Ferðamenn hvattir til þess að drekka kranavatn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júní 2019 08:10 Bareigandinn, danskennarinn og ljósmyndarinn George Leite tekur þátt í herferðinni. íslandsstofa Ferðamenn sem koma hingað til lands eru hvattir til þess að drekka kranavatn og draga úr plastnotkun í nýrri markaðsherferð Íslandsstofu undir merkjum Inspired by Iceland. Herferðin er unnin í samstarfi við Umhverfisstofnun og fleiri aðila að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandsstofu en í henni er lögð áhersla á að kynna íslenska vatnið sem lúxusvöru undir heitinu „Kranavatn“ sem finna má ókeypis í næsta krana um land allt. „Markmiðið er að draga úr óþarfa plastnotkun ferðamanna og vekja um leið athygli á gæðum íslenska vatnsins sem er eitt hreinasta og bragðbesta kranavatn í heimi. Með verkefninu er einnig ætlunin að styðja við umhverfisvernd og aðgerðir til að uppfylla Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í könnun sem framkvæmd var meðal 16.000 manns í Norður-Ameríku og Evrópu sögðust 65% aðspurðra nota meira af plastflöskum á ferðalögum heldur en heima hjá sér. Aðspurð um meginástæður þess nefndu 70% órökstuddan ótta við kranavatn og 19% nefndu þægindi. Í Kranavatnsherferðinni er skorað á ferðamenn að breyta þessu mynstri og drekka vatn beint af krana þegar þeir ferðast um Ísland og fylla á endurnýjanleg ílát í stað þess að kaupa vatn á plastflöskum. Fáar þjóðir hafa jafn gott aðgengi að vatni eins og Íslendingar. Íslenska vatnið er einnig sérstakt að því leyti að 98% af því er ómeðhöndlað grunnvatn og mælingar sýna að óæskileg efni eru langt undir viðmiðunarmörkum samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Neysluvatn á Íslandi er alls staðar talið hreint og öruggt til neyslu og erlendir ferðamenn átta sig ekki allir á þeirri staðreynd,“ segir í tilkynningu Íslandsstofu.Þar er jafnframt haft eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að það sé ánægjulegt að geta boðið ferðamönnum upp á þá lúxusvöru sem íslenska vatnið er. „Við tökum á móti rúmlega tveimur milljónum ferðamanna til Íslands á ári og margir þekkja ekki gæði kranavatnsins. Það er til mikils að vinna að efla þekkingu á því og stuðla þannig að minni plastneyslu ferðamanna hér á landi,“ segir Þórdís Kolbrún. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir að í verkefninu felist mikilvæg áskorun til ferðamanna um að draga úr plastneyslu og nota frekar margnota flöskur sem fylla má með kranavatni. „Um þessar mundir eru stigin fjölmörg mikilvæg skref við að minnka plastneyslu í heiminum. Kranavatnsverkefnið er eitt af þessum skrefum sem mun vonandi stuðla að ábyrgari hegðun ferðamanna á Íslandi og víðar um heiminn,“ segir Guðmundur. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Níu Íslendingar kynna Ísland frá A til Ö Íslandsstofa kynnir herferðina "Ísland frá A til Ö“ þar sem íslenska tungumálið er nýtt til að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Herferðin er undir merkjum Inspired by Iceland. 22. október 2018 09:00 Talandi hestur stelur senunni í nýju myndbandi Inspired by Iceland Inspired by Iceland gaf í gær út nýtt myndband þar sem öllum er boðið að ganga til liðs við Team Iceland og styðja við Ísland á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi. 30. maí 2018 11:30 Steindi nýjasta andlit Inspired By Iceland: Tekur erfiðasta karókílag heims Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., er nýtt andlit Inspired By Iceland en hann kemur fram í nýju myndbandi þar sem farið er yfir erfiðasta karaoke lag heims. 9. október 2017 11:15 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ferðamenn sem koma hingað til lands eru hvattir til þess að drekka kranavatn og draga úr plastnotkun í nýrri markaðsherferð Íslandsstofu undir merkjum Inspired by Iceland. Herferðin er unnin í samstarfi við Umhverfisstofnun og fleiri aðila að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandsstofu en í henni er lögð áhersla á að kynna íslenska vatnið sem lúxusvöru undir heitinu „Kranavatn“ sem finna má ókeypis í næsta krana um land allt. „Markmiðið er að draga úr óþarfa plastnotkun ferðamanna og vekja um leið athygli á gæðum íslenska vatnsins sem er eitt hreinasta og bragðbesta kranavatn í heimi. Með verkefninu er einnig ætlunin að styðja við umhverfisvernd og aðgerðir til að uppfylla Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í könnun sem framkvæmd var meðal 16.000 manns í Norður-Ameríku og Evrópu sögðust 65% aðspurðra nota meira af plastflöskum á ferðalögum heldur en heima hjá sér. Aðspurð um meginástæður þess nefndu 70% órökstuddan ótta við kranavatn og 19% nefndu þægindi. Í Kranavatnsherferðinni er skorað á ferðamenn að breyta þessu mynstri og drekka vatn beint af krana þegar þeir ferðast um Ísland og fylla á endurnýjanleg ílát í stað þess að kaupa vatn á plastflöskum. Fáar þjóðir hafa jafn gott aðgengi að vatni eins og Íslendingar. Íslenska vatnið er einnig sérstakt að því leyti að 98% af því er ómeðhöndlað grunnvatn og mælingar sýna að óæskileg efni eru langt undir viðmiðunarmörkum samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Neysluvatn á Íslandi er alls staðar talið hreint og öruggt til neyslu og erlendir ferðamenn átta sig ekki allir á þeirri staðreynd,“ segir í tilkynningu Íslandsstofu.Þar er jafnframt haft eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að það sé ánægjulegt að geta boðið ferðamönnum upp á þá lúxusvöru sem íslenska vatnið er. „Við tökum á móti rúmlega tveimur milljónum ferðamanna til Íslands á ári og margir þekkja ekki gæði kranavatnsins. Það er til mikils að vinna að efla þekkingu á því og stuðla þannig að minni plastneyslu ferðamanna hér á landi,“ segir Þórdís Kolbrún. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir að í verkefninu felist mikilvæg áskorun til ferðamanna um að draga úr plastneyslu og nota frekar margnota flöskur sem fylla má með kranavatni. „Um þessar mundir eru stigin fjölmörg mikilvæg skref við að minnka plastneyslu í heiminum. Kranavatnsverkefnið er eitt af þessum skrefum sem mun vonandi stuðla að ábyrgari hegðun ferðamanna á Íslandi og víðar um heiminn,“ segir Guðmundur.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Níu Íslendingar kynna Ísland frá A til Ö Íslandsstofa kynnir herferðina "Ísland frá A til Ö“ þar sem íslenska tungumálið er nýtt til að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Herferðin er undir merkjum Inspired by Iceland. 22. október 2018 09:00 Talandi hestur stelur senunni í nýju myndbandi Inspired by Iceland Inspired by Iceland gaf í gær út nýtt myndband þar sem öllum er boðið að ganga til liðs við Team Iceland og styðja við Ísland á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi. 30. maí 2018 11:30 Steindi nýjasta andlit Inspired By Iceland: Tekur erfiðasta karókílag heims Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., er nýtt andlit Inspired By Iceland en hann kemur fram í nýju myndbandi þar sem farið er yfir erfiðasta karaoke lag heims. 9. október 2017 11:15 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Níu Íslendingar kynna Ísland frá A til Ö Íslandsstofa kynnir herferðina "Ísland frá A til Ö“ þar sem íslenska tungumálið er nýtt til að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Herferðin er undir merkjum Inspired by Iceland. 22. október 2018 09:00
Talandi hestur stelur senunni í nýju myndbandi Inspired by Iceland Inspired by Iceland gaf í gær út nýtt myndband þar sem öllum er boðið að ganga til liðs við Team Iceland og styðja við Ísland á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi. 30. maí 2018 11:30
Steindi nýjasta andlit Inspired By Iceland: Tekur erfiðasta karókílag heims Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., er nýtt andlit Inspired By Iceland en hann kemur fram í nýju myndbandi þar sem farið er yfir erfiðasta karaoke lag heims. 9. október 2017 11:15
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent