Forseti UEFA gagnrýnir ensk félög: „Ekkert vandamál ef tvö lið frá Aserbaídsjan hefðu þurft að spila í London“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2019 14:00 Ceferin afhendir Chelsea-mönnunum César Azpilicueta og Gary Cahill Evrópudeildarbikarinn. vísir/getty Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að gagnrýni Arsenal og Chelsea vegna úrslitaleik Evrópudeildarinnar sé ekki til þess fallin að auka vinsældir Englendinga innan Knattspyrnusambands Evrópu. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fór fram á Ólympíuleikvanginum í Bakú í Aserbaídsjan. Chelsea vann leikinn, 4-1.Illa gekk að selja miða á leikinn og Arsenal og Chelsea skiluðu rúmlega helmingi þeirra miða sem félögunum var úthlutað. Þá fór Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Arsenal, ekki með til Aserbaídjans vegna ótta um öryggi sitt. Mkhitaryan er frá Armeníu sem hefur átt í áralangri milliríkjadeilu við Aserbaídsjan. Ceferin gagnrýndi Arsenal og Chelsea í ræðu sem hann hélt í Oxford háskólanum í gær. „Alltaf þegar við erum með ensk félög er alltaf kvartað. Þið aukið ekkert á vinsældir ykkar með því,“ sagði Ceferin sem segir eðlilegt að úrslitaleikurinn hafi farið fram í Bakú. „Ef einhver spyr mig af hverju leikurinn var í Bakú svara ég: vegna þess að þar býr fólk, homo sapiens. Ef tvö asersk félög þyrftu að spila í London myndi enginn kvarta. Þau myndu koma og ekkert vesen. Við ákváðum fyrir einu og hálfu ári að úrslitaleikurinn færi fram í Bakú á nýjum velli sem tekur 70.000 manns í sæti,“ sagði Slóveninn sem var endurkjörinn forseti UEFA fyrr á þessu ári. Bakú er ein þeirra borga þar sem EM 2020 fer fram. Ceferin segir að það breytist ekkert þrátt fyrir vandræðin í kringum úrslitaleik Evrópudeildarinnar. „Við þurfum að þróa fótboltann alls staðar, ekki bara á Englandi og í Þýskalandi,“ sagði hann. Evrópudeild UEFA UEFA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að gagnrýni Arsenal og Chelsea vegna úrslitaleik Evrópudeildarinnar sé ekki til þess fallin að auka vinsældir Englendinga innan Knattspyrnusambands Evrópu. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fór fram á Ólympíuleikvanginum í Bakú í Aserbaídsjan. Chelsea vann leikinn, 4-1.Illa gekk að selja miða á leikinn og Arsenal og Chelsea skiluðu rúmlega helmingi þeirra miða sem félögunum var úthlutað. Þá fór Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Arsenal, ekki með til Aserbaídjans vegna ótta um öryggi sitt. Mkhitaryan er frá Armeníu sem hefur átt í áralangri milliríkjadeilu við Aserbaídsjan. Ceferin gagnrýndi Arsenal og Chelsea í ræðu sem hann hélt í Oxford háskólanum í gær. „Alltaf þegar við erum með ensk félög er alltaf kvartað. Þið aukið ekkert á vinsældir ykkar með því,“ sagði Ceferin sem segir eðlilegt að úrslitaleikurinn hafi farið fram í Bakú. „Ef einhver spyr mig af hverju leikurinn var í Bakú svara ég: vegna þess að þar býr fólk, homo sapiens. Ef tvö asersk félög þyrftu að spila í London myndi enginn kvarta. Þau myndu koma og ekkert vesen. Við ákváðum fyrir einu og hálfu ári að úrslitaleikurinn færi fram í Bakú á nýjum velli sem tekur 70.000 manns í sæti,“ sagði Slóveninn sem var endurkjörinn forseti UEFA fyrr á þessu ári. Bakú er ein þeirra borga þar sem EM 2020 fer fram. Ceferin segir að það breytist ekkert þrátt fyrir vandræðin í kringum úrslitaleik Evrópudeildarinnar. „Við þurfum að þróa fótboltann alls staðar, ekki bara á Englandi og í Þýskalandi,“ sagði hann.
Evrópudeild UEFA UEFA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira