Real Madrid heldur áfram að safna liði fyrir næsta tímabil og hefur fengið til sín „einn efnilegasta unga leikmann heims.“
Japanski miðjumaðurinn Takefusa Kubo á að hafa gert fimm ára samning við spænska stórveldið upp á eina milljón evrur á ári. Hann kostaði Real Madrid tvær milljónir evra.
Kubo er átján ára gamall og kemur frá FC Tokyo í japönsku úrvalsdeildinni. Hann mun ganga til liðs við varalið Real Madrid en er hugsaður sem framtíðarleikmaður aðalliðsins.
Á heimasíðu Real er Kubo lýst sem „einum efnilegasta unga leikmanni heims,“ og hann sagður „sóknarsinnaður miðjumaður með framúrskarandi tækni og frábæra sýn á leiknum.“
Kubo er um þessar mundir með japanska landsliðinu á Copa America, en Japan er þar önnur tveggja gestaþjóða á mótinu. Hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Japan um helgina, 9. júní, í vináttuleik gegn El Salvador.
