Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2019 21:40 Bráðnandi borgarísjaki við strendur Grænlands. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Bráðnun Grænlandsjökuls og hafíss á Norður-Íshafinu er við það að setja met. Hitinn á Grænlandi var meira en tuttugu gráðum yfir meðallagi á miðvikudag og við norðurströnd Alaska þar sem hafís tekur yfirleitt aldrei upp er opið haf. Gögn Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna benda til þess að umfangsmesta bráðnun Grænlandsjökuls svo snemma sumars frá því að mælingar hófust hafi átt sér stað í vikunni. Óvenjuleg hlýindi á austanverðu Grænlandi og inn á jöklinum hafa sett af stað bráðnun á um 45% íshellunnar, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Svo umfangsmikil bráðnun á sér yfirleitt ekki stað á Grænlandi fyrr en um mitt sumar og stundum ekki einu sinni þá. Hlýindin má rekja til hæðarinnar sem hefur setið yfir Grænlandi undanfarið og hefur meðal annars valdið blíðviðri á Íslandi. Sjálfvirk veðurstöð uppi á jöklinum sýndi hita yfir frostmarki 12. júní. Það gerðist síðast í júlí árið 2012 þegar mesta bráðnun sem sést hefur á Grænlandi átti sér stað. Bráðnun hafíssins er ennþá meiri. Útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu hefur ekki mælst minni á þessum tíma árs frá því að gervihnattamælingar hófust árið 1979. Hop hafíssins í Tjúkta- og Beaufort-hafi við Norður-Alaska er sérstaklega sögð fordæmalaus. Vorið hefur einnig verið óvenjuhlýtt víða á norðurslóðum. Þannig hófst bráðnun á Grænlandsjökli um mánuði fyrr en í meðalári og í Alaska losnuðu ár fyrr úr klakaböndum en nokkru sinni áður. Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Veður Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Bráðnun Grænlandsjökuls og hafíss á Norður-Íshafinu er við það að setja met. Hitinn á Grænlandi var meira en tuttugu gráðum yfir meðallagi á miðvikudag og við norðurströnd Alaska þar sem hafís tekur yfirleitt aldrei upp er opið haf. Gögn Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna benda til þess að umfangsmesta bráðnun Grænlandsjökuls svo snemma sumars frá því að mælingar hófust hafi átt sér stað í vikunni. Óvenjuleg hlýindi á austanverðu Grænlandi og inn á jöklinum hafa sett af stað bráðnun á um 45% íshellunnar, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Svo umfangsmikil bráðnun á sér yfirleitt ekki stað á Grænlandi fyrr en um mitt sumar og stundum ekki einu sinni þá. Hlýindin má rekja til hæðarinnar sem hefur setið yfir Grænlandi undanfarið og hefur meðal annars valdið blíðviðri á Íslandi. Sjálfvirk veðurstöð uppi á jöklinum sýndi hita yfir frostmarki 12. júní. Það gerðist síðast í júlí árið 2012 þegar mesta bráðnun sem sést hefur á Grænlandi átti sér stað. Bráðnun hafíssins er ennþá meiri. Útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu hefur ekki mælst minni á þessum tíma árs frá því að gervihnattamælingar hófust árið 1979. Hop hafíssins í Tjúkta- og Beaufort-hafi við Norður-Alaska er sérstaklega sögð fordæmalaus. Vorið hefur einnig verið óvenjuhlýtt víða á norðurslóðum. Þannig hófst bráðnun á Grænlandsjökli um mánuði fyrr en í meðalári og í Alaska losnuðu ár fyrr úr klakaböndum en nokkru sinni áður.
Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Veður Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25
Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39
Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent