Grunaður um manndráp í tengslum við flugslys Sala Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2019 20:53 Sala var minnst á heimaleik Cardiff City í febrúar. Vísir/getty Breska lögreglan handtók í dag karlmann vegna gruns um manndráp í tengslum við andlát argentínska knattspyrnumannsins Emiliano Sala. Sala fórst í flugslysi yfir Ermarsundi í janúar síðastliðnum en hann var á leið til Bretlands eftir að hafa skrifað undir samning við velska knattspyrnuliðið Cardiff City. Í frétt BBC segir að karlmaður á sjötugsaldri hafi verið handtekinn í tengslum við málið í Norður-Yorkshire í dag. Honum hafi þó verið sleppt úr haldi en rannsókn á málinu haldi áfram. Þá hafi fjölskyldur Sala og Davids Ibbotson, flugmanns vélarinnar sem fórst einnig í slysinu, verið látnar vita af handtöku mannsins. BBC hefur eftir talsmanni lögreglu að rannsóknin beinist m.a. að því að finna út hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Sá hluti rannsóknarinnar hafi leitt til handtöku mannsins vegna gruns um manndráp. Ekki er ljóst á hverju sá grunur er byggður og þá hefur ekki verið gefið út hvað maðurinn er grunaður um að hafa gert. Sala var á ferð frá Nantes í Frakklandi til Cardiff þann 21. janúar þegar flugvélin sem hann var í hrapaði yfir Ermarsundi. Lík hans fannst ásamt flaki flugvélarinnar í febrúar en lík Ibbotsons hefur enn ekki fundist. Komið hefur í ljós að Ibbotson hafði aðeins leyfi til þess að fljúga í dagsbirtu. Upphaflega stóð til að hann myndi fljúga með Sala til Cardiff klukkan níu að morgni. Því var hins vegar frestað til klukkan 19:00 svo Sala gæti kvatt félaga sína í Nantes. Þá var klukkutími og tíu mínútur liðnar frá sólsetri. Bretland Emiliano Sala England Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Flugmaðurinn sem flaug Sala var ekki með næturflugsréttindi Bresk rannsóknarnefnd flugslysa hefur staðfest að réttindi flugmannsins séu til rannsóknar. 30. mars 2019 14:02 Cardiff vill nú sáttafund með Nantes vegna peningagreiðslnanna fyrir Sala Cardiff City vill ná sáttum við franska félagið Nantes en félögin hafa deilt um peningana sem Cardiff var búið að semja um að greiða fyrir argentínska knattspyrnumanninn Emiliano Sala. 3. apríl 2019 14:30 Faðir Emilianos Sala látinn Hjartaáfall varð föður Emilianos Sala að aldurtila. 26. apríl 2019 11:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Breska lögreglan handtók í dag karlmann vegna gruns um manndráp í tengslum við andlát argentínska knattspyrnumannsins Emiliano Sala. Sala fórst í flugslysi yfir Ermarsundi í janúar síðastliðnum en hann var á leið til Bretlands eftir að hafa skrifað undir samning við velska knattspyrnuliðið Cardiff City. Í frétt BBC segir að karlmaður á sjötugsaldri hafi verið handtekinn í tengslum við málið í Norður-Yorkshire í dag. Honum hafi þó verið sleppt úr haldi en rannsókn á málinu haldi áfram. Þá hafi fjölskyldur Sala og Davids Ibbotson, flugmanns vélarinnar sem fórst einnig í slysinu, verið látnar vita af handtöku mannsins. BBC hefur eftir talsmanni lögreglu að rannsóknin beinist m.a. að því að finna út hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Sá hluti rannsóknarinnar hafi leitt til handtöku mannsins vegna gruns um manndráp. Ekki er ljóst á hverju sá grunur er byggður og þá hefur ekki verið gefið út hvað maðurinn er grunaður um að hafa gert. Sala var á ferð frá Nantes í Frakklandi til Cardiff þann 21. janúar þegar flugvélin sem hann var í hrapaði yfir Ermarsundi. Lík hans fannst ásamt flaki flugvélarinnar í febrúar en lík Ibbotsons hefur enn ekki fundist. Komið hefur í ljós að Ibbotson hafði aðeins leyfi til þess að fljúga í dagsbirtu. Upphaflega stóð til að hann myndi fljúga með Sala til Cardiff klukkan níu að morgni. Því var hins vegar frestað til klukkan 19:00 svo Sala gæti kvatt félaga sína í Nantes. Þá var klukkutími og tíu mínútur liðnar frá sólsetri.
Bretland Emiliano Sala England Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Flugmaðurinn sem flaug Sala var ekki með næturflugsréttindi Bresk rannsóknarnefnd flugslysa hefur staðfest að réttindi flugmannsins séu til rannsóknar. 30. mars 2019 14:02 Cardiff vill nú sáttafund með Nantes vegna peningagreiðslnanna fyrir Sala Cardiff City vill ná sáttum við franska félagið Nantes en félögin hafa deilt um peningana sem Cardiff var búið að semja um að greiða fyrir argentínska knattspyrnumanninn Emiliano Sala. 3. apríl 2019 14:30 Faðir Emilianos Sala látinn Hjartaáfall varð föður Emilianos Sala að aldurtila. 26. apríl 2019 11:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Flugmaðurinn sem flaug Sala var ekki með næturflugsréttindi Bresk rannsóknarnefnd flugslysa hefur staðfest að réttindi flugmannsins séu til rannsóknar. 30. mars 2019 14:02
Cardiff vill nú sáttafund með Nantes vegna peningagreiðslnanna fyrir Sala Cardiff City vill ná sáttum við franska félagið Nantes en félögin hafa deilt um peningana sem Cardiff var búið að semja um að greiða fyrir argentínska knattspyrnumanninn Emiliano Sala. 3. apríl 2019 14:30