Starfsmaður á vegum Olíudreifingar var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri með minniháttar brunasár eftir að lítil sprenging varð í bensíntanki við bensínstöð N1 við Hörgárbraut á Akureyri.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á Akureyri var maðurinn við störf við þrif á forðageymi við bensínstöðina. Útlit er fyrir að neisti hafi kveikt í bensíngufum í tankinum. Við það myndaðist eldhnöttur sem starfsmaðurinn varð fyrir, en talið er að hann hafi horft niður í geyminn er sprengingin varð.
Maðurin er talinn hafa hlotið minniháttar brunasár og var hann sem fyrr segir fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri.
