Gróðureldar verði ein sviðsmynd almannavarna Sighvatur Jónsson skrifar 13. júní 2019 18:30 Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir meiri líkur en áður á stórum gróðureldum á Íslandi vegna loftslagsbreytinga og nýs gróðurfars. Stofnunin hefur lagt til við dómsmálaráðuneytið að gróðureldum verði bætt við sviðsmyndir almannavarna. Vegna mikilla þurrka hefur verið lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Sérstaklega er horft til fjölmennra sumarhúsabyggða eins og í Skorradal og Grímsnesi. Oddviti Skorradalshrepps sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að sveitarfélög þurfi að endurskoða fjárframlög til slökkviliða í ljósi aðstæðna. Til greina komi að hreppurinn fjárfesti í svokallaðri vatnsskjólu. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.Vísir/Sigurjón Sveitarfélög meti áhættuna Landhelgisgæslan er með eina slíka skjólu sem hefur verið notuð við æfingar hér á landi. Algengt er að nota þyrlur og flugvélar með slíkum búnaði í baráttu við skógarelda. „Sveitarfélögin bera ábyrgð á framkvæmd mála. Þau eru með slökkviliðsstjóra, reka slökkvilið og kaupa búnað fyrir slökkviliðin. Þau verða sjálf að meta sína áhættu hvert fyrir sig,“ segir Björn forstjóri Mannvirkjastofnunar. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.Vísir/Sigurjón Ábyrgð fólks mikil Viðbragðsáætlanir og áhættumöt hafa verið útbúin. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, minnir á að fólk ber mikla ábyrgð. „Er ég reykingamaður? Kasta ég sígarettunni frá mér í kæruleysi? Nota ég kolagrill eða einnota grill? Er ég að brenna rusli? Sem er algjörlega ólíðandi í svona veðurfari. Ábyrgð okkar sem einstaklinga er mjög mikil. Hver á annar að passa okkur en við sjálf?“ Almannavarnir Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir meiri líkur en áður á stórum gróðureldum á Íslandi vegna loftslagsbreytinga og nýs gróðurfars. Stofnunin hefur lagt til við dómsmálaráðuneytið að gróðureldum verði bætt við sviðsmyndir almannavarna. Vegna mikilla þurrka hefur verið lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Sérstaklega er horft til fjölmennra sumarhúsabyggða eins og í Skorradal og Grímsnesi. Oddviti Skorradalshrepps sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að sveitarfélög þurfi að endurskoða fjárframlög til slökkviliða í ljósi aðstæðna. Til greina komi að hreppurinn fjárfesti í svokallaðri vatnsskjólu. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.Vísir/Sigurjón Sveitarfélög meti áhættuna Landhelgisgæslan er með eina slíka skjólu sem hefur verið notuð við æfingar hér á landi. Algengt er að nota þyrlur og flugvélar með slíkum búnaði í baráttu við skógarelda. „Sveitarfélögin bera ábyrgð á framkvæmd mála. Þau eru með slökkviliðsstjóra, reka slökkvilið og kaupa búnað fyrir slökkviliðin. Þau verða sjálf að meta sína áhættu hvert fyrir sig,“ segir Björn forstjóri Mannvirkjastofnunar. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.Vísir/Sigurjón Ábyrgð fólks mikil Viðbragðsáætlanir og áhættumöt hafa verið útbúin. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, minnir á að fólk ber mikla ábyrgð. „Er ég reykingamaður? Kasta ég sígarettunni frá mér í kæruleysi? Nota ég kolagrill eða einnota grill? Er ég að brenna rusli? Sem er algjörlega ólíðandi í svona veðurfari. Ábyrgð okkar sem einstaklinga er mjög mikil. Hver á annar að passa okkur en við sjálf?“
Almannavarnir Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira