Daglegar ábendingar til MAST vegna illrar meðferðar dýra Sveinn Arnarsson skrifar 14. júní 2019 07:15 Gæta þarf að því að hross í vetrharhaga hafi næga beit og vatn. Ef jarðbönn verða þarf að gæta að því að hrossum sé gefið á gaddinn. Alls bárust 99 ábendingar til MAST um hross á síðasta ári. Fréttablaðið/GVA Til Matvælastofnunar (MAST) bárust 468 ábendingar í fyrra frá almenningi um illa meðferð á dýrum. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu MAST sem kom út í vikunni. Frá árinu 2017 hafa á þriðja tug mála farið í sektarferli vegna vanhirðu eða illrar meðferðar á dýrum og er rúmlega helmingur þeirra mál vegna gæludýra einstaklinga. Í ársskýrslu MAST er farið ítarlega yfir störf stofnunarinnar. Þar kemur fram að mikið hefur verið að gera þegar kemur að því að tryggja dýravelferð hér á landi. Almenningur hefur verið duglegur við að benda stofnuninni á illa meðferð á dýrum. „Ljóst er að eftir því sem dýrahaldið er minna sýnilegt almenningi, því færri ábendingar berast stofnuninni um viðkomandi dýrahald,“ segir í ársskýrslunni. „Frá árinu 2017 hafa yfir 20 mál farið í sektarferli vegna vanhirðu eða illrar meðferðar á dýrum. Rúmlega helmingur af málum varðar gæludýr,“ segir í skýrslunni. Fram kemur einnig að langflestar tilkynningar almennings séu vegna hunda, eða 202 ábendingar alls af þeim 468 sem bárust stofnuninni. Ábendingar vegna illrar meðferðar á búfénaði voru 180, eða 38 prósent allra ábendinga. 62 prósent ábendinga voru um gæludýr. Alls fóru fram sjö vörslusviptingar á árinu og samtals voru eigendur sviptir 58 kindum, 20 hænum, fjórtán hestum og fjórum hundum. Meðal annars þurfti að fella sauðfé á Austurlandi og starfsemi hundaræktar á Suðvesturlandi var stöðvuð á grundvelli dýravelferðar. „Á árinu hafði stofnunin afskipti af fjölda tilvika vegna vanhirðu eða illrar meðferðar dýra og þurfti tíðum að grípa til þvingana, svo sem dagsekta en einnig vörslusviptinga sem er harðasta úrræðið sem stofnunin getur beitt,“ segir í skýrslu MAST. „Vörslusviptingar á árinu náðu til nær allra dýrategunda, sumar viðamiklar og fella þurfti sauðfé á Austurlandi.“ Dýr Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Til Matvælastofnunar (MAST) bárust 468 ábendingar í fyrra frá almenningi um illa meðferð á dýrum. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu MAST sem kom út í vikunni. Frá árinu 2017 hafa á þriðja tug mála farið í sektarferli vegna vanhirðu eða illrar meðferðar á dýrum og er rúmlega helmingur þeirra mál vegna gæludýra einstaklinga. Í ársskýrslu MAST er farið ítarlega yfir störf stofnunarinnar. Þar kemur fram að mikið hefur verið að gera þegar kemur að því að tryggja dýravelferð hér á landi. Almenningur hefur verið duglegur við að benda stofnuninni á illa meðferð á dýrum. „Ljóst er að eftir því sem dýrahaldið er minna sýnilegt almenningi, því færri ábendingar berast stofnuninni um viðkomandi dýrahald,“ segir í ársskýrslunni. „Frá árinu 2017 hafa yfir 20 mál farið í sektarferli vegna vanhirðu eða illrar meðferðar á dýrum. Rúmlega helmingur af málum varðar gæludýr,“ segir í skýrslunni. Fram kemur einnig að langflestar tilkynningar almennings séu vegna hunda, eða 202 ábendingar alls af þeim 468 sem bárust stofnuninni. Ábendingar vegna illrar meðferðar á búfénaði voru 180, eða 38 prósent allra ábendinga. 62 prósent ábendinga voru um gæludýr. Alls fóru fram sjö vörslusviptingar á árinu og samtals voru eigendur sviptir 58 kindum, 20 hænum, fjórtán hestum og fjórum hundum. Meðal annars þurfti að fella sauðfé á Austurlandi og starfsemi hundaræktar á Suðvesturlandi var stöðvuð á grundvelli dýravelferðar. „Á árinu hafði stofnunin afskipti af fjölda tilvika vegna vanhirðu eða illrar meðferðar dýra og þurfti tíðum að grípa til þvingana, svo sem dagsekta en einnig vörslusviptinga sem er harðasta úrræðið sem stofnunin getur beitt,“ segir í skýrslu MAST. „Vörslusviptingar á árinu náðu til nær allra dýrategunda, sumar viðamiklar og fella þurfti sauðfé á Austurlandi.“
Dýr Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira