Titilvörnin hefst gegn Grindavík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júní 2019 16:30 KR hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn sex ár í röð. vísir/daníel þór Íslandsmeistarar KR mæta Grindavík í 1. umferð Domino's deildar karla. Fyrstu drög að leikjaniðurröðun voru send félögunum í Domino's deild karla og 1. deild karla í dag. Þau hafa frest til 8. júlí til að koma að sínum athugasemdum og beiðnum. Einhverjar færslur á milli leikdaga verða því vegna þessa sem og sjónvarpsleikja. KR-ingar hafa orðið Íslandsmeistarar sex ár í röð og bætt við sig sterkum leikmönnum eftir að síðasta tímabili lauk. Þeir eru því áfram líklegir til afreka. Bikar- og deildarmeistarar Stjörnunnar sækja Þór Þ. heim. Bæði lið féllu úr leik í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. ÍR, silfurlið síðasta tímabils, fær Njarðvík í heimsókn í 1. umferðinni. Liðin mættust í 8-liða úrslitum á síðasta tímabili þar sem ÍR-ingar unnu 3-2, þrátt fyrir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu. Tindastóll og Keflavík eigast við fyrir norðan. Bæði lið eru með nýjan þjálfara. Baldur Þór Ragnarsson tók við Stólunum af Israel Martin og Hjalti Þór Vilhjálmsson við Keflvíkingum af Sverri Þór Sverrissyni. Nýliðar Þórs Ak. og Fjölnis mæta Haukum og Val í 1. umferðinni. Þórsarar, sem unnu 1. deildina á síðasta tímabili, sækja Hauka heim á meðan Fjölnismenn fá Valsmenn í heimsókn. Keppni í Domino's deildar karla hefst fimmtudaginn 3. október. Önnur umferðin hefst viku síðar.Drögin að leikjaniðurröðuninni má sjá með því að smella hér. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Blikar taka sæti Stjörnunnar Breiðablik mun tefla fram liði í Domino's deild kvenna næsta vetur þrátt fyrir að hafa fallið úr deildinni í vor. 18. júní 2019 11:22 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Sjá meira
Íslandsmeistarar KR mæta Grindavík í 1. umferð Domino's deildar karla. Fyrstu drög að leikjaniðurröðun voru send félögunum í Domino's deild karla og 1. deild karla í dag. Þau hafa frest til 8. júlí til að koma að sínum athugasemdum og beiðnum. Einhverjar færslur á milli leikdaga verða því vegna þessa sem og sjónvarpsleikja. KR-ingar hafa orðið Íslandsmeistarar sex ár í röð og bætt við sig sterkum leikmönnum eftir að síðasta tímabili lauk. Þeir eru því áfram líklegir til afreka. Bikar- og deildarmeistarar Stjörnunnar sækja Þór Þ. heim. Bæði lið féllu úr leik í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. ÍR, silfurlið síðasta tímabils, fær Njarðvík í heimsókn í 1. umferðinni. Liðin mættust í 8-liða úrslitum á síðasta tímabili þar sem ÍR-ingar unnu 3-2, þrátt fyrir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu. Tindastóll og Keflavík eigast við fyrir norðan. Bæði lið eru með nýjan þjálfara. Baldur Þór Ragnarsson tók við Stólunum af Israel Martin og Hjalti Þór Vilhjálmsson við Keflvíkingum af Sverri Þór Sverrissyni. Nýliðar Þórs Ak. og Fjölnis mæta Haukum og Val í 1. umferðinni. Þórsarar, sem unnu 1. deildina á síðasta tímabili, sækja Hauka heim á meðan Fjölnismenn fá Valsmenn í heimsókn. Keppni í Domino's deildar karla hefst fimmtudaginn 3. október. Önnur umferðin hefst viku síðar.Drögin að leikjaniðurröðuninni má sjá með því að smella hér.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Blikar taka sæti Stjörnunnar Breiðablik mun tefla fram liði í Domino's deild kvenna næsta vetur þrátt fyrir að hafa fallið úr deildinni í vor. 18. júní 2019 11:22 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Sjá meira
Blikar taka sæti Stjörnunnar Breiðablik mun tefla fram liði í Domino's deild kvenna næsta vetur þrátt fyrir að hafa fallið úr deildinni í vor. 18. júní 2019 11:22