2019 Borgarleikhúsið er með flestar tilnefningar leikhúsanna. 5. júní 2019 19:45