Gjaldþrot Fasteignafélagsins Ártúns, sem stofnað var árið 2005 til að halda utan um fasteignir BM Vallá, nam tæplega 12 milljörðum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu en búið var tekið til gjaldþrotaskipta í júní 2010 með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur.
Skiptum á búinu lauk 27. maí síðastliðinn og komu tæplega 2,5 milljarðar króna upp í lýstar veðkröfur sem greiddust veðhöfum við sölu eigna og/eða að því marki sem þeir leystu til sín veðbundnar eignir.
Lýstar almennar kröfur námu rúmlega 900 milljónum króna. Ekkert kom til úthlutunar upp í þær að því er segir í Lögbirtingablaðinu.
