Gáttaður á glæfralegum framúrakstri rútubílstjóra við Þjórsá Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2019 21:54 Hér sést að litlu mátti muna að orðið hefði árekstur þar sem rútan ekur hratt á móti fólksbílnum. Skjáskot/Facebook Vörubílstjóri segist gáttaður á glæfralegum framúrakstri rútu á vegkafla við Þjórsá á Suðurlandi í kvöld. Atvikið náðist á myndband og hefur vakið töluverða hneykslan netverja. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Óskar F. Júlíusson vörubílstjóri var á leið frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur þegar rútan ók fram úr honum um klukkan hálf 9 í kvöld. Óskar segir í samtali við Vísi að nýbúið sé að leggja klæðningu á veginn og því sé mikið um lausamöl á svæðinu. Hann fari því iðulega ekki mikið yfir 60 kílómetra hraða þegar hann ekur umræddan vegkafla. „Rútan fremst var nýbúin að taka fram úr mér á 90-100 kílómetra hraða með tilheyrandi steinkasti og svo kemur þessi snillingur. Eins og sést á myndbandinu beygi ég alveg út í kant og bremsa,“ segir Óskar í samtali við Vísi. „Manni var brugðið en þetta er að verða daglegt brauð hjá þessari stétt, hópferðabílstjórum. Það er svo mikið stress og læti í gangi að þetta er nánast daglegt að maður er að fá þá á ólöglegum hraða fram úr sér.“ Myndband af atvikunnáðist á upptökuvél í vörubíl Óskars. Hann birti myndbandið svo á Facebook-síðu sinni í kvöld og hefur það vakið töluverða hneykslan. Þá hefur því þegar verið deilt nokkuð víða en færslu Óskars má sjá hér að neðan. Í myndbandinu sést hvernig rútan, sem merkt er Hópbílum, tekur fram úr Óskari en fyrir framan hann er nokkurra bíla lest. Á móti rútunni kemur fólksbíll og litlu má muna að þar verði árekstur. Óskar hægir hins vegar á sér, rútan sveigir inn á hægri akrein og fólksbíllinn sem kemur á móti staðnæmist næstum því í vegkantinum. „Þetta er með því skuggalegra sem maður hefur lent í hvað þetta varðar. Ég hef alveg oft lent í framúrakstri sem er tæpur en þetta er það tæpasta sem maður hefur séð,“ segir Óskar. Guðjón Ármann Guðjónsson framkvæmdastjóri Hópbíla kvaðst ekki hafa séð myndbandið þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Þá sagði hann fyrirtækið fara eftir ákveðnum verklagsreglum en vildi ekki tjá sig frekar um málið.Myndbandið af framúrakstrinum má sjá í spilaranum hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Vörubílstjóri segist gáttaður á glæfralegum framúrakstri rútu á vegkafla við Þjórsá á Suðurlandi í kvöld. Atvikið náðist á myndband og hefur vakið töluverða hneykslan netverja. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Óskar F. Júlíusson vörubílstjóri var á leið frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur þegar rútan ók fram úr honum um klukkan hálf 9 í kvöld. Óskar segir í samtali við Vísi að nýbúið sé að leggja klæðningu á veginn og því sé mikið um lausamöl á svæðinu. Hann fari því iðulega ekki mikið yfir 60 kílómetra hraða þegar hann ekur umræddan vegkafla. „Rútan fremst var nýbúin að taka fram úr mér á 90-100 kílómetra hraða með tilheyrandi steinkasti og svo kemur þessi snillingur. Eins og sést á myndbandinu beygi ég alveg út í kant og bremsa,“ segir Óskar í samtali við Vísi. „Manni var brugðið en þetta er að verða daglegt brauð hjá þessari stétt, hópferðabílstjórum. Það er svo mikið stress og læti í gangi að þetta er nánast daglegt að maður er að fá þá á ólöglegum hraða fram úr sér.“ Myndband af atvikunnáðist á upptökuvél í vörubíl Óskars. Hann birti myndbandið svo á Facebook-síðu sinni í kvöld og hefur það vakið töluverða hneykslan. Þá hefur því þegar verið deilt nokkuð víða en færslu Óskars má sjá hér að neðan. Í myndbandinu sést hvernig rútan, sem merkt er Hópbílum, tekur fram úr Óskari en fyrir framan hann er nokkurra bíla lest. Á móti rútunni kemur fólksbíll og litlu má muna að þar verði árekstur. Óskar hægir hins vegar á sér, rútan sveigir inn á hægri akrein og fólksbíllinn sem kemur á móti staðnæmist næstum því í vegkantinum. „Þetta er með því skuggalegra sem maður hefur lent í hvað þetta varðar. Ég hef alveg oft lent í framúrakstri sem er tæpur en þetta er það tæpasta sem maður hefur séð,“ segir Óskar. Guðjón Ármann Guðjónsson framkvæmdastjóri Hópbíla kvaðst ekki hafa séð myndbandið þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Þá sagði hann fyrirtækið fara eftir ákveðnum verklagsreglum en vildi ekki tjá sig frekar um málið.Myndbandið af framúrakstrinum má sjá í spilaranum hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira